Dauðaþoka, síðasti geirfuglinn, evrupælingar 21. desember 2006 18:47 Það berast fréttir af mikilli þoku í London. Maður leiðir hugann að gömlu Lúndúnaþokunni sem var sífellt verið að tala um í æsku minni. Þokan var eitt tákn Lundúna - í kvikmyndum sem áttu að gerast þar var gjarnan þoka. Jack the Ripper kom út úr þokunni; Vivian Leigh og Robert Taylor kvöddust á Waterloo Bridge í niðaþoku. Þokan kann að hafa sínar rómantísku hliðar, en hún var ekki tómt grín. Að miklu leyti stafaði hún af kolareyknum sem lá yfir breskum borgum. Hún gat verið hættuleg, eyðilagði heilsu fólks og öndunarfæri, gerði litarraft þess fölt og óheilsusamlegt. 5. desember 1952 lagðist gríðarlega þykk þoka yfir Lundúni. Ástæðan var mikill kuldi og mikill kolareykur. Meira eða minna öll umferð í borginni stöðvaðist. Þokan stóð í fjóra daga, en í henni var að finna mikið af sóti og ýmis eiturefni. Það er talið að þessa daga hafi látist 4075 borgarar umfram það sem eðlilegt mátti teljast. Eftir það voru sett lög um að hreinsa loftið í Bretlandi, svokallað Clean Air Act. Lundúnaþokan er enda fremur sjaldgæf núorðið. --- --- --- Náttúrugripasafn Íslands hefur verið á hrakhólum alla tíð, já eiginlega alveg síðan á þarsíðustu öld. Það á sér mjög merkilega sögu, einn þeirra sem vélaði um stofun þess var Benedikt Gröndal skáld og náttúrufræðingur. Safnið var lengi til húsa við þröngan kost í Safnahúsinu, þar sem nú er Þjóðmenningarhúsið. Svo var því komið fyrir uppi við Hlemm í ómögulegu húsnæði. Það er samt varla afsökun fyrir því að láta safngripi skemmast, hvað þá dýrgripi eins og síðasta Geirfuglinn sem var keyptur hingað dýrum dómum 1971. Þegar ég var á Tímanum árið 1985 (hét kannski NT þá) skrifaði ég langa grein um húsnæðishallæri safnsins. Síðan hefur lítið gerst. En svona safn ætti að hafa mikið aðdráttarafl. Kannski væri sniðugast að tengja það með einhverjum hætti sjávardýrasafni - aquarium - sem ég sé fyrir mér að gæti risið úti á Granda. Svona safn í Valencia á Spáni þykir ótrúlega flott. Þar synda fiskarnir yfir höfðum gestanna. Nú koma næstum 400 þúsund ferðamenn á ári til Íslands. Það eitt ætti að vera nægur grundvöllur fyrir svona safn. --- --- --- Sem seðlabankastjóri er Davíð alveg jafn mikið á móti evrunni og sem stjórnmálamaður. Sagði hann ekki eitt sinn að fyrr myndi hann dauður liggja en að við gengjum í Evrópusambandið? En það þýðir ekki lengur að segja að við getum ekki tekið upp evruna vegna þess að hagsveiflan hér sé öðruvísi en annars staðar - hagsveiflan hérna er fyrst og fremst af völdum stjórnmálamanna, síðast vegna alltof mikilla stjóriðjuframkvæmda og líka vegna þenslu á húsnæðismarkaði sem skapaðist vegna skyndilegs framboðs af lánsfé. Þetta kemur fiskveiðum sama og ekkert við. Hlutur þeirra í þjóðarframleiðslunni fer sífellt minnkandi. Þetta er líka spurning um hversu lengi við viljum búa við verðbólgu og ofurvexti. Hvernig stendur á því að gengi krónunnar lækkar sama dag og tilkynnt er um enn eina vaxtahækkunina í Seðlabankanum? En það er þessi yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem vekur mesta athygli. Þið máttuð gera þetta en þið máttuð samt ekki gera þetta - svo segir frá í frétt hér á Vísisvefnum: "Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, telur þá ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, að telja fram í evrum í stað krónu óheppilega. Þetta kom fram á Fréttamannafundi vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Davíð sagði að þegar lögin hafi verið sett um að fyrirtæki gætu gert upp í evrum, þá hafi ekki verið gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki nýttu sér þá heimild. Þau hafi ekki formlega verið undanþegin í lögunum, en engum hafi heldur dottið það í hug að þetta gæti gengið til þeirra. Sérfræðingar óttast að fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums, sem gæti veikt stöðu krónunnar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Það berast fréttir af mikilli þoku í London. Maður leiðir hugann að gömlu Lúndúnaþokunni sem var sífellt verið að tala um í æsku minni. Þokan var eitt tákn Lundúna - í kvikmyndum sem áttu að gerast þar var gjarnan þoka. Jack the Ripper kom út úr þokunni; Vivian Leigh og Robert Taylor kvöddust á Waterloo Bridge í niðaþoku. Þokan kann að hafa sínar rómantísku hliðar, en hún var ekki tómt grín. Að miklu leyti stafaði hún af kolareyknum sem lá yfir breskum borgum. Hún gat verið hættuleg, eyðilagði heilsu fólks og öndunarfæri, gerði litarraft þess fölt og óheilsusamlegt. 5. desember 1952 lagðist gríðarlega þykk þoka yfir Lundúni. Ástæðan var mikill kuldi og mikill kolareykur. Meira eða minna öll umferð í borginni stöðvaðist. Þokan stóð í fjóra daga, en í henni var að finna mikið af sóti og ýmis eiturefni. Það er talið að þessa daga hafi látist 4075 borgarar umfram það sem eðlilegt mátti teljast. Eftir það voru sett lög um að hreinsa loftið í Bretlandi, svokallað Clean Air Act. Lundúnaþokan er enda fremur sjaldgæf núorðið. --- --- --- Náttúrugripasafn Íslands hefur verið á hrakhólum alla tíð, já eiginlega alveg síðan á þarsíðustu öld. Það á sér mjög merkilega sögu, einn þeirra sem vélaði um stofun þess var Benedikt Gröndal skáld og náttúrufræðingur. Safnið var lengi til húsa við þröngan kost í Safnahúsinu, þar sem nú er Þjóðmenningarhúsið. Svo var því komið fyrir uppi við Hlemm í ómögulegu húsnæði. Það er samt varla afsökun fyrir því að láta safngripi skemmast, hvað þá dýrgripi eins og síðasta Geirfuglinn sem var keyptur hingað dýrum dómum 1971. Þegar ég var á Tímanum árið 1985 (hét kannski NT þá) skrifaði ég langa grein um húsnæðishallæri safnsins. Síðan hefur lítið gerst. En svona safn ætti að hafa mikið aðdráttarafl. Kannski væri sniðugast að tengja það með einhverjum hætti sjávardýrasafni - aquarium - sem ég sé fyrir mér að gæti risið úti á Granda. Svona safn í Valencia á Spáni þykir ótrúlega flott. Þar synda fiskarnir yfir höfðum gestanna. Nú koma næstum 400 þúsund ferðamenn á ári til Íslands. Það eitt ætti að vera nægur grundvöllur fyrir svona safn. --- --- --- Sem seðlabankastjóri er Davíð alveg jafn mikið á móti evrunni og sem stjórnmálamaður. Sagði hann ekki eitt sinn að fyrr myndi hann dauður liggja en að við gengjum í Evrópusambandið? En það þýðir ekki lengur að segja að við getum ekki tekið upp evruna vegna þess að hagsveiflan hér sé öðruvísi en annars staðar - hagsveiflan hérna er fyrst og fremst af völdum stjórnmálamanna, síðast vegna alltof mikilla stjóriðjuframkvæmda og líka vegna þenslu á húsnæðismarkaði sem skapaðist vegna skyndilegs framboðs af lánsfé. Þetta kemur fiskveiðum sama og ekkert við. Hlutur þeirra í þjóðarframleiðslunni fer sífellt minnkandi. Þetta er líka spurning um hversu lengi við viljum búa við verðbólgu og ofurvexti. Hvernig stendur á því að gengi krónunnar lækkar sama dag og tilkynnt er um enn eina vaxtahækkunina í Seðlabankanum? En það er þessi yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem vekur mesta athygli. Þið máttuð gera þetta en þið máttuð samt ekki gera þetta - svo segir frá í frétt hér á Vísisvefnum: "Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, telur þá ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, að telja fram í evrum í stað krónu óheppilega. Þetta kom fram á Fréttamannafundi vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Davíð sagði að þegar lögin hafi verið sett um að fyrirtæki gætu gert upp í evrum, þá hafi ekki verið gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki nýttu sér þá heimild. Þau hafi ekki formlega verið undanþegin í lögunum, en engum hafi heldur dottið það í hug að þetta gæti gengið til þeirra. Sérfræðingar óttast að fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums, sem gæti veikt stöðu krónunnar."