Bandaríska þingið á leik 14. júlí 2006 07:15 Trufluðu fund þingnefndar Lögreglumenn spjalla við tvær konur sem mættu á fund dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á þriðjudag og drógu þar mótmælaspjöld upp úr pússi sínu. MYND/AP Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst. Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst.
Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira