Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu 27. júní 2006 18:00 Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira