Ber við vanþekkingu og fákunnáttu 10. ágúst 2006 18:54 Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira