Japanir verða að fara varlega 20. júlí 2006 09:29 Frá hlutabréfamarkaði í Japan. Mynd/AFP Tíu ára kyrrstöðu efnahagslífsins í Japan er senn að ljúka en stjórnvöld verða að fara varlega í stýrivaxtahækkunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu efnahagsmála í Japan og mælt með því að stjórnvöld bíði eftir frekari hækkun verðlags í landinu áður en þau hækka stýrivexti á nýjan leik. Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðustu viku en þeir hafa staðið í núll prósentum síðastliðin sex ár. Þá segir ennfremur í skýrslunni að skuldastaða hins opinbera sé slík að hún geti bitnað á hagvexti í landinu. Skuldir japanska ríkisins nema 775 trilljónum jena, sem er 150 prósent af árslandsframleiðslu Japans. Mælir stofnunin með því að seðlabanki landsins bíði með frekari stýrivaxtahækkanir þar til eftir að verðbólga hafi hækkað um allt að 1 prósent. Vísitala neysluverð hækkaði um 0,6 prósent í maí. Þrátt fyrir þetta var það niðurstaða OECD að efnahagslífið í Japan hafi batnað mikið og væri framundan eitt besta efnahagsskeið síðan um seinni heimsstyrjöld. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tíu ára kyrrstöðu efnahagslífsins í Japan er senn að ljúka en stjórnvöld verða að fara varlega í stýrivaxtahækkunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu efnahagsmála í Japan og mælt með því að stjórnvöld bíði eftir frekari hækkun verðlags í landinu áður en þau hækka stýrivexti á nýjan leik. Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðustu viku en þeir hafa staðið í núll prósentum síðastliðin sex ár. Þá segir ennfremur í skýrslunni að skuldastaða hins opinbera sé slík að hún geti bitnað á hagvexti í landinu. Skuldir japanska ríkisins nema 775 trilljónum jena, sem er 150 prósent af árslandsframleiðslu Japans. Mælir stofnunin með því að seðlabanki landsins bíði með frekari stýrivaxtahækkanir þar til eftir að verðbólga hafi hækkað um allt að 1 prósent. Vísitala neysluverð hækkaði um 0,6 prósent í maí. Þrátt fyrir þetta var það niðurstaða OECD að efnahagslífið í Japan hafi batnað mikið og væri framundan eitt besta efnahagsskeið síðan um seinni heimsstyrjöld.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira