Orkuboltarnir á Reykhólum 28. júlí 2006 07:30 Framkvæmdastjórinn við þangið Halldór Óskar Sigurðsson skoðar þangið sem komið hefur verið með að landi. Sjálfur setur hann þang í mat sinn í stað salts líkt og fleiri sveitungar. MYND/jón sigurður Það er sólskin og blíða þegar Jón Sigurður Eyjólfsson kemur akandi að Reykhólum. Þar búa kraftmiklir og sjálfsöruggir sveitungar enda fá þeir auka orku úr þanginu og vissuna úr völunni hans Dalla. "Dæmigerð hjón hér eru karl sem vinnur í Þörungaverksmiðjunni og kona sem vinnur á dvalarheimilinu Barmahlíð," segir Einar Örn Thorlacius, sem senn lætur af störfum sem sveitarstjóri, þegar hann er beðinn um að lýsa lífinu á Reykhólum. 26 manns vinna í Þörungaverksmiðjunni sem er stærsti atvinnurekandinn í hreppnum en svo kemur Barmahlíð þar sem 18 manns vinna. En svo eru það aðrir sem eru að bralla eitthvað á eigin spýtur eins og að framleiða áburð eða stinningarlyf úr þangi.Dalli galdrakarl og stinningarlyfiðSteinunn Lilja Ólafsdóttir og Ebenezer Jensson Þangmjölið sem síðan fer í bjór, varalit, sígarettu eða eitthvað annað vellur á kerruna fyrir aftan þau Ebenezer og Steinunni en þangað til hún fyllist segja þau sögur úr sveitinni.fréttablaðið/jón sigurður"Margir gera gys að þessu og kalla mig Kjartan galdrakarl eftir þessum í Strumpunum," segir Guðjón Dalkvist Gunnarsson eða Dalli eins og hann er kallaður. Blaðamaður kom að honum í skúrnum þar sem hann var að hræra í þangpottinum og minnti í raun nokkuð á umræddan Kjartan. Salan á áburðinum sem unninn er úr þanginu gengur vel en eflaust þekkja margir til þessa vökva sem seldur er í Blómavali og fleiri stöðum undir nafninu Glæðir. "Mest hef ég selt sjö tonn á ári en það verður þó eitthvað aðeins minna í ár. Þessi vökvi styrkir grasið en lætur það ekki spretta neitt meira en ella. Þess vegna er þetta vinsælt á golfvelli og þeir sem reka þá eru nokkrir af mínum stærstu kúnnum."En Dalli hefur áhuga á að styrkja meira en gras og gróður. "Eitt sinn þegar ég var að sjóða þangið setti ég matarsóda út í í stað sóda sem ég nota venjulega og þá var ég kominn með hið besta stinningarefni fyrir karla. Reyndar er ég ógiftur svo ég hafði ekkert með það að gera að rannsaka þetta nánar en eftir því sem ég best veit er þessi blanda eins konar Viagra. Ég ræddi við nokkra gosframleiðendur um að reyna að markaðssetja þetta sem orkudrykki en þeir voru ekki að átta sig á þessu. En kannski næ ég að stinna upp áhugann hjá þeim," segir hann og hlær. Kannski væri það við hæfi að stinningarlyf væri framleitt í sveitinni þar sem áður stóðu Tittlingastaðir og Rúnkhús. Svo ekki sé talað um Barma sem standa þar enn og eru hinir fínustu en þar er torfhús fallegt.Rýnt í framtíðinaDalli spyr völuna Guðjón Dalkvist Gunnarsson fer með þuluna og spyr svo völuna hvort veðrið verði gott í Reykjavík á morgun. Hún kvað svo mundu verða og þá er það bara að sjá hvort eitthvað vit sé í völunni sem hann er að markaðssetja.fréttablaðið/jón sigurðurEinnig hefur Dalli hafið framleiðslu á völu eins og þeirri sem forfeður okkar notuðu við völu-spá. "Þetta er í raun lítið kindabein í liðnum þar sem fótleggur og lærleggur mætast." Því næst sýnir hann blaðamanni hvernig valan er notuð. Hann rennir henni um hvirfilinn nokkra stund, hallar höfðinu aftur og setur hana milli augna sér og þylur: "Spákona, ég spyr þig! Ég skal þig með gullinu gleðja og silfrinu seðja ef þú segir mér satt. Annars skaltu í eldi brenna ef þú skrökvar að mér." Því næst spyr hann hvort veðrið verði gott í Reykjavík á laugardag, það er að segja á morgun. Þá reisir hann höfuðið svo valan fellur til jarðar og lendir með holuna upp sem þýðir já. Borgarbúar geta svo séð á morgun hvort eitthvað vit sé í völunni. Sjávarþang í bjór, varalit og sígaretturRétt úti fyrir strönd Reykhóla er Karlsey en þar stendur Þörungaverksmiðjan. Þegar blaðamann bar að voru Ebenezer Jensson og Steinunn Lilja Ólafsdóttir að skipa út þangmjöli. "Þetta er notað alveg í ólíklegustu hluti," segir Ebenezer. "Mér er minnisstætt þegar hingað komu hjón og konan kvartaði mikið undan lyktinni sem er af þessu en þá svaraði karlinn: "Þú lætur ekki svona þegar þú ert að maka þessu framan í þig." En það vill svo til að mjölið er notað í varalit og alls konar snyrtiduft sem konurnar setja framan í sig. Einnig er það komið í lög í Bandaríkjunum að sígarettur verða að hafa efni sem meðal annars er unnið úr þessu mjöli og gerir það að verkum að hún verður sjálfslökkvandi." Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri bætir við að mjölið sé notað í efni sem er sett í bjór til að hann freyði meira. Mest er þó mjölið notað í fæðubótarefni og áburð. "Ég borða einnig þurrkað og malað klóþang líkt og aðrir hér. Ég set þetta út á mat í staðinn fyrir salt." segir Halldór. "Það er kannski þess vegna sem íbúarnir hérna hafa alltaf verið eins og gangandi orkuboltar," segir Ebenezer og fer að segja sögur af grófara taginu úr sveitinni af kvennamanni miklum frá árum áður sem átti 14 skilgetin börn með fjórum konum og mörg börn vinnukvenna í sveitinni báru svip hans. Þessar sögur eru ekki eftir hafandi hér en þær væru vissulega góð áminning til þeirra sem ætla að fara að borða þang eða önnur stinningarlyf. Innlent Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Það er sólskin og blíða þegar Jón Sigurður Eyjólfsson kemur akandi að Reykhólum. Þar búa kraftmiklir og sjálfsöruggir sveitungar enda fá þeir auka orku úr þanginu og vissuna úr völunni hans Dalla. "Dæmigerð hjón hér eru karl sem vinnur í Þörungaverksmiðjunni og kona sem vinnur á dvalarheimilinu Barmahlíð," segir Einar Örn Thorlacius, sem senn lætur af störfum sem sveitarstjóri, þegar hann er beðinn um að lýsa lífinu á Reykhólum. 26 manns vinna í Þörungaverksmiðjunni sem er stærsti atvinnurekandinn í hreppnum en svo kemur Barmahlíð þar sem 18 manns vinna. En svo eru það aðrir sem eru að bralla eitthvað á eigin spýtur eins og að framleiða áburð eða stinningarlyf úr þangi.Dalli galdrakarl og stinningarlyfiðSteinunn Lilja Ólafsdóttir og Ebenezer Jensson Þangmjölið sem síðan fer í bjór, varalit, sígarettu eða eitthvað annað vellur á kerruna fyrir aftan þau Ebenezer og Steinunni en þangað til hún fyllist segja þau sögur úr sveitinni.fréttablaðið/jón sigurður"Margir gera gys að þessu og kalla mig Kjartan galdrakarl eftir þessum í Strumpunum," segir Guðjón Dalkvist Gunnarsson eða Dalli eins og hann er kallaður. Blaðamaður kom að honum í skúrnum þar sem hann var að hræra í þangpottinum og minnti í raun nokkuð á umræddan Kjartan. Salan á áburðinum sem unninn er úr þanginu gengur vel en eflaust þekkja margir til þessa vökva sem seldur er í Blómavali og fleiri stöðum undir nafninu Glæðir. "Mest hef ég selt sjö tonn á ári en það verður þó eitthvað aðeins minna í ár. Þessi vökvi styrkir grasið en lætur það ekki spretta neitt meira en ella. Þess vegna er þetta vinsælt á golfvelli og þeir sem reka þá eru nokkrir af mínum stærstu kúnnum."En Dalli hefur áhuga á að styrkja meira en gras og gróður. "Eitt sinn þegar ég var að sjóða þangið setti ég matarsóda út í í stað sóda sem ég nota venjulega og þá var ég kominn með hið besta stinningarefni fyrir karla. Reyndar er ég ógiftur svo ég hafði ekkert með það að gera að rannsaka þetta nánar en eftir því sem ég best veit er þessi blanda eins konar Viagra. Ég ræddi við nokkra gosframleiðendur um að reyna að markaðssetja þetta sem orkudrykki en þeir voru ekki að átta sig á þessu. En kannski næ ég að stinna upp áhugann hjá þeim," segir hann og hlær. Kannski væri það við hæfi að stinningarlyf væri framleitt í sveitinni þar sem áður stóðu Tittlingastaðir og Rúnkhús. Svo ekki sé talað um Barma sem standa þar enn og eru hinir fínustu en þar er torfhús fallegt.Rýnt í framtíðinaDalli spyr völuna Guðjón Dalkvist Gunnarsson fer með þuluna og spyr svo völuna hvort veðrið verði gott í Reykjavík á morgun. Hún kvað svo mundu verða og þá er það bara að sjá hvort eitthvað vit sé í völunni sem hann er að markaðssetja.fréttablaðið/jón sigurðurEinnig hefur Dalli hafið framleiðslu á völu eins og þeirri sem forfeður okkar notuðu við völu-spá. "Þetta er í raun lítið kindabein í liðnum þar sem fótleggur og lærleggur mætast." Því næst sýnir hann blaðamanni hvernig valan er notuð. Hann rennir henni um hvirfilinn nokkra stund, hallar höfðinu aftur og setur hana milli augna sér og þylur: "Spákona, ég spyr þig! Ég skal þig með gullinu gleðja og silfrinu seðja ef þú segir mér satt. Annars skaltu í eldi brenna ef þú skrökvar að mér." Því næst spyr hann hvort veðrið verði gott í Reykjavík á laugardag, það er að segja á morgun. Þá reisir hann höfuðið svo valan fellur til jarðar og lendir með holuna upp sem þýðir já. Borgarbúar geta svo séð á morgun hvort eitthvað vit sé í völunni. Sjávarþang í bjór, varalit og sígaretturRétt úti fyrir strönd Reykhóla er Karlsey en þar stendur Þörungaverksmiðjan. Þegar blaðamann bar að voru Ebenezer Jensson og Steinunn Lilja Ólafsdóttir að skipa út þangmjöli. "Þetta er notað alveg í ólíklegustu hluti," segir Ebenezer. "Mér er minnisstætt þegar hingað komu hjón og konan kvartaði mikið undan lyktinni sem er af þessu en þá svaraði karlinn: "Þú lætur ekki svona þegar þú ert að maka þessu framan í þig." En það vill svo til að mjölið er notað í varalit og alls konar snyrtiduft sem konurnar setja framan í sig. Einnig er það komið í lög í Bandaríkjunum að sígarettur verða að hafa efni sem meðal annars er unnið úr þessu mjöli og gerir það að verkum að hún verður sjálfslökkvandi." Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri bætir við að mjölið sé notað í efni sem er sett í bjór til að hann freyði meira. Mest er þó mjölið notað í fæðubótarefni og áburð. "Ég borða einnig þurrkað og malað klóþang líkt og aðrir hér. Ég set þetta út á mat í staðinn fyrir salt." segir Halldór. "Það er kannski þess vegna sem íbúarnir hérna hafa alltaf verið eins og gangandi orkuboltar," segir Ebenezer og fer að segja sögur af grófara taginu úr sveitinni af kvennamanni miklum frá árum áður sem átti 14 skilgetin börn með fjórum konum og mörg börn vinnukvenna í sveitinni báru svip hans. Þessar sögur eru ekki eftir hafandi hér en þær væru vissulega góð áminning til þeirra sem ætla að fara að borða þang eða önnur stinningarlyf.
Innlent Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira