Svo skal böl bæta 16. desember 2006 06:00 Þrátt fyrir nokkuð langlundargeð mótað af margra ára umræðuhefð íslenskra stjórnmála er stundum ómögulegt annað en að fyllast depurð yfir þeim aðferðum sem of oft er boðið upp á í pólitískri orðræðu hér á landi. Slík stund rann upp í vikunni þegar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, mætti í sjónvarpssal til þess að ræða ráðningar ýmissa trúnaðarmanna Framsóknarflokksins í hin og þessi sérverkefni fyrir borgina á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að flokkurinn myndaði nýjan meirihluta í borgarstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í stað þess að færa rök fyrir þeim ráðstöfunum, sem þó svo sannarlega voru tilefni komu hans í sjónvarpsþáttinn, kaus Björn Ingi að beina spjótum sínum að Helga Seljan, umsjónarmanni þáttarins, og vekja athygli á því að ráðning hans til Ríkissjónvarpsins væri ef til vill ekki eðlileg, áður en hann sneri sér að andstæðingi sínum í umræðunni, Degi B. Eggertssyni, talsmanni minnihlutans í borgarstjórn, og lét að því liggja að hann hefði fengið vinnu við stundakennslu í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefði, í fyrra starfi sínu sem formaður skipulagsráðs borgarinnar, séð til þess að skólinn fengi góða lóð. Það er ekkert undarlegt að maður verður nánast kjaftstopp þegar gripið er til svona málflutnings. Hvenær ætla menn að læra að ein vitleysan verður ekki afsökuð með annarri? Og að því sögðu er ekki ætlunin að fella dóma um hvort nokkur vitleysa hafi verið á ferðinni yfirhöfuð. Viðbrögð Björn Inga benda hins vegar eindregið til þess að hann hafi eitthvað á samviskunni. Birni Inga var í lófa lagið að útskýra hvernig stendur á því að hver trúnaðarmaður Framsóknarflokksins á fætur öðrum er kominn á launaskrá hjá borginni. Ef fyrir því eru gildar og góðar ástæður þurfti Björn Ingi ekki að vera feiminn við að leggja þau spil á borðið í stað þess að draga fram úr erminni þá jókera sem hann slengdi fram um Helga og Dag. Að vísu er það gamalkunnug aðferð að svo skal böl bæta að benda á annað verra og stutt er síðan Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, stærði sig í sjónvarpssal af eigin útfærslu á þeirri aðferð og kenndi við smjör. Það var heiðarlegt af Davíð að upplýsa að hann væri stoltur yfir að hafa beitt slíkum meðulum á sínum pólitíska ferli og skýrir margt í framgöngu hans þegar horft er um öxl. Björn Bjarnason, vopnabróðir Davíðs til margra ára, var líka augljóslega upprifinn yfir baráttuaðferð nafna síns; svo mikið reyndar að hann skrifaði sama kvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hann hrósaði Birni Inga fyrir frammistöðuna; sem var þegar upp er staðið ekki önnur en að svara út í hött. Björn Ingi er ungur og upprennandi stjórnmálamaður sem gerði sig gildandi í erfiðri kosningabaráttu í vor þar sem hann tók hverri ágjöf með bros á vor og af prúðmennsku. Skilaði það honum árangri sem ekki var hægt að kalla annað en sæmilegasta varnarsigur fyrir Framsóknarflokkinn. Nú er að vona að þar hafi hinn rétti Björn Ingi verið á ferð. Ekki hinn sem virðist genginn inn í umræðuhefð og takta gamalla tíma; hefð sem ekki er nokkur ástæða til að viðhalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Þrátt fyrir nokkuð langlundargeð mótað af margra ára umræðuhefð íslenskra stjórnmála er stundum ómögulegt annað en að fyllast depurð yfir þeim aðferðum sem of oft er boðið upp á í pólitískri orðræðu hér á landi. Slík stund rann upp í vikunni þegar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, mætti í sjónvarpssal til þess að ræða ráðningar ýmissa trúnaðarmanna Framsóknarflokksins í hin og þessi sérverkefni fyrir borgina á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að flokkurinn myndaði nýjan meirihluta í borgarstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í stað þess að færa rök fyrir þeim ráðstöfunum, sem þó svo sannarlega voru tilefni komu hans í sjónvarpsþáttinn, kaus Björn Ingi að beina spjótum sínum að Helga Seljan, umsjónarmanni þáttarins, og vekja athygli á því að ráðning hans til Ríkissjónvarpsins væri ef til vill ekki eðlileg, áður en hann sneri sér að andstæðingi sínum í umræðunni, Degi B. Eggertssyni, talsmanni minnihlutans í borgarstjórn, og lét að því liggja að hann hefði fengið vinnu við stundakennslu í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefði, í fyrra starfi sínu sem formaður skipulagsráðs borgarinnar, séð til þess að skólinn fengi góða lóð. Það er ekkert undarlegt að maður verður nánast kjaftstopp þegar gripið er til svona málflutnings. Hvenær ætla menn að læra að ein vitleysan verður ekki afsökuð með annarri? Og að því sögðu er ekki ætlunin að fella dóma um hvort nokkur vitleysa hafi verið á ferðinni yfirhöfuð. Viðbrögð Björn Inga benda hins vegar eindregið til þess að hann hafi eitthvað á samviskunni. Birni Inga var í lófa lagið að útskýra hvernig stendur á því að hver trúnaðarmaður Framsóknarflokksins á fætur öðrum er kominn á launaskrá hjá borginni. Ef fyrir því eru gildar og góðar ástæður þurfti Björn Ingi ekki að vera feiminn við að leggja þau spil á borðið í stað þess að draga fram úr erminni þá jókera sem hann slengdi fram um Helga og Dag. Að vísu er það gamalkunnug aðferð að svo skal böl bæta að benda á annað verra og stutt er síðan Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, stærði sig í sjónvarpssal af eigin útfærslu á þeirri aðferð og kenndi við smjör. Það var heiðarlegt af Davíð að upplýsa að hann væri stoltur yfir að hafa beitt slíkum meðulum á sínum pólitíska ferli og skýrir margt í framgöngu hans þegar horft er um öxl. Björn Bjarnason, vopnabróðir Davíðs til margra ára, var líka augljóslega upprifinn yfir baráttuaðferð nafna síns; svo mikið reyndar að hann skrifaði sama kvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hann hrósaði Birni Inga fyrir frammistöðuna; sem var þegar upp er staðið ekki önnur en að svara út í hött. Björn Ingi er ungur og upprennandi stjórnmálamaður sem gerði sig gildandi í erfiðri kosningabaráttu í vor þar sem hann tók hverri ágjöf með bros á vor og af prúðmennsku. Skilaði það honum árangri sem ekki var hægt að kalla annað en sæmilegasta varnarsigur fyrir Framsóknarflokkinn. Nú er að vona að þar hafi hinn rétti Björn Ingi verið á ferð. Ekki hinn sem virðist genginn inn í umræðuhefð og takta gamalla tíma; hefð sem ekki er nokkur ástæða til að viðhalda.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun