Reynir, skólar og kristniboð 24. nóvember 2006 05:45 Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun