Ellefu tegundir ánamaðka 28. júlí 2006 07:00 ÁNAMAÐKUR Ellefu tegundir ánamaðka lifa á Íslandi en til samanburðar má geta þess að nokkrir tugir finnast annars staðar á Norðurlöndunum. Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Þetta er fyrsta skiptið sem ráðstefna af þessu tagi er haldin á Íslandi en þar koma saman vísindamenn frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi og Rússlandi og kynna rannsóknarniðurstöður sínar. "Einn vísindamannanna var á ferð á Íslandi í haust og komst þá að því að tegundir mordýra, sem eru smádýr í jarðvegi, eru fleiri en áður hafði verið talið á Íslandi." Þá verður á ráðstefnunni fjallað um hringrásina í jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarðvegsdýra og áhrif mannlegra aðgerða á jarðvegsdýralífið. Bjarni segir jarðveg á Íslandi vera sérstakan því þetta sé eldfjallajörð og því kunni að finnast hér dýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Bjarni segir að vegna legu landsins sé dýralíf í jarðvegi hér fábreyttara en í öðrum löndum. "Sem dæmi má nefna að hér finnast aðeins ellefu tegundir af ánamöðkum en annars staðar á Norðurlöndunum eru þær nokkrir tugir. Köngulóartegundir eru tæplega eitt hundrað hér á landi en flestar þeirra eru litlar." Bjarni segir ýmislegt geta haft áhrif á dýralíf í jarðvegi og nefnir sem dæmi túnrækt, sinubruna, virkjanaframkvæmdir, geislun og mengunarslys ýmiss konar. "Flest smádýr lifa í efstu fimm sentimetrum jarðvegs og því er margt sem getur haft áhrif á þau. Ég hef verið að rannsaka áhrif túnræktunar á smádýr og þar kemur í ljós að í túnrækt fækkar tegundum dýra í jarðvegi en hefur jafnframt þau áhrif að innan sumra dýrategunda verður veruleg fjölgun." Innlent Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Þetta er fyrsta skiptið sem ráðstefna af þessu tagi er haldin á Íslandi en þar koma saman vísindamenn frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi og Rússlandi og kynna rannsóknarniðurstöður sínar. "Einn vísindamannanna var á ferð á Íslandi í haust og komst þá að því að tegundir mordýra, sem eru smádýr í jarðvegi, eru fleiri en áður hafði verið talið á Íslandi." Þá verður á ráðstefnunni fjallað um hringrásina í jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarðvegsdýra og áhrif mannlegra aðgerða á jarðvegsdýralífið. Bjarni segir jarðveg á Íslandi vera sérstakan því þetta sé eldfjallajörð og því kunni að finnast hér dýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Bjarni segir að vegna legu landsins sé dýralíf í jarðvegi hér fábreyttara en í öðrum löndum. "Sem dæmi má nefna að hér finnast aðeins ellefu tegundir af ánamöðkum en annars staðar á Norðurlöndunum eru þær nokkrir tugir. Köngulóartegundir eru tæplega eitt hundrað hér á landi en flestar þeirra eru litlar." Bjarni segir ýmislegt geta haft áhrif á dýralíf í jarðvegi og nefnir sem dæmi túnrækt, sinubruna, virkjanaframkvæmdir, geislun og mengunarslys ýmiss konar. "Flest smádýr lifa í efstu fimm sentimetrum jarðvegs og því er margt sem getur haft áhrif á þau. Ég hef verið að rannsaka áhrif túnræktunar á smádýr og þar kemur í ljós að í túnrækt fækkar tegundum dýra í jarðvegi en hefur jafnframt þau áhrif að innan sumra dýrategunda verður veruleg fjölgun."
Innlent Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira