Orð og efndir Ágúst Ólafur ágústsson skrifar 19. september 2006 05:15 Undanfarið hafa þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson ljáð máls á mikilvægi þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Ég fagna þessum nýja liðsauka í umræðunni um lægra verð á matvöru, en viðurkenni að sinnaskipti þingmannanna koma furðulega fyrir sjónir. Í upphafi þessa kjörtímabils lagði Samfylkingin fram frumvarp um helmingslækkun á matarskatti. Svo vildi til að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað því nákvæmlega sama í kosningabaráttunni. En þegar kom að efndum kosningaloforðanna greiddi allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu, einnig Guðlaugur Þór og Birgir. Þá var ekki liðið hálft ár frá kosningum en það virtist nægilega langur tími til þess að loforð kosningabaráttunnar væru gleymd. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til frumvarps Samfylkingarinnar um helmingslækkun á matarskattinum birtist m.a. í DV 8. október 2003. Einar K. Guðfinnsson, þá þingflokksformaður, sagðist ekki vilja styðja frumvarpið því hann vildi lækka matarskattinn á eigin forsendum eins og hann orðaði það. Ég veit ekki hvernig túlka á þessi orð, því forsendur Sjálfstæðisflokks í þessu máli voru þær sömu og Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Hvort að eigin forsendur merki að ekki þurfi að standa við gefin loforð er erfitt að segja. Loforð beggja flokkanna lutu að því að lækka matarskatt úr 14% í 7%. Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna að þessu máli en það yrði ekki í anda frumvarps Samfylkingarinnar. Aftur nokkuð sérstök afstaða í ljósi loforðs hans eigin flokks. Birgir Ármannsson treysti sér ekki heldur að styðja sitt eigið kosningaloforð og vildi frekar bíða og sjá skattapakka ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils og þingmenn hafa fengið fleiri tækifæri til að kjósa með lækkun matarskattsins en aldrei stutt málið. Kannski þarf kosningabaráttu til að sjálfstæðismenn fari að taka upp fyrri stefnu og loforð. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson ljáð máls á mikilvægi þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Ég fagna þessum nýja liðsauka í umræðunni um lægra verð á matvöru, en viðurkenni að sinnaskipti þingmannanna koma furðulega fyrir sjónir. Í upphafi þessa kjörtímabils lagði Samfylkingin fram frumvarp um helmingslækkun á matarskatti. Svo vildi til að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað því nákvæmlega sama í kosningabaráttunni. En þegar kom að efndum kosningaloforðanna greiddi allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu, einnig Guðlaugur Þór og Birgir. Þá var ekki liðið hálft ár frá kosningum en það virtist nægilega langur tími til þess að loforð kosningabaráttunnar væru gleymd. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til frumvarps Samfylkingarinnar um helmingslækkun á matarskattinum birtist m.a. í DV 8. október 2003. Einar K. Guðfinnsson, þá þingflokksformaður, sagðist ekki vilja styðja frumvarpið því hann vildi lækka matarskattinn á eigin forsendum eins og hann orðaði það. Ég veit ekki hvernig túlka á þessi orð, því forsendur Sjálfstæðisflokks í þessu máli voru þær sömu og Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Hvort að eigin forsendur merki að ekki þurfi að standa við gefin loforð er erfitt að segja. Loforð beggja flokkanna lutu að því að lækka matarskatt úr 14% í 7%. Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna að þessu máli en það yrði ekki í anda frumvarps Samfylkingarinnar. Aftur nokkuð sérstök afstaða í ljósi loforðs hans eigin flokks. Birgir Ármannsson treysti sér ekki heldur að styðja sitt eigið kosningaloforð og vildi frekar bíða og sjá skattapakka ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils og þingmenn hafa fengið fleiri tækifæri til að kjósa með lækkun matarskattsins en aldrei stutt málið. Kannski þarf kosningabaráttu til að sjálfstæðismenn fari að taka upp fyrri stefnu og loforð. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun