Íslenska klíkuhefðin 22. nóvember 2006 00:01 Ég var spurður að því síðast núna um helgina hvort Ísland væri ekki staður þar sem allir þekktu alla. Flestir íslendingar þekkja þessa spurningu enda fámennið oftar en ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar á Ísland er minnst. Sá sem spurði hefði raunar líklega þekkst á götu á Íslandi fyrr á árum því hann hafði atvinnu af því að leika grunsamlega menn í þáttunum um lögreglumanninn Derrick. Spurningar hans minntu mig á nokkuð sem ég hef tekið eftir í áranna rás. ugmyndinni um þjóðfélag sem er svo lítið að menn fara tæpast úr húsi án þess að rekast á kunningja sína fylgja oft ályktanir um kosti fámennis. Þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum spyrja til dæmis oft um það hvort pólitísk úrlausnarefni séu ekki útkljáð á Íslandi með beinni og virkri þátttöku almennings og hvort fámenninu fylgi ekki mikið gagnsæi, nálægð, jafnræði, jafnrétti, jöfnuður og fleiri nytsamlegir hlutir. Flestum kemur því á óvart að heyra að Ísland er eitt örfárra landa í Evrópu sem aldrei notar þjóðaratkvæðagreiðslur til að leiða til lykta mikilsverð álitamál. Ég hef aldrei sagt útlendingi þetta án þess að hann lýsi mikilli furðu á þessu og líklega yrði undrunin meiri ef sagt væri frá dæmum um feimni manna við að láta þjóðina ráða. Og ekki kemur síður á óvart að Ísland er eitt fárra landa í okkar heimshluta þar sem fjárreiður stjórnmálaflokka eru leyndarmál. Þá undrast flestir að heyra að Ísland sé það ríki Vesturlanda þar sem ójöfnuður í tekjum hefur vaxið hraðast á síðustu árum og svo hratt að tæpast er að finna hliðstæður í nýlegri vestrænni sögu. Undrunin verður enn meiri þegar því er bætt við að þetta er ekki aðeins afleiðing hnattvæðingar og útrásar fyrirtækja, heldur ekki síður vegna meðvitaðrar stefnu almannavalds í skatta og velferðarmálum. Það er hins vegar annað sem kæmi líklega enn meira á óvart ef hirt væri um að nefna það en það gerir maður sjaldnast. Einhverra hluta vegna hafa íslensk stjórnmál alltaf snúist meira um klíkur en málefni. Okkur virðist svo tamt að mynda klíkur og hugsa í klíkum að þær verða að teljast ráðandi skipulagseiningar í íslensku samfélagi. Einn kækur sem þessu fylgir er að búa til andstæðinga úr fólki sem kann að hafa aðra skoðun eða aðra hagsmuni og helst skapa tortryggni í þess garð. Þetta sést í smáu og stóru. Stjórnmálamenn virðast stundum í sameiningu mynda eina samtryggða yfirklíku úr öllum litlu klíkunum sínum. Innan stjórnmálaflokka mynda alls kyns klíkur, sumar langlífar, aðrar stundlegri, hið eiginlega skipulag. Þetta sést í viðskiptaheiminum þar sem klíkumyndun hefur ekki horfið þótt nú séu farnar gömlu klíkurnar sem í skjóli tveggja stjórnmálaflokka fengu að hagnast á fákeppni og einokun áratugum saman. Þetta sést líka í margvíslegum heimum íslenskrar menningar. Ekki veit ég af hverju þetta er en með ákveðnum hætti tengist þetta þó þeirri ótrúlegu fimi sem Íslendingum er í blóð borin við að víkja sér framhjá kjarna hvers máls. Við ættum góðan sjens í gullið á Evrópumóti ef í þessu væri keppt. Eitt dæmið um þetta eru nýafstaðin prófkjör. Hugmyndin um prófkjör er afskaplega góð og við trúðum því mörg fyrir löngu síðan að þau gætu brotið upp klíkuveldið í íslenskum stjórnmálum og gefið lýðræðinu þrótt. Auðvitað virka þau stundum, ágætt fólk er oft valið vegna hæfileika sinna og dugnaðar. En almennt eru þetta átök um eitthvað allt annað en efnisatriði málsins. Úti á landi virðist mestu skipta í hvaða þorpi eða sveit frambjóðandi er búsettur. Í þéttbýlinu getur aðild að samstillum áhugamannahópum um eitthvað allt annað en stjórnmál skipt meira máli en pólitískar skoðanir, gáfur eða atgervi. Eitt það sérstakasta við íslensku þjóðina er hvað allir eru líkir. Í Englandi heyrist annar talandi jafnskjótt og farið er yfir á, í Frakklandi á hver dalur sinn ost og sitt vín og mörg önnur samfélög álfunnar eru eins og samsetningar úr ólíkustu hópum manna. Þar þættu hins vegar margar af þeim víglínum sem myndast í íslenskum prófkjörum lítið meira viðkomandi kjarna málsins en skónúmer frambjóðandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Ég var spurður að því síðast núna um helgina hvort Ísland væri ekki staður þar sem allir þekktu alla. Flestir íslendingar þekkja þessa spurningu enda fámennið oftar en ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar á Ísland er minnst. Sá sem spurði hefði raunar líklega þekkst á götu á Íslandi fyrr á árum því hann hafði atvinnu af því að leika grunsamlega menn í þáttunum um lögreglumanninn Derrick. Spurningar hans minntu mig á nokkuð sem ég hef tekið eftir í áranna rás. ugmyndinni um þjóðfélag sem er svo lítið að menn fara tæpast úr húsi án þess að rekast á kunningja sína fylgja oft ályktanir um kosti fámennis. Þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum spyrja til dæmis oft um það hvort pólitísk úrlausnarefni séu ekki útkljáð á Íslandi með beinni og virkri þátttöku almennings og hvort fámenninu fylgi ekki mikið gagnsæi, nálægð, jafnræði, jafnrétti, jöfnuður og fleiri nytsamlegir hlutir. Flestum kemur því á óvart að heyra að Ísland er eitt örfárra landa í Evrópu sem aldrei notar þjóðaratkvæðagreiðslur til að leiða til lykta mikilsverð álitamál. Ég hef aldrei sagt útlendingi þetta án þess að hann lýsi mikilli furðu á þessu og líklega yrði undrunin meiri ef sagt væri frá dæmum um feimni manna við að láta þjóðina ráða. Og ekki kemur síður á óvart að Ísland er eitt fárra landa í okkar heimshluta þar sem fjárreiður stjórnmálaflokka eru leyndarmál. Þá undrast flestir að heyra að Ísland sé það ríki Vesturlanda þar sem ójöfnuður í tekjum hefur vaxið hraðast á síðustu árum og svo hratt að tæpast er að finna hliðstæður í nýlegri vestrænni sögu. Undrunin verður enn meiri þegar því er bætt við að þetta er ekki aðeins afleiðing hnattvæðingar og útrásar fyrirtækja, heldur ekki síður vegna meðvitaðrar stefnu almannavalds í skatta og velferðarmálum. Það er hins vegar annað sem kæmi líklega enn meira á óvart ef hirt væri um að nefna það en það gerir maður sjaldnast. Einhverra hluta vegna hafa íslensk stjórnmál alltaf snúist meira um klíkur en málefni. Okkur virðist svo tamt að mynda klíkur og hugsa í klíkum að þær verða að teljast ráðandi skipulagseiningar í íslensku samfélagi. Einn kækur sem þessu fylgir er að búa til andstæðinga úr fólki sem kann að hafa aðra skoðun eða aðra hagsmuni og helst skapa tortryggni í þess garð. Þetta sést í smáu og stóru. Stjórnmálamenn virðast stundum í sameiningu mynda eina samtryggða yfirklíku úr öllum litlu klíkunum sínum. Innan stjórnmálaflokka mynda alls kyns klíkur, sumar langlífar, aðrar stundlegri, hið eiginlega skipulag. Þetta sést í viðskiptaheiminum þar sem klíkumyndun hefur ekki horfið þótt nú séu farnar gömlu klíkurnar sem í skjóli tveggja stjórnmálaflokka fengu að hagnast á fákeppni og einokun áratugum saman. Þetta sést líka í margvíslegum heimum íslenskrar menningar. Ekki veit ég af hverju þetta er en með ákveðnum hætti tengist þetta þó þeirri ótrúlegu fimi sem Íslendingum er í blóð borin við að víkja sér framhjá kjarna hvers máls. Við ættum góðan sjens í gullið á Evrópumóti ef í þessu væri keppt. Eitt dæmið um þetta eru nýafstaðin prófkjör. Hugmyndin um prófkjör er afskaplega góð og við trúðum því mörg fyrir löngu síðan að þau gætu brotið upp klíkuveldið í íslenskum stjórnmálum og gefið lýðræðinu þrótt. Auðvitað virka þau stundum, ágætt fólk er oft valið vegna hæfileika sinna og dugnaðar. En almennt eru þetta átök um eitthvað allt annað en efnisatriði málsins. Úti á landi virðist mestu skipta í hvaða þorpi eða sveit frambjóðandi er búsettur. Í þéttbýlinu getur aðild að samstillum áhugamannahópum um eitthvað allt annað en stjórnmál skipt meira máli en pólitískar skoðanir, gáfur eða atgervi. Eitt það sérstakasta við íslensku þjóðina er hvað allir eru líkir. Í Englandi heyrist annar talandi jafnskjótt og farið er yfir á, í Frakklandi á hver dalur sinn ost og sitt vín og mörg önnur samfélög álfunnar eru eins og samsetningar úr ólíkustu hópum manna. Þar þættu hins vegar margar af þeim víglínum sem myndast í íslenskum prófkjörum lítið meira viðkomandi kjarna málsins en skónúmer frambjóðandans.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun