Sigurður Kári sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru kjördæmanna 14. september 2006 09:25 Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lagði til að haldið yrði prófkjör vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir alþingiskosningar næsta vor. Í tilkynningu segir Sigurður Kári að í komandi prófkjöri muni hann sækjast eftir því að honum verði falið frekara hlutverk og aukin ábyrgð fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kjósenda í Reykjavík. "Því býð ég mig fram í 4. sæti í komandi prófkjöri," segir Sigurðu Kári Kristjánsson í tilkynningunni. Að undangengnu prófkjöri haustið 2002 var Sigurður Kári kjörinn þingmaður Reykvíkinga í Alþingiskosningunum vorið 2003. Á Alþingi gegnir hann formennsku í menntamálanefnd Alþingis, en á jafnframt sæti í allsherjarnefnd og iðnaðarnefnd þingsins og er varamaður í utanríkismálanefnd. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í Norðurlandaráði og gegnir formennsku Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál. "Ég hef um langt skeið starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ásamt því að vera þingmaður flokksins hef ég átt sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn hans, gengt embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, átt sæti í stjórn Heimdallar og gegnt fleiri trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Í störfum mínum á Alþingi hef ég lagt fram fjölda lagafrumvarpa og hef jafnframt verið virkur þátttakandi í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu á Íslandi. Hef ég í störfum mínum lagt ríka áherslu á að gæta hagsmuna skattgreiðenda, en auk þess látið mig efnahagsmál, menntamál, utanríkismál og öryggis- og einkamál almennra borgara á Íslandi miklu varða," segir Sigurður Kári í tilkynningunni. Sigurður Kári Kristjánsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Áður en hann var kjörinn Alþingismaður starfaði hann sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Sigurður Kári er í sambúð með Birnu Bragadóttur, flugfreyju og háskólanema. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lagði til að haldið yrði prófkjör vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir alþingiskosningar næsta vor. Í tilkynningu segir Sigurður Kári að í komandi prófkjöri muni hann sækjast eftir því að honum verði falið frekara hlutverk og aukin ábyrgð fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kjósenda í Reykjavík. "Því býð ég mig fram í 4. sæti í komandi prófkjöri," segir Sigurðu Kári Kristjánsson í tilkynningunni. Að undangengnu prófkjöri haustið 2002 var Sigurður Kári kjörinn þingmaður Reykvíkinga í Alþingiskosningunum vorið 2003. Á Alþingi gegnir hann formennsku í menntamálanefnd Alþingis, en á jafnframt sæti í allsherjarnefnd og iðnaðarnefnd þingsins og er varamaður í utanríkismálanefnd. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í Norðurlandaráði og gegnir formennsku Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál. "Ég hef um langt skeið starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ásamt því að vera þingmaður flokksins hef ég átt sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn hans, gengt embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, átt sæti í stjórn Heimdallar og gegnt fleiri trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Í störfum mínum á Alþingi hef ég lagt fram fjölda lagafrumvarpa og hef jafnframt verið virkur þátttakandi í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu á Íslandi. Hef ég í störfum mínum lagt ríka áherslu á að gæta hagsmuna skattgreiðenda, en auk þess látið mig efnahagsmál, menntamál, utanríkismál og öryggis- og einkamál almennra borgara á Íslandi miklu varða," segir Sigurður Kári í tilkynningunni. Sigurður Kári Kristjánsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Áður en hann var kjörinn Alþingismaður starfaði hann sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Sigurður Kári er í sambúð með Birnu Bragadóttur, flugfreyju og háskólanema.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira