Friðsamlegt er yfir nýjum meirihluta í Reykjavík: Skásti kosturinn 30. maí 2006 09:45 Fyrir íbúa Reykjavíkur er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn langskásti kosturinn í stöðunni og því fagnaðarefni út af fyrir sig. Það var mikið ofmat hjá Samfylkingunni í Reykjavík að meta stöðu sína svo sterka að útiloka fyrir kosningar, eitt framboða, samstarf við Sjálfstæðisflokk um stjórn höfuðborgarinnar. Mikill samhljómur er um margt í áherslum þessara flokka í borgarmálunum og ólíkt hefði meirihluti þeirra haft sterkara umboð til verka, með ríflega 70 prósent atkvæða að baki sér, en nýskipaður meirihluti. Athugið í því sambandi að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks byggir á minnihluta atkvæða þeirra sem kusu til borgarstjórnar; 51 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu aðra flokka við stjórnvölinn en þessa tvo. Óþarfi er hins vegar að velkjast í vafa um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður sterkari og samstilltari en ef Frjálslyndi flokkurinn eða Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefði skaffað þann fulltrúa sem upp á vantar hjá Sjálfstæðisflokknum. Himin og haf ber til dæmis í milli sjálfstæðismanna og vinstri grænna í málefnum grunnskólanna. Þeir síðarnefndu sjá engan annan möguleika en opinberan rekstur og telja að stuðningur við einkaskóla sé á kostnað hinna opinberu. Hvernig hefði farið um þá stefnu Sjálfstæðisflokks að "foreldrar hafi aukið val um grunnskóla" í félagsskap við vinstri græna? Hvað skal gera með 45 prósent hlut borgarinnar í Landsvirkjun er annað mál sem framsóknar- og sjálfstæðismenn eru meira samstíga um en hinir flokkarnir tveir. Af hálfu beggja flokka í nýjum meirihluta liggur fyrir að þann hlut skuli selja fáist fyrir hann rétt verð. Og er þar enginn fyrirvari um að orkufyrirtæki skuli vera í opinberri eigu eins og hjá vinstri grænum og frjálslyndum. Reykvíkingar mega sem sagt búast við að nokkuð góð sátt ríki á nýja stjórnarheimilinu. Vissulega verður spennandi að sjá hversu vel framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni lukkast að gera sig gildandi í samstarfinu. Hann vann visst afrek með því að ná kosningu og það var aðdáunarvert að sjá hann vaxa með hverju skrefi í öllu því mótlæti sem hann varð fyrir í aðdraganda kosninganna. Hér með er sett sú ósk honum til handa að vonandi verði ekki of einmanalegt hjá honum í selskap sjálfstæðismannanna sjö. Hitt er svo allt annað mál hversu skynsamleg ráðstöfun það er fyrir Framsóknarflokkinn, þegar litið er til framtíðar, að leiða sjálfstæðismenn til valda í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík og Kópavogi, með minnsta mögulega tilstyrk á hvorum stað, eða einum fulltrúa. Framsóknarflokkurinn tapaði nánast um land allt í kosningunum um helgina, hvort sem flokkurinn var í vinstra eða hægra samstarfi. Erfitt er að álykta annað en að kjósendur hafi þar verið að refsa honum fyrir langvarandi og heldur vanmáttuga sambúð við sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, eða nokkuð svipaðan búskap og Framsóknarflokkurinn er nú að hefja í Reykjavík og Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Fyrir íbúa Reykjavíkur er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn langskásti kosturinn í stöðunni og því fagnaðarefni út af fyrir sig. Það var mikið ofmat hjá Samfylkingunni í Reykjavík að meta stöðu sína svo sterka að útiloka fyrir kosningar, eitt framboða, samstarf við Sjálfstæðisflokk um stjórn höfuðborgarinnar. Mikill samhljómur er um margt í áherslum þessara flokka í borgarmálunum og ólíkt hefði meirihluti þeirra haft sterkara umboð til verka, með ríflega 70 prósent atkvæða að baki sér, en nýskipaður meirihluti. Athugið í því sambandi að meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks byggir á minnihluta atkvæða þeirra sem kusu til borgarstjórnar; 51 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu aðra flokka við stjórnvölinn en þessa tvo. Óþarfi er hins vegar að velkjast í vafa um að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður sterkari og samstilltari en ef Frjálslyndi flokkurinn eða Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefði skaffað þann fulltrúa sem upp á vantar hjá Sjálfstæðisflokknum. Himin og haf ber til dæmis í milli sjálfstæðismanna og vinstri grænna í málefnum grunnskólanna. Þeir síðarnefndu sjá engan annan möguleika en opinberan rekstur og telja að stuðningur við einkaskóla sé á kostnað hinna opinberu. Hvernig hefði farið um þá stefnu Sjálfstæðisflokks að "foreldrar hafi aukið val um grunnskóla" í félagsskap við vinstri græna? Hvað skal gera með 45 prósent hlut borgarinnar í Landsvirkjun er annað mál sem framsóknar- og sjálfstæðismenn eru meira samstíga um en hinir flokkarnir tveir. Af hálfu beggja flokka í nýjum meirihluta liggur fyrir að þann hlut skuli selja fáist fyrir hann rétt verð. Og er þar enginn fyrirvari um að orkufyrirtæki skuli vera í opinberri eigu eins og hjá vinstri grænum og frjálslyndum. Reykvíkingar mega sem sagt búast við að nokkuð góð sátt ríki á nýja stjórnarheimilinu. Vissulega verður spennandi að sjá hversu vel framsóknarmanninum Birni Inga Hrafnssyni lukkast að gera sig gildandi í samstarfinu. Hann vann visst afrek með því að ná kosningu og það var aðdáunarvert að sjá hann vaxa með hverju skrefi í öllu því mótlæti sem hann varð fyrir í aðdraganda kosninganna. Hér með er sett sú ósk honum til handa að vonandi verði ekki of einmanalegt hjá honum í selskap sjálfstæðismannanna sjö. Hitt er svo allt annað mál hversu skynsamleg ráðstöfun það er fyrir Framsóknarflokkinn, þegar litið er til framtíðar, að leiða sjálfstæðismenn til valda í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík og Kópavogi, með minnsta mögulega tilstyrk á hvorum stað, eða einum fulltrúa. Framsóknarflokkurinn tapaði nánast um land allt í kosningunum um helgina, hvort sem flokkurinn var í vinstra eða hægra samstarfi. Erfitt er að álykta annað en að kjósendur hafi þar verið að refsa honum fyrir langvarandi og heldur vanmáttuga sambúð við sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, eða nokkuð svipaðan búskap og Framsóknarflokkurinn er nú að hefja í Reykjavík og Kópavogi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun