„Hinn tregi bandamaður“ 27. desember 2006 00:01 Í umræðum um símahleranir hér á landi á dögum kalda stríðsins hefur mikið verið gert úr því umhverfi ógnar og ótta, sem skiljanlega hafi stýrt ýmsum ákvörðunum hérlendra ráðamanna um að brjóta gegn ýmsum grundvallarreglum lýðræðis og frelsis með það fyrir augum að vernda lýðræðið og frelsið! Um þetta er m.a. fjallað í bók Guðna Th. Jóhannessonar "Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi", sem var ein rismesta báran í bókaflóðbylgjunni sem steyptist yfir landann rétt fyrir jólin. Og það kann rétt að vera. Eflaust hefur hræðsluóðagot og sjúkleg tortryggni gripið suma ráðamenn á Vesturlöndum þegar áróðurslotur fjölmiðla náðu hámörkum í skugga atómsprengjunnar. Ein slík lota kom strax í kjölfar byggingar Berlínarmúrsins í ágúst 1961 og náði hámarki í Kúbudeilunni í október 1962. Ekki verður þó annað séð en að íslenskir ráðamenn hafi fullkomlega haldið ró sinni í samskiptum Íslands útávið, þótt þeir hafi á sama tíma notað tækifærið til að njósna um atferli pólitískra andstæðinga sinna í tengslum við landhelgissamningana við Breta. Stundum er eins og það gleymist að utanríkisstefna Íslands á fyrstu áratugum lýðveldisins snerist ekki eingöngu um mismunandi afstöðu til Bandaríkjanna og hollustu við þau og málstað þeirra í kalda stríðinu. Stefnan mótaðist eðlilega af hagsmunum Íslands hverju sinni. Og hverjir voru þeir hagsmunir sem hæst bar? Það var útfærsla landhelginnar með það að lokamarki að helga íslensku þjóðinni landgrunnið allt. Þessi stefna leiddi til árekstra við "vinaþjóðir" okkar í V-Evrópu, sem héldu okkur í raunverulegu viðskiptabanni um nærri aldarfjórðungsskeið frá útfærslunni í 4 mílur 1952 og allt til þess að samningar tókust við Breta með Oslóarsamkomulaginu 1976. Allan þennan tíma hvíldu utanríkisviðskipti okkar með fiskafurðir fyrst og fremst á tveimur mörkuðum: Bandaríkjamarkaði, sem sá okkur fyrir frjálsum gjaldeyri, og Sovétmarkaðnum, sem sá okkur fyrir olíuvörum, sem jafngiltu frjálsum gjaldeyri, en byggðist að öðru leyti mest á vöruskiptum. Að jafnaði fór um þriðjungur af fiskafurðum okkar til austantjaldslanda, m.a. Austur-Þýskalands. Þessi viðskipti voru Íslendingum lífsnauðsyn, en Bandaríkjamönnum mikill þyrnir í augum, enda uppnefndi utanríkisráðuneyti þeirra okkur með heitinu "hinn tregi bandamaður." Í framhaldi af byggingu Berlínarmúrsins hófust umræður í Atlantshafsráðinu um að stöðva öll verslunarviðskipti við Sovétríkin og fylgiríki þeirra og var gerð áætlun um slíkt viðskiptabann. Í byrjun nóvember 1962 höfðu öll aðildarríkin, nema Ísland, samþykkt þessa áætlun, en Íslendingar áttu langmestra hagsmuna að gæta af öllum NATO-ríkjunum að því er snerti austurviðskiptin. Það er svo í nóvember 1962, þegar heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustríðs vegna Kúbudeilunnar, að Viðreisnarstjórnin heimilaði fastanefndinni hjá Atlantshafsráðinu að skrifa undir áætlun um viðskiptabann með eftirgreindum fyrirvara: "Vegna viðskiptasamninga og þýðingar Austur-Evrópumarkaðar fyrir Ísland annars vegar og þess hinsvegar, að ekki er enn tryggt að íslenskar útflutningsafurðir geti notið Vestur-Evrópumarkaðar, getur Ísland, meðan svo stendur, engar fyrirfram skuldbindingar tekið á sig í þátttöku í viðskiptabanni á Sovétblokkina, en með því að tillaga þessi felur ekki í sér neinar slíkar fyrirfram skuldbindingar og það er á valdi hverrar þjóðar að taka ákvörðun um þátt í viðskiptabanni, ef til kemur, og í trausti þess að ekki verði gripið til viðskiptabanns, nema því aðeins að styrjöld sé yfirvofandi eða viðskiptabann sé eina leiðin til að afstýra styrjöld, samþykkir Ísland tillöguna." Þegar búið er að vefja umbúðirnar utan af þessu er ljóst að þarna er verið að segja hreint nei, en þó látið líta út sem já. Mér er til efs að íslenskt diplómatí hafi í annan tíma risið hærra með vandlega íhuguðu orðavali, sem í raun snuprar bandalagsþjóðirnar fyrir viðskiptabannið á Ísland um leið og tilkynnt er að Ísland ætli sér að halda áfram austurviðskiptum, hvað sem tautar og raular, nema heimsstyrjöld hindri! Og þetta gerist við hámark kalda stríðsæsingsins á dögum Viðreisnar og Guðmundar Í. Guðmundssonar sem utanríkisráðherra! Markmið Bush, Bandaríkjaforseta, með innrásinni í Írak var sagt vera að koma þar á lýðræði og frelsi. Hann hefur hins vegar reynt til hins ítrasta að nýta sér það andrúmsloft ógna og öryggisleysis, sem skapaðist í Bandaríkjunum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana til að þjarma að ýmsum grundvallarréttindum borgaranna heima fyrir í nafni frelsisins og lýðræðisins! Óljós "grunur" um tengsl við hryðjuverkasamtök á einn að nægja til fangelsana án dóms og laga, til símahlerana án dómsúrskurðar, semsé til afnáms borgaralegra réttinda bandarísku stjórnarskrárinnar og alþjóðlega viðurkenndra mannréttindasáttmála. Ráðamenn annarra landa reyna að fara að dæmi hans. Hér er rétt fyrir Íslendinga að staldra við, draga lærdóm af atburðum kalda stríðsins og reynast ekki aðeins "tregur bandamaður" heldur "gagnger andstæðingur" slíkra aðgerða og vinna af alefli gegn þeim, jafnt heima fyrir sem á alþjóðavettvangi. Stundum er eins og það gleymist að utanríkisstefna Íslands á fyrstu áratugum lýðveldisins snerist ekki eingöngu um mismunandi afstöðu til Bandaríkjanna og hollustu við þau og málstað þeirra í kalda stríðinu. Stefnan mótaðist eðlilega af hagsmunum Íslands hverju sinni. Og hverjir voru þeir hagsmunir sem hæst bar? Það var útfærsla landhelginnar með það að lokamarki að helga íslensku þjóðinni landgrunnið allt. Þessi stefna leiddi til árekstra við "vinaþjóðir" okkar í V-Evrópu, sem héldu okkur í raunverulegu viðskiptabanni um nærri aldarfjórðungsskeið frá útfærslunni í 4 mílur 1952 og allt til þess að samningar tókust við Breta með Oslóarsamkomulaginu 1976. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Í umræðum um símahleranir hér á landi á dögum kalda stríðsins hefur mikið verið gert úr því umhverfi ógnar og ótta, sem skiljanlega hafi stýrt ýmsum ákvörðunum hérlendra ráðamanna um að brjóta gegn ýmsum grundvallarreglum lýðræðis og frelsis með það fyrir augum að vernda lýðræðið og frelsið! Um þetta er m.a. fjallað í bók Guðna Th. Jóhannessonar "Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi", sem var ein rismesta báran í bókaflóðbylgjunni sem steyptist yfir landann rétt fyrir jólin. Og það kann rétt að vera. Eflaust hefur hræðsluóðagot og sjúkleg tortryggni gripið suma ráðamenn á Vesturlöndum þegar áróðurslotur fjölmiðla náðu hámörkum í skugga atómsprengjunnar. Ein slík lota kom strax í kjölfar byggingar Berlínarmúrsins í ágúst 1961 og náði hámarki í Kúbudeilunni í október 1962. Ekki verður þó annað séð en að íslenskir ráðamenn hafi fullkomlega haldið ró sinni í samskiptum Íslands útávið, þótt þeir hafi á sama tíma notað tækifærið til að njósna um atferli pólitískra andstæðinga sinna í tengslum við landhelgissamningana við Breta. Stundum er eins og það gleymist að utanríkisstefna Íslands á fyrstu áratugum lýðveldisins snerist ekki eingöngu um mismunandi afstöðu til Bandaríkjanna og hollustu við þau og málstað þeirra í kalda stríðinu. Stefnan mótaðist eðlilega af hagsmunum Íslands hverju sinni. Og hverjir voru þeir hagsmunir sem hæst bar? Það var útfærsla landhelginnar með það að lokamarki að helga íslensku þjóðinni landgrunnið allt. Þessi stefna leiddi til árekstra við "vinaþjóðir" okkar í V-Evrópu, sem héldu okkur í raunverulegu viðskiptabanni um nærri aldarfjórðungsskeið frá útfærslunni í 4 mílur 1952 og allt til þess að samningar tókust við Breta með Oslóarsamkomulaginu 1976. Allan þennan tíma hvíldu utanríkisviðskipti okkar með fiskafurðir fyrst og fremst á tveimur mörkuðum: Bandaríkjamarkaði, sem sá okkur fyrir frjálsum gjaldeyri, og Sovétmarkaðnum, sem sá okkur fyrir olíuvörum, sem jafngiltu frjálsum gjaldeyri, en byggðist að öðru leyti mest á vöruskiptum. Að jafnaði fór um þriðjungur af fiskafurðum okkar til austantjaldslanda, m.a. Austur-Þýskalands. Þessi viðskipti voru Íslendingum lífsnauðsyn, en Bandaríkjamönnum mikill þyrnir í augum, enda uppnefndi utanríkisráðuneyti þeirra okkur með heitinu "hinn tregi bandamaður." Í framhaldi af byggingu Berlínarmúrsins hófust umræður í Atlantshafsráðinu um að stöðva öll verslunarviðskipti við Sovétríkin og fylgiríki þeirra og var gerð áætlun um slíkt viðskiptabann. Í byrjun nóvember 1962 höfðu öll aðildarríkin, nema Ísland, samþykkt þessa áætlun, en Íslendingar áttu langmestra hagsmuna að gæta af öllum NATO-ríkjunum að því er snerti austurviðskiptin. Það er svo í nóvember 1962, þegar heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustríðs vegna Kúbudeilunnar, að Viðreisnarstjórnin heimilaði fastanefndinni hjá Atlantshafsráðinu að skrifa undir áætlun um viðskiptabann með eftirgreindum fyrirvara: "Vegna viðskiptasamninga og þýðingar Austur-Evrópumarkaðar fyrir Ísland annars vegar og þess hinsvegar, að ekki er enn tryggt að íslenskar útflutningsafurðir geti notið Vestur-Evrópumarkaðar, getur Ísland, meðan svo stendur, engar fyrirfram skuldbindingar tekið á sig í þátttöku í viðskiptabanni á Sovétblokkina, en með því að tillaga þessi felur ekki í sér neinar slíkar fyrirfram skuldbindingar og það er á valdi hverrar þjóðar að taka ákvörðun um þátt í viðskiptabanni, ef til kemur, og í trausti þess að ekki verði gripið til viðskiptabanns, nema því aðeins að styrjöld sé yfirvofandi eða viðskiptabann sé eina leiðin til að afstýra styrjöld, samþykkir Ísland tillöguna." Þegar búið er að vefja umbúðirnar utan af þessu er ljóst að þarna er verið að segja hreint nei, en þó látið líta út sem já. Mér er til efs að íslenskt diplómatí hafi í annan tíma risið hærra með vandlega íhuguðu orðavali, sem í raun snuprar bandalagsþjóðirnar fyrir viðskiptabannið á Ísland um leið og tilkynnt er að Ísland ætli sér að halda áfram austurviðskiptum, hvað sem tautar og raular, nema heimsstyrjöld hindri! Og þetta gerist við hámark kalda stríðsæsingsins á dögum Viðreisnar og Guðmundar Í. Guðmundssonar sem utanríkisráðherra! Markmið Bush, Bandaríkjaforseta, með innrásinni í Írak var sagt vera að koma þar á lýðræði og frelsi. Hann hefur hins vegar reynt til hins ítrasta að nýta sér það andrúmsloft ógna og öryggisleysis, sem skapaðist í Bandaríkjunum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana til að þjarma að ýmsum grundvallarréttindum borgaranna heima fyrir í nafni frelsisins og lýðræðisins! Óljós "grunur" um tengsl við hryðjuverkasamtök á einn að nægja til fangelsana án dóms og laga, til símahlerana án dómsúrskurðar, semsé til afnáms borgaralegra réttinda bandarísku stjórnarskrárinnar og alþjóðlega viðurkenndra mannréttindasáttmála. Ráðamenn annarra landa reyna að fara að dæmi hans. Hér er rétt fyrir Íslendinga að staldra við, draga lærdóm af atburðum kalda stríðsins og reynast ekki aðeins "tregur bandamaður" heldur "gagnger andstæðingur" slíkra aðgerða og vinna af alefli gegn þeim, jafnt heima fyrir sem á alþjóðavettvangi. Stundum er eins og það gleymist að utanríkisstefna Íslands á fyrstu áratugum lýðveldisins snerist ekki eingöngu um mismunandi afstöðu til Bandaríkjanna og hollustu við þau og málstað þeirra í kalda stríðinu. Stefnan mótaðist eðlilega af hagsmunum Íslands hverju sinni. Og hverjir voru þeir hagsmunir sem hæst bar? Það var útfærsla landhelginnar með það að lokamarki að helga íslensku þjóðinni landgrunnið allt. Þessi stefna leiddi til árekstra við "vinaþjóðir" okkar í V-Evrópu, sem héldu okkur í raunverulegu viðskiptabanni um nærri aldarfjórðungsskeið frá útfærslunni í 4 mílur 1952 og allt til þess að samningar tókust við Breta með Oslóarsamkomulaginu 1976.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun