Forstjóri Dressmann klæðist bara Batistini 29. nóvember 2006 00:01 Leiv Martinsen, forstjóri Dressmann Þegar Leiv kom hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður komst hann að raun um að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Árið síðar opnaði Dressmann á Íslandi. „Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína. Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína.
Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira