Jón tekur Íraksmálið ekki upp í ríkisstjórn 30. nóvember 2006 11:12 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki taka upp Íraksmálið í ríkisstjórn og segir of mikið lesið úr orðum sínum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Hart var deilt á ríkisstjórnina vegna málsins á þingi í dag.Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vitnaði til orða formanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi um helgina. Þar sagði hann að forsendur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar um að styðja innrásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvörðunina hefði átt að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis. Þá hvatti hann til þess að talað yrði hreinskilnislega um málið.Ögmundur benti á að þarna tæki Jón undir orð stjórnarandstöðunnar sem hefði alla tíð verið á móti stuðningi við innrásina í Írak. Spurði hann Jón í framhaldinu hvort hann ætlaði að taka málið upp innan ríkisstjórnarinnar og taka undir tillögu sem lægi fyrir Alþingi um að rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara yfir málið.Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, steig þá í pontu og sagði að um væri að ræða ræðu á flokksfundi þar sem verið væri að vinna málefni sérstaks flokksþings sem yrði haldið á vegum framsóknarmanna í febrúar næstkomandi. „Ég held að fyrirspyrjandi, háttvirtur þingmaður, hafi farið alveg rétt með textann. Hins vegar las hann meira úr honum heldur en efni standa til. Það hefur farið fram lögfræðileg athugun á lögmæti þessarar ákvörðunar á liðnum tíma.Þetta var sem sagt ræða á flokksfundi framsóknarmanna og er liður í okkar málefnavinnu sem stendur yfir. Það er ekki venja að menn flytji skýrslur í ríkisstjórn um ræður sínar á flokksfundum og ég hyggst ekki taka það upp enda þarf miðstjórn Framsóknarflokksins ekki á neinum leiðbeiningum að þaðna halda," sagði Jón. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ræðu Jóns sérkennilega og að hann talaði eins og málið ætti aðeins við Framsóknarflokkinn. „Þetta er mál sem formaður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eiga við þjóðina og þetta snýst ekki bara um eitthvert lögmæti. Þetta snýst um siðferðilega ranga ákvörðun sem að tekin var af tveimur mönnum upphaflega og studd af ríkisstjórninni allri og af þingmeirihlutanum öllum, " sagði Ingibjörg.„Og þessir menn þeir komu hér fram í þinginu og Morgunblaðið skrifaði með þeim hætti til dæmis um Samfylkinguna á sínum tíma að sú skoðun mín sem ég setti fram í mars 2003, að það ætti að taka okkur af þessum lista, því var lýst sem ístöðuleysi Samfylkingarinnar. En hverjir voru ístöðulausir og afvegaleiddu þessa þjóð? Það var ríkisstjórnin, það voru þessir ráðamenn og þeir skulda okkur afsökun sem sitjum hér í minnihluta á þingi, þjóðinni og þeir skulda alþjóðasamfélaginu það að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið röng," sagði Ingibjörg enn fremur.Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði innrásina viðbjóðslegt glæpaverka sem kostað hefði hundruð þúsunda lífið. Hann benti enn fremur á að í febrúar árið 2003, um mánuði fyrir innrásina í Írak, hefðu Vinstri - grænir lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fæli ríkisstjórninni að koma því á framfæri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annars staðar að leita skyldi allra leiða til að afstýra innrásinni í Írak og veita vopnaeftirliti SÞ nægan tíma til að ljúka störfum sínum. Enn fremur að Íslendingar kæmu ekki að málinu ef ákveðið yrði að ráðast inn í Írak. Tillagan hafi farið inn í utanríkismálanefnd og hafi ekki sést aftur.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að menn hefðu nú orðið vitni að því að á skömmum tíma hefði Jón Sigurðsson reynt að þvo af Framsóknarflokknum tvö óþægileg mál, annars vegar stjóriðjustefnuna og hins vegar Íraksmálið. „Það er einnig ljóst af þessu að hin hefðbundna transformation, umbreyting, Framsóknarflokksins í stjórnarandstöðuflokk á síðustu mánuðum kjörtímabils er hafin. Nú er gamla Framsókn komin með skottið niður og er farin að reyna að mjaka sér yfir í stjórnarandstöðu og láta eins og hún beri ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut þó hún sé að verða búin að vera 12 ár í ríkisstjórn, tólf árum of mikið," sagði Steingrímur.„Það er líka undarlegt ef ræðumaður á miðstjórnarfundi hjá Framsóknarflokknum, Jón Sigurðsson, er einhver annar maður heldur en hæstvirtur iðnaðaráðherra, Jón Sigurðsson, og formaður annars stjórnarflokksins," benti Steingrímur á.Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við umræðuna að Íslendingar hefðu ekki verið beinir aðilar að innrásinni í Írak. Þeir hafi heimilað lendingar og flug um íslenska lofthelgi vegna þessara aðgerða sem væri hefðbundin aðgerð. Þá hefðu verið veittar 300 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Írak og enduruppbyggingar í kjölfar átaka. Alþingi hafi veitt fjármagnið.„Síðan tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að amast ekki við því að Ísland væri á lista yfir hinar svokölluðu staðföstu þjóðir en Ísland hefur ekki átt beina aðild að þessu stríði og það vita auðvitað allir menn og það er auðvitað furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska ríkisstjórnin eða Íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu samhengi og í sambandi við ákvarðanir af þessu tagi að það hafi haft einhver áhrif á atburðarásina sem þarna varð," sagði Geir. Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki taka upp Íraksmálið í ríkisstjórn og segir of mikið lesið úr orðum sínum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Hart var deilt á ríkisstjórnina vegna málsins á þingi í dag.Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vitnaði til orða formanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi um helgina. Þar sagði hann að forsendur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar um að styðja innrásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvörðunina hefði átt að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis. Þá hvatti hann til þess að talað yrði hreinskilnislega um málið.Ögmundur benti á að þarna tæki Jón undir orð stjórnarandstöðunnar sem hefði alla tíð verið á móti stuðningi við innrásina í Írak. Spurði hann Jón í framhaldinu hvort hann ætlaði að taka málið upp innan ríkisstjórnarinnar og taka undir tillögu sem lægi fyrir Alþingi um að rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara yfir málið.Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, steig þá í pontu og sagði að um væri að ræða ræðu á flokksfundi þar sem verið væri að vinna málefni sérstaks flokksþings sem yrði haldið á vegum framsóknarmanna í febrúar næstkomandi. „Ég held að fyrirspyrjandi, háttvirtur þingmaður, hafi farið alveg rétt með textann. Hins vegar las hann meira úr honum heldur en efni standa til. Það hefur farið fram lögfræðileg athugun á lögmæti þessarar ákvörðunar á liðnum tíma.Þetta var sem sagt ræða á flokksfundi framsóknarmanna og er liður í okkar málefnavinnu sem stendur yfir. Það er ekki venja að menn flytji skýrslur í ríkisstjórn um ræður sínar á flokksfundum og ég hyggst ekki taka það upp enda þarf miðstjórn Framsóknarflokksins ekki á neinum leiðbeiningum að þaðna halda," sagði Jón. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ræðu Jóns sérkennilega og að hann talaði eins og málið ætti aðeins við Framsóknarflokkinn. „Þetta er mál sem formaður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eiga við þjóðina og þetta snýst ekki bara um eitthvert lögmæti. Þetta snýst um siðferðilega ranga ákvörðun sem að tekin var af tveimur mönnum upphaflega og studd af ríkisstjórninni allri og af þingmeirihlutanum öllum, " sagði Ingibjörg.„Og þessir menn þeir komu hér fram í þinginu og Morgunblaðið skrifaði með þeim hætti til dæmis um Samfylkinguna á sínum tíma að sú skoðun mín sem ég setti fram í mars 2003, að það ætti að taka okkur af þessum lista, því var lýst sem ístöðuleysi Samfylkingarinnar. En hverjir voru ístöðulausir og afvegaleiddu þessa þjóð? Það var ríkisstjórnin, það voru þessir ráðamenn og þeir skulda okkur afsökun sem sitjum hér í minnihluta á þingi, þjóðinni og þeir skulda alþjóðasamfélaginu það að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið röng," sagði Ingibjörg enn fremur.Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði innrásina viðbjóðslegt glæpaverka sem kostað hefði hundruð þúsunda lífið. Hann benti enn fremur á að í febrúar árið 2003, um mánuði fyrir innrásina í Írak, hefðu Vinstri - grænir lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fæli ríkisstjórninni að koma því á framfæri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annars staðar að leita skyldi allra leiða til að afstýra innrásinni í Írak og veita vopnaeftirliti SÞ nægan tíma til að ljúka störfum sínum. Enn fremur að Íslendingar kæmu ekki að málinu ef ákveðið yrði að ráðast inn í Írak. Tillagan hafi farið inn í utanríkismálanefnd og hafi ekki sést aftur.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að menn hefðu nú orðið vitni að því að á skömmum tíma hefði Jón Sigurðsson reynt að þvo af Framsóknarflokknum tvö óþægileg mál, annars vegar stjóriðjustefnuna og hins vegar Íraksmálið. „Það er einnig ljóst af þessu að hin hefðbundna transformation, umbreyting, Framsóknarflokksins í stjórnarandstöðuflokk á síðustu mánuðum kjörtímabils er hafin. Nú er gamla Framsókn komin með skottið niður og er farin að reyna að mjaka sér yfir í stjórnarandstöðu og láta eins og hún beri ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut þó hún sé að verða búin að vera 12 ár í ríkisstjórn, tólf árum of mikið," sagði Steingrímur.„Það er líka undarlegt ef ræðumaður á miðstjórnarfundi hjá Framsóknarflokknum, Jón Sigurðsson, er einhver annar maður heldur en hæstvirtur iðnaðaráðherra, Jón Sigurðsson, og formaður annars stjórnarflokksins," benti Steingrímur á.Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við umræðuna að Íslendingar hefðu ekki verið beinir aðilar að innrásinni í Írak. Þeir hafi heimilað lendingar og flug um íslenska lofthelgi vegna þessara aðgerða sem væri hefðbundin aðgerð. Þá hefðu verið veittar 300 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Írak og enduruppbyggingar í kjölfar átaka. Alþingi hafi veitt fjármagnið.„Síðan tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að amast ekki við því að Ísland væri á lista yfir hinar svokölluðu staðföstu þjóðir en Ísland hefur ekki átt beina aðild að þessu stríði og það vita auðvitað allir menn og það er auðvitað furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska ríkisstjórnin eða Íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu samhengi og í sambandi við ákvarðanir af þessu tagi að það hafi haft einhver áhrif á atburðarásina sem þarna varð," sagði Geir.
Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira