Airbus hækkar verðið 23. júní 2006 10:51 Módel af A380 risaþotu frá Airbus. Flugvélarnar eru þær stærstu í heimi. Mynd/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira