Ljúga stjórnvöld? 2. nóvember 2006 05:00 Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun