Strætó á villigötu 18. júlí 2006 00:01 Á tímum methækkana á eldsneytisverði, bílalána sem þenjast út vegna verðbólgu og almenns samdráttar, er þau heldur öfugsnúin tíðindin sem berast af almenningsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að rekstur einkabílsins er farinn að taka til sín stærri skerf af heimilisútgjöldunum en margir gerðu ráð fyrir í upphafi árs. Við þær kringumstæður mætti ætla að forsvarsmenn almenningssamganga hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að laða til sín fleiri viðskiptavini á næstu mánuðum. Sú er þó hreint ekki raunin hjá forráðamenn Strætó bs, sem heldur úti almenningsvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti boðar Strætó skerðingu á þjónustu sinni þar sem sveitarfélögin sjö, sem eiga fyrirtækið, eru ekki tilbúin að leggja fram það fé sem er nauðsynlegt til rekstursins. Framkvæmdastjóri Strætós, Ásgeir Eríksson, segir ástæðurnar fyrir slæmri afkomu þess meðal annars þær sömu og eru nefndar í upphafi þessa pistils, en þó fyrst og fremst fækkun farþega. Það er kaldhæðnislegt að þegar stjórn Strætós sendi frá sér yfirlýsingu um niðurskurðinn síðastliðinn föstudag var nákvæmlega eitt ár liðið frá því að nýtt leiðarkerfi var kynnt með þeim orðum að markmið þess væri að efla almenningssamgöngur þannig að þær verði raunhæfur valkostur og fleiri taki strætó, svo vitnað sé í yfirlýsingu fyrirtæksins frá 14. júlí 2005. Á þeim tíma hefur markmiðið um fjölgun farþega ekki náðst heldur hefur þeim fækkað. Fækkunin er hins vegar einungis 1,4 prósent fyrstu sex mánuði þessa árs, sé miðað við sama tíma í fyrra, og í viðtali við Fréttablaðið í dag bendir framkvæmdastjórinn á að farþegum hafi sjálfsagt aldrei fækkað hægar milli ára. Það gefur aftur vísbendingu um að Strætó hafi verið á réttri leið með breytingarnar leiðarkerfinu á síðasta ári og frekar hefði verið ástæða til að gefa í, auka og bæta þjónustuna, frekar en slá af og skera niður. Um það bil þrjátíuþúsund farþegar ferðast að meðaltali með strætisvögnum hvern dag og þeir horfa nú fram að ferðatíðni á stofnleiðum verður skorinn niður um helming næsta vetur auk þess sem ein af stofnleiðunum sex hefur þegar verið slegin af. Þetta eru kaldar kveðjur til farþega og í hrópandi mótsögn við fyrirheit nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í aðdraganda kosninganna í vor um að efla veg almenningssamganga. Reykvíkingar eiga 70 prósent í Strætó og fer fulltrúi þeirra í stjórn fyritækisins með sama hlutfall atkvæða í umboði borgarstjórnar. Þar situr Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hún vill stjórnsýsluúttekt á Strætó en betur má ef duga skal. Þorbjörg Helga og félagar hennar í meirihlutanum hafa valdið og tækifærin til að láta verkin tala. Borgarbúar eiga kröfu á annarri lausn en skerðingu á þjónustu Strætós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Á tímum methækkana á eldsneytisverði, bílalána sem þenjast út vegna verðbólgu og almenns samdráttar, er þau heldur öfugsnúin tíðindin sem berast af almenningsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að rekstur einkabílsins er farinn að taka til sín stærri skerf af heimilisútgjöldunum en margir gerðu ráð fyrir í upphafi árs. Við þær kringumstæður mætti ætla að forsvarsmenn almenningssamganga hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að laða til sín fleiri viðskiptavini á næstu mánuðum. Sú er þó hreint ekki raunin hjá forráðamenn Strætó bs, sem heldur úti almenningsvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti boðar Strætó skerðingu á þjónustu sinni þar sem sveitarfélögin sjö, sem eiga fyrirtækið, eru ekki tilbúin að leggja fram það fé sem er nauðsynlegt til rekstursins. Framkvæmdastjóri Strætós, Ásgeir Eríksson, segir ástæðurnar fyrir slæmri afkomu þess meðal annars þær sömu og eru nefndar í upphafi þessa pistils, en þó fyrst og fremst fækkun farþega. Það er kaldhæðnislegt að þegar stjórn Strætós sendi frá sér yfirlýsingu um niðurskurðinn síðastliðinn föstudag var nákvæmlega eitt ár liðið frá því að nýtt leiðarkerfi var kynnt með þeim orðum að markmið þess væri að efla almenningssamgöngur þannig að þær verði raunhæfur valkostur og fleiri taki strætó, svo vitnað sé í yfirlýsingu fyrirtæksins frá 14. júlí 2005. Á þeim tíma hefur markmiðið um fjölgun farþega ekki náðst heldur hefur þeim fækkað. Fækkunin er hins vegar einungis 1,4 prósent fyrstu sex mánuði þessa árs, sé miðað við sama tíma í fyrra, og í viðtali við Fréttablaðið í dag bendir framkvæmdastjórinn á að farþegum hafi sjálfsagt aldrei fækkað hægar milli ára. Það gefur aftur vísbendingu um að Strætó hafi verið á réttri leið með breytingarnar leiðarkerfinu á síðasta ári og frekar hefði verið ástæða til að gefa í, auka og bæta þjónustuna, frekar en slá af og skera niður. Um það bil þrjátíuþúsund farþegar ferðast að meðaltali með strætisvögnum hvern dag og þeir horfa nú fram að ferðatíðni á stofnleiðum verður skorinn niður um helming næsta vetur auk þess sem ein af stofnleiðunum sex hefur þegar verið slegin af. Þetta eru kaldar kveðjur til farþega og í hrópandi mótsögn við fyrirheit nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í aðdraganda kosninganna í vor um að efla veg almenningssamganga. Reykvíkingar eiga 70 prósent í Strætó og fer fulltrúi þeirra í stjórn fyritækisins með sama hlutfall atkvæða í umboði borgarstjórnar. Þar situr Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hún vill stjórnsýsluúttekt á Strætó en betur má ef duga skal. Þorbjörg Helga og félagar hennar í meirihlutanum hafa valdið og tækifærin til að láta verkin tala. Borgarbúar eiga kröfu á annarri lausn en skerðingu á þjónustu Strætós.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun