Sagan í sjónvarpi 20. nóvember 2006 05:00 llugi Gunnarsson er menningarsinni eins og gömlum róttæklingi sæmir. Honum er annt um hlutverk Ríkisútvarpsins og líka um sögu landsins (Fréttablaðið, 5. nóv.). Hann vill sjá heimildamyndir um þessa sögu í Ríkisútvarpinu. Heyr, heyr! Hann er velkominn í hóp áhugamanna um þessi mál. Við þurfum þó ekki að stofna ný stjórnmálasamtök um þennan áhuga því hann sker á öll flokksbönd og á hljómgrunn víða þó að minna verði úr framkvæmdum. Illugi vill að RÚV búi til þáttaröð um sögu landsins frá upphafi til þessa dags. Það er svolítið Hriflu-Jónasar bragð af þessari hugmynd en það er hægt að finna sögunni og RÚV fleiri hlutverk og aðra farvegi.Enginn skortur á hugmyndumÞorsteinn HelgasonKvikmyndagerðarmenn hafa áhuga á sögu lands og heims og sagnfræðingar hafa áhuga á sjónvarpi. RÚV þarf ekki annað en að segja: Komið með hugmyndirnar og þá skulum við kaupa þær á því verði að þið getið vandað til verka.Til að sanna mál okkar getum við minnt á heimildamyndir sem hafa verið sýndar í sjónvarpi að frumkvæði kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og fjalla um sögu sjávarútvegsins, Tyrkjaránið og Ameríkusiglingu Leifs heppna og félaga svo að fáein dæmi séu nefnd. Við getum líka talið nokkur verk sem eru ýmist í burðarliðnum eða á óskalista hjá kvikmyndagerðarmönnum um þessar mundir. Þar eru myndir um árásina á Goðafoss á stríðsárunum, um forsætisráðherra lýðveldisins og um sögu og tilvist jólasveinanna (hér og erlendis), um „dönsk spor“ á Íslandi, um Svein Bergsveinsson sem eyddi ævinni bæði í Hitlers-Þýskalandi og Austur-Þýskalandi, um ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur og um einstakar ættir og ættfræðiáhuga Íslendinga.Þetta eru nokkrar hugmyndir kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og það er í anda gamallar sjálfstæðisstefnu jafnt sem frjálslyndrar jafnaðarstefnu að skapa hugviti einstaklinganna frjóan jarðveg og að vökva grasrótina.ÁtaksverkefniRÚV hefur stöku sinnum ýtt af stað röð heimildamynda og boðið sjálfstæðu fagfólki þátttöku. Þannig var listasaga lýðveldisins tekin fyrir í þemum – bókmenntir, myndlist, tónlist, kvikmyndalist – og verkinu skipt milli kvikmyndafyrirtækja með fagkunnáttu og reynslu. Þegar Sveinn Einarsson var dagskrárstjóri fyrir um fimmtán árum hleypti hann af stað röð sem hann kenndi við aldamótamenn og vísindamenn, kallaði sjálfstæða fagmenn til verksins og nokkrir þættir litu dagsins ljós meðan Sveinn sat við stjórnvölinn.Nokkur dæmi mætti nefna í viðbót. Þetta er ekki slæm leið, hún vekur athygli og gefur tilefni til tenginga og samanburðar. Hugsanlega er auðveldara að fá fjársterka til að veita slíkum röðum stuðning. Slíkar myndaraðir eiga ekki að vera of langar og þær þurfa að vera ólíkar því sagan hefur mörg andlit.Allt frá landnámi til okkar daga?Megintillaga Illuga er að RÚV búi til heimildamyndaröð „um sögu landsins frá landnámi og fram á okkar daga“. Þetta hafi BBC gert með því að fá sagnfræðinginn Simon Schama til verksins og þættir hans hafi orðið vinsælir. Það er alveg rétt en þar er fyrst að telja að Simon Schama var orðinn geysivinsæll og jafnframt vandaður sagnfræðingur með bókum sínum áður en hann gekk til liðs við BBC. Söguskoðun hans hafði ekki bara „eitthvað að segja um efnistök“, eins og Illugi orðar þarð, heldur mikið að segja, næstum allt. Við heyrðum hann lýsa því á ráðstefnu „sögugerðarmanna“ (history producers) í Boston 2001 að hann hefði sett það sem skilyrði að þættirnir yrðu hans verk og að hann hefði íhlutunarrétt um alla gerðina, stórt og smátt, tónlistina líka.Þáttaröðin heitir því ekki History of Britain heldur A History of Britain, þ.e. ein af mögulegum sögugerðum, í þessu tilviki sögugerð Simons Schama. Eigum við einhvern Simon Schama hér á landi? Við höfum átt spretti í þessa átt. Við eignuðumst einu sinni sjónvarpssyrpu um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn þar sem Björn Th. Björnsson leiddi okkur um gömlu höfuðborgina okkar. Þetta voru persónulega litaðir þættir sem glöddu augu og eyru okkar. En þetta var ekki yfirlit allrar Íslandssögunnar heldur valið snið í tíma og rúmi. Þannig er Bretasaga Schama raunar líka þó að hann dreifi vali sínu á margar aldir.Sagan hefur nefnilega marga svipi sem ráðast af sögugerðarmanninum, tíðarandanum, heimildastöðunni og ótal þáttum öðrum. Þetta er það sem er heillandi og því ætti að gefa mörgum tækifæri til að þróa sýn og tök sín að eigin vali með fagmennsku og vönduð vinnubrögð sem einu skilyrðin. Sýnum alla flóru sögunnar – sögu einstaklinga, þekktra og óþekktra, karla og kvenna, fjölskyldna og einfara, atvinnuhátta og alþjóðatengsla, langsnið og þversnið sögunnar, sannleiksleit og lygimál. Íslandssaga Hriflu-Jónasar var vel sögð en hún var varasöm meðan hún var eina söguskoðunin sem haldið var að nemendum. Endurtökum ekki þann leik í sjónvarpinu. Höfundar hafa búið til sögulegt efni fyrir sjónvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
llugi Gunnarsson er menningarsinni eins og gömlum róttæklingi sæmir. Honum er annt um hlutverk Ríkisútvarpsins og líka um sögu landsins (Fréttablaðið, 5. nóv.). Hann vill sjá heimildamyndir um þessa sögu í Ríkisútvarpinu. Heyr, heyr! Hann er velkominn í hóp áhugamanna um þessi mál. Við þurfum þó ekki að stofna ný stjórnmálasamtök um þennan áhuga því hann sker á öll flokksbönd og á hljómgrunn víða þó að minna verði úr framkvæmdum. Illugi vill að RÚV búi til þáttaröð um sögu landsins frá upphafi til þessa dags. Það er svolítið Hriflu-Jónasar bragð af þessari hugmynd en það er hægt að finna sögunni og RÚV fleiri hlutverk og aðra farvegi.Enginn skortur á hugmyndumÞorsteinn HelgasonKvikmyndagerðarmenn hafa áhuga á sögu lands og heims og sagnfræðingar hafa áhuga á sjónvarpi. RÚV þarf ekki annað en að segja: Komið með hugmyndirnar og þá skulum við kaupa þær á því verði að þið getið vandað til verka.Til að sanna mál okkar getum við minnt á heimildamyndir sem hafa verið sýndar í sjónvarpi að frumkvæði kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og fjalla um sögu sjávarútvegsins, Tyrkjaránið og Ameríkusiglingu Leifs heppna og félaga svo að fáein dæmi séu nefnd. Við getum líka talið nokkur verk sem eru ýmist í burðarliðnum eða á óskalista hjá kvikmyndagerðarmönnum um þessar mundir. Þar eru myndir um árásina á Goðafoss á stríðsárunum, um forsætisráðherra lýðveldisins og um sögu og tilvist jólasveinanna (hér og erlendis), um „dönsk spor“ á Íslandi, um Svein Bergsveinsson sem eyddi ævinni bæði í Hitlers-Þýskalandi og Austur-Þýskalandi, um ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur og um einstakar ættir og ættfræðiáhuga Íslendinga.Þetta eru nokkrar hugmyndir kvikmyndagerðarmannanna sjálfra og það er í anda gamallar sjálfstæðisstefnu jafnt sem frjálslyndrar jafnaðarstefnu að skapa hugviti einstaklinganna frjóan jarðveg og að vökva grasrótina.ÁtaksverkefniRÚV hefur stöku sinnum ýtt af stað röð heimildamynda og boðið sjálfstæðu fagfólki þátttöku. Þannig var listasaga lýðveldisins tekin fyrir í þemum – bókmenntir, myndlist, tónlist, kvikmyndalist – og verkinu skipt milli kvikmyndafyrirtækja með fagkunnáttu og reynslu. Þegar Sveinn Einarsson var dagskrárstjóri fyrir um fimmtán árum hleypti hann af stað röð sem hann kenndi við aldamótamenn og vísindamenn, kallaði sjálfstæða fagmenn til verksins og nokkrir þættir litu dagsins ljós meðan Sveinn sat við stjórnvölinn.Nokkur dæmi mætti nefna í viðbót. Þetta er ekki slæm leið, hún vekur athygli og gefur tilefni til tenginga og samanburðar. Hugsanlega er auðveldara að fá fjársterka til að veita slíkum röðum stuðning. Slíkar myndaraðir eiga ekki að vera of langar og þær þurfa að vera ólíkar því sagan hefur mörg andlit.Allt frá landnámi til okkar daga?Megintillaga Illuga er að RÚV búi til heimildamyndaröð „um sögu landsins frá landnámi og fram á okkar daga“. Þetta hafi BBC gert með því að fá sagnfræðinginn Simon Schama til verksins og þættir hans hafi orðið vinsælir. Það er alveg rétt en þar er fyrst að telja að Simon Schama var orðinn geysivinsæll og jafnframt vandaður sagnfræðingur með bókum sínum áður en hann gekk til liðs við BBC. Söguskoðun hans hafði ekki bara „eitthvað að segja um efnistök“, eins og Illugi orðar þarð, heldur mikið að segja, næstum allt. Við heyrðum hann lýsa því á ráðstefnu „sögugerðarmanna“ (history producers) í Boston 2001 að hann hefði sett það sem skilyrði að þættirnir yrðu hans verk og að hann hefði íhlutunarrétt um alla gerðina, stórt og smátt, tónlistina líka.Þáttaröðin heitir því ekki History of Britain heldur A History of Britain, þ.e. ein af mögulegum sögugerðum, í þessu tilviki sögugerð Simons Schama. Eigum við einhvern Simon Schama hér á landi? Við höfum átt spretti í þessa átt. Við eignuðumst einu sinni sjónvarpssyrpu um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn þar sem Björn Th. Björnsson leiddi okkur um gömlu höfuðborgina okkar. Þetta voru persónulega litaðir þættir sem glöddu augu og eyru okkar. En þetta var ekki yfirlit allrar Íslandssögunnar heldur valið snið í tíma og rúmi. Þannig er Bretasaga Schama raunar líka þó að hann dreifi vali sínu á margar aldir.Sagan hefur nefnilega marga svipi sem ráðast af sögugerðarmanninum, tíðarandanum, heimildastöðunni og ótal þáttum öðrum. Þetta er það sem er heillandi og því ætti að gefa mörgum tækifæri til að þróa sýn og tök sín að eigin vali með fagmennsku og vönduð vinnubrögð sem einu skilyrðin. Sýnum alla flóru sögunnar – sögu einstaklinga, þekktra og óþekktra, karla og kvenna, fjölskyldna og einfara, atvinnuhátta og alþjóðatengsla, langsnið og þversnið sögunnar, sannleiksleit og lygimál. Íslandssaga Hriflu-Jónasar var vel sögð en hún var varasöm meðan hún var eina söguskoðunin sem haldið var að nemendum. Endurtökum ekki þann leik í sjónvarpinu. Höfundar hafa búið til sögulegt efni fyrir sjónvarp.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun