Boðið í breska flugvelli 6. júní 2006 15:34 Frá Heathrowvelli. Mynd/AFP Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira