Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð og nauðgun 3. júlí 2006 22:30 Steven Green kemur til dómshússins í morgun MYND/AP Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Steven Green er tuttugu og eins árs. Hann kom fyrir herrétt í Charlotte í Noður-Karólínu í dag. Búist er við að hann verði sendur til Kentucky þar sem hann verði ákærður fyrir ódæðin sem hann framdi nálægt bænum Mahmudiya utan við höfuðborgina Bagdad. Green getur átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur. Honum eru birtar ákærunar sem óbreyttum borgara en svo gæti farið að hann yrði aftur kvaddur í herinn svo hægt sé að ákæra hann sem hermann. Í ákærunni kemur fram að Green, ásamt þremur öðrum, hafði farið inn í hús konunnar til að nauðga henni. Áður munu fjórmenningarnir hafa drukkið ótæpilega af áfengi og klætt sig í dökk föt. Þegar í húsið var komið er Green sagður hafi skotið foreldra konunnar og fimm ára stúlku til bana. Þá hafi hann og annar maður nauðgað konunni sem var tuttugu og fimm ára. Green hafi síðan skotið hana í höfuðið. Mál hermannsins er í framhaldi af rannsókn á öðrum meintum ódæðum bandarískra hermanna í Írak, þar á meðal fjöldamorðunum í bænum Haditha í nóvember síðastliðnum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. Steven Green er tuttugu og eins árs. Hann kom fyrir herrétt í Charlotte í Noður-Karólínu í dag. Búist er við að hann verði sendur til Kentucky þar sem hann verði ákærður fyrir ódæðin sem hann framdi nálægt bænum Mahmudiya utan við höfuðborgina Bagdad. Green getur átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur. Honum eru birtar ákærunar sem óbreyttum borgara en svo gæti farið að hann yrði aftur kvaddur í herinn svo hægt sé að ákæra hann sem hermann. Í ákærunni kemur fram að Green, ásamt þremur öðrum, hafði farið inn í hús konunnar til að nauðga henni. Áður munu fjórmenningarnir hafa drukkið ótæpilega af áfengi og klætt sig í dökk föt. Þegar í húsið var komið er Green sagður hafi skotið foreldra konunnar og fimm ára stúlku til bana. Þá hafi hann og annar maður nauðgað konunni sem var tuttugu og fimm ára. Green hafi síðan skotið hana í höfuðið. Mál hermannsins er í framhaldi af rannsókn á öðrum meintum ódæðum bandarískra hermanna í Írak, þar á meðal fjöldamorðunum í bænum Haditha í nóvember síðastliðnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira