Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu 4. júlí 2006 22:30 Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira