Ríkið tekur yfir prentsmiðju 5. nóvember 2006 05:00 Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun