Forsendur Hydro 13. desember 2006 05:00 Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ástæður þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu árið 2002 Frá því að við opnuðum skrifstofu okkar í Reykjavík í haust hef ég orðið var við að enn eru uppi ranghugmyndir um ástæður þess að Hydro dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Reyðarfirði árið 2002. Helsti misskilningurinn er kannski sá að Hydro hafi verið mótfallið virkjuninni við Kárahnjúka sem Landsvirkjun ætlaði að reisa og Hydro hafi hafnað þátttöku í verkefninu vegna mögulegrar neikvæðrar umræðu um raforkuverið. Þetta er rangt. Hydro hefur frá 1999 verið með í Dow Jones Sustainability Index á hlutabréfamarkaðnum í New York sem árlega metur hvaða fyrirtæki eru í fremstu röð á sviði „sjálfbærrar þróunar“. Árið 2006 varð Hydro í efsta sæti í öllum flokkum áliðnaðar. Það er meðal annars því að þakka að í öllum verkefnum sem Hydro tekur þátt í aflar fyrirtækið sér utanaðkomandi faglegrar sérþekkingar, bæði til þess að meta umhverfisáhrif og hvort hægt er að ábyrgjast alla þætti hvers verkefnis í ljósi þess sem kallað er sjálfbær þróun. Þegar álver er byggt nær þetta mat þar af leiðandi bæði til verksmiðjunnar sjálfrar sem og tilheyrandi virkjunarframkvæmda. Þannig var einnig staðið að málum í Reyðarálsverkefninu. Þar nýttum við okkur þjónustu alþjóðlega viðurkennds sérfræðings með víðtæka reynslu af alþjóðlegum verkefnum, sem sum hver höfðu verið mjög umdeild. Í ljósi ráðlegginga þessa sérfræðings hvatti Hydro á sínum tíma til þess að aðallón orkuversins yrði flutt frá Eyjabökkum að Kárahnjúkum vegna hins mikla umhverfisgildis Eyjabakkanna. Það var hins vegar niðurstaða okkar, eftir að hafa vegið og metið fyrirliggjandi gögn, þ.á m. hið ítarlega umhverfismat sem íslenskir sérfræðingar unnu, að virkjunin sem nú er verið að reisa með miðlunarlóni við Kárahnjúka væri ásættanlegur kostur. Helsta ástæða þess að Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverkefninu var sú að fyrirtækið stóð á þeim tíma andspænis tveimur umfangsmiklum fjárfestingarverkefnum á sviði áliðnaðar og hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að framkvæma þau samtímis. Hydro tók þá ákvörðun að kaupa þýska fyrirtækið VAW sem meðal annars færði Hydro aukna framleiðslugetu í álvinnslu í Þýskalandi, Ástralíu og Kanada, auk fjölbreyttra úrvinnslufyrirtækja á áli. Þetta leiddi til þess að Hydro ákvað að fresta framkvæmd Reyðarálsverkefnisins. Við urðum hins vegar að sætta okkur við að íslensk yfirvöld voru ekki samþykk þeirri frestun. Verkefnið var selt Alcoa, sem í samstarfi við Landsvirkjun, er nú um það bil að ljúka framkvæmdum við álversverkefnið á Austurlandi, nokkurn veginn á sama tíma og upphaflegar áætlanir Hydro gerðu ráð fyrir.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun