Fagnar samstarfi Renault, Nissan og GM 4. júlí 2006 15:27 Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, í umhverfisvænum bíl. Mynd/AFP Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Gengi bréfa í Renault lækkuðu um tæp 2 prósent á mörkuðum í dag. Franska ríkið á 15,33 prósenta hlut í Renault og fer með 18,78 prósent atkvæðaréttar á hluthafafundi fyrirtækisins. Að sögn forsvarsmanna GM, Renault og Nissan er í farvatninu að stofna bílarisa sem verði 100 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 7.500 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði. Sagði Loos að samstarfið yrði erfitt og verði Renault að ganga vel til verks. „General Motors er í erfiðri stöðu vegna vandamála sem eiga ekkert skylt við bíla," sagði hann og vísaði til þess að GM hafi sagt upp 35.000 manns og ætli að loka nokkrum verksmiðjum víðs vegar um Bandaríkin á næstu tveimur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn Renault og japanski keppinautur þess, Nissan, ætla að hefja formlegar viðræður við bandaríska bílarisann General Motors (GM) um samstarf. Francois Loos, iðnaðarráðherra Frakklands, fagnaði samstarfinu í dag en setti fyrirvara við það vegna þeirra gríðarmiklu fjárhagsörðugleika sem GM stendur frammi fyrir. Gengi bréfa í Renault lækkuðu um tæp 2 prósent á mörkuðum í dag. Franska ríkið á 15,33 prósenta hlut í Renault og fer með 18,78 prósent atkvæðaréttar á hluthafafundi fyrirtækisins. Að sögn forsvarsmanna GM, Renault og Nissan er í farvatninu að stofna bílarisa sem verði 100 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 7.500 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði. Sagði Loos að samstarfið yrði erfitt og verði Renault að ganga vel til verks. „General Motors er í erfiðri stöðu vegna vandamála sem eiga ekkert skylt við bíla," sagði hann og vísaði til þess að GM hafi sagt upp 35.000 manns og ætli að loka nokkrum verksmiðjum víðs vegar um Bandaríkin á næstu tveimur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira