Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir 1. júní 2006 12:45 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra MYND/Stefán Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira