Einföld ferli og skýr markmið 25. október 2006 00:01 Actavis á Indlandi. Í þessu húsi eru rannsóknarstofur Actavis í Bangalore á Indlandi. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi. Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins," segir hún. Samkvæmt stjórnunarfræðunum eru fimm meginástæður fyrir því að sameiningar mistakast: Óskýr markmið í upphafi, vanmat á mikilvægi þess að samþætta ákveðna þætti strax og yfirtakan á sér stað, slök samvinna stjórnenda, bæði innan fyrirtækisins sem og við það fyrirtæki sem verið er að yfirtaka, og síðast en ekki síst vanmat stjórnenda á því að fylgja samþættingunni skipulega eftir. Kjarninn í hugmyndafræði Actavis þegar kemur að samþættingu er að setja skýr markmið og einfaldleika í forgang. "Við viljum vita nákvæmlega hvað við fáum út úr sameiningunni áður en félag er keypt, bæði þegar kemur að krónum og aðgerðum. Við greinum líka að hve miklu leyti þarf að samþætta þetta ákveðna fyrirtæki starfsemi móðurfélagsins. Við samþættum ekki samþættingarinnar vegna, heldur bara á þeim sviðum sem skila okkur auknum tekjum eða meiri sparnaði." Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis "Skilvirkar aðferðir við samþættingu hafa því geysimikil áhrif á ytri vaxtarmöguleika fyrirtækisins." Markmiðin með yfirtökunni eru sett áður en kaupin fara fram. Þau eru skýr þannig að auðvelt sé að fylgja því eftir að markmiðin náist innan þeirra tímamarka sem við setjum okkur. Við fylgjum síðan aðgerðaráætlunum viku fyrir viku meðan á samþættingarferlinu stendur. Þá kemur að því að framfylgja boðorði númer tvö ¿ einfaldleikanum. "Við reynum að lágmarka þá breytingu sem verður á móðurfélaginu og yfirtekna félaginu, því allar slíkar breytingar hægja á gangi félagsins. Við leggjum jafnframt mikið kapp á að missa ekki góða stjórnendur frá yfirteknu fyrirtækjunum til að sem minnst truflun verði á starfsemi þeirra. Við leggjum því mikla vinnu í greiningu á stjórnendum fyrirtækjanna við gerð áreiðanleikakannana þegar yfirtaka stendur fyrir dyrum. Í þriðja lagi reynum við að einfalda alla ferla og skipurit innan fyrirtækjanna til þess að hlutverk og ábyrgð séu skýr frá upphafi." Þessu til viðbótar er umbun þeirra sem tengjast samrunanum háð því hversu vel tekst til. Samrunar og yfirtökur eru orðin hluti af daglegum veruleika starfsfólks Actavis og því skyldi engan undra að félagið hafi svo skýra samþættingarstefnu. Til merkis um það má nefna að félagið yfirtók átta félög á síðasta ári og hefur yfirtekið meira en 20 félög á síðustu árum. Actavis telst nú meðal fimm leiðandi samheitalyfjafyrirtækja heims með um tíu þúsund starfsmenn í meira en þrjátíu löndum.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira