Afríka land andstæðnanna 13. desember 2006 05:00 Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun