Árásir Ísraela á Líbanon færast í aukana 15. júlí 2006 10:00 Þorpinu Nabatiyeh í suðurhluta Líbanons í dag MYND/AP Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á Líbanon í morgun, fjórða daginn í röð. Þá hafa yfir sextán særst. Skotmörkin eru aðallega brýr og bensínstöðvar í suður- og austurhluta landsins. Árásin kemur í kjölfar yfirlýsingar leiðtoga Hizbollah um að allsherjarstríð milli samtakanna og Ísraelsríkis væri skollið á. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah ávarpaði landa sína á sjónvarpsstöð Hizbollah í gær og tilkynnti að flugskeyti hefðu hæft ísraelskt herskip úti fyrir ströndum Líbanon. Ísraelsher hefur staðfest þær fréttir og jafnframt sagt að fjögurra hermanna sé saknað eftir árásina. Ísraelskar herþotur réðust í gærkvöld á fjármálaráðuneyti Palestínumanna í Gazaborg og þá voru einnig gerðar loftárásir á brýr á miðhluta Gazastrandarinnar. Talið er að yfir 60 Líbanar hafi týnt lífi í átökunum undanfarna fjóra daga en forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, hefur sagt að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermenninga lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna er að reyna að komast frá borginni en ítrekaðar árásir hafa verið gerðar á flugvöllinn í Beirút, höfuðborg Líbanons. Í morgun voru einnig gerðar loftárásir á landamærin milli Líbanon og Sýrlands. Leiðin yfir landamærin til Sýrlands hefur undanfarna daga verið helsta flóttaleiðin vegna árásanna á flugvöllinn. Nú er þeirri leið lokað. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á Líbanon í morgun, fjórða daginn í röð. Þá hafa yfir sextán særst. Skotmörkin eru aðallega brýr og bensínstöðvar í suður- og austurhluta landsins. Árásin kemur í kjölfar yfirlýsingar leiðtoga Hizbollah um að allsherjarstríð milli samtakanna og Ísraelsríkis væri skollið á. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah ávarpaði landa sína á sjónvarpsstöð Hizbollah í gær og tilkynnti að flugskeyti hefðu hæft ísraelskt herskip úti fyrir ströndum Líbanon. Ísraelsher hefur staðfest þær fréttir og jafnframt sagt að fjögurra hermanna sé saknað eftir árásina. Ísraelskar herþotur réðust í gærkvöld á fjármálaráðuneyti Palestínumanna í Gazaborg og þá voru einnig gerðar loftárásir á brýr á miðhluta Gazastrandarinnar. Talið er að yfir 60 Líbanar hafi týnt lífi í átökunum undanfarna fjóra daga en forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, hefur sagt að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermenninga lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna er að reyna að komast frá borginni en ítrekaðar árásir hafa verið gerðar á flugvöllinn í Beirút, höfuðborg Líbanons. Í morgun voru einnig gerðar loftárásir á landamærin milli Líbanon og Sýrlands. Leiðin yfir landamærin til Sýrlands hefur undanfarna daga verið helsta flóttaleiðin vegna árásanna á flugvöllinn. Nú er þeirri leið lokað.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira