Samkeppnishæfni er lykilatriði 11. febrúar 2007 06:15 Á nýliðnu Viðskiptaþingi boðaði Geir H. Haarde breytingar á skattalögum sem eru til einföldunar á skattkerfinu og til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins í skattalegu tilliti. Þessar breytingar eru skynsamlegar. Þær auka líkur á að verðmæt starfsemi haldist í landinu og skili ávinningi inn í samfélagið. Einnig að skattheimta sem kostar meira að halda úti en gefur í aðra hönd verði aflögð. Skattkerfið er og á að vera til stöðugrar endurskoðunar. Viðhorf til skatta er einkum af tvennum toga. Annars vegar er litið á kerfið sem tekjujöfnunarkerfi og hins vegar sem tekjuöflunarkerfi. Um þessi sjónarmið eru eðlilega skiptar skoðanir. Hvorrar trúar sem menn eru í þeim efnum, þá eru skynsamleg markmið skattkerfis þau að halda almennri velferð góðri þegar til lengri tíma er litið. Horfi menn um of til tekjujöfnunar mun það á endanum verða á kostnað tekjuöflunar til að standa undir velferð og grunnþjónustu í landinu. Slíkt getur varla verið ósk þeirra sem einarðastir eru í trú sinni á tekjujöfnun. Í umræðu um skattkerfið, eins og í umræðu um margvíslega aðra þætti efnahagslífsins, kristallast sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Við erum hluti af alþjóðlegu hagkerfi, þar sem samkeppnishæfni okkar á öllum sviðum er lykilatriði um framtíð þjóðarinnar. Framhjá þessari staðreynd verður ekki horft og hún á að vera ein af lykilforsendum í allri umræðu okkar, hvort sem við ræðum skatta, menntamál, framtíðarskipan gjaldmiðils eða veru innan eða utan ESB. Það er deginum ljósara að skýrt og einfalt skattkerfi sem gerir okkur samkeppnishæf um virðisaukandi starfsemi í landinu er ásamt menntun mikilvægasta forsenda þess að við verðum í hópi fremstu þjóða hvað lífskjör varðar á komandi árum. Næst þar á eftir kemur líklega spurningin um gjaldmiðilinn, sem verður sífellt áleitnari eftir því sem ljósara er að stærstu fyrirtæki landsins munu hvert af öðru hverfa frá krónunni. Í þessu efni þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Við eigum auðvitað þann kost að stíga til baka og loka landinu, einangra okkur frá umheiminum og verða einhvers konar Albanía norðursins. Það er hins vegar óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar vilji slíkt samfélag. Þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu hafa leitt til mikillar tekjuaukningar í samfélaginu. Ekkert er fullkomið í veröldinni og ýmsar hliðarverkanir aukinnar velsældar kunna að fara í taugarnar á einhverjum. Slíkt breytir ekki þeirri staðreynd að lægri skattar og einfaldara skattkerfi gera okkur að hæfari keppendum í viðskiptalífi heimsins. Það er forsenda framtíðarvelferðar í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun
Á nýliðnu Viðskiptaþingi boðaði Geir H. Haarde breytingar á skattalögum sem eru til einföldunar á skattkerfinu og til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins í skattalegu tilliti. Þessar breytingar eru skynsamlegar. Þær auka líkur á að verðmæt starfsemi haldist í landinu og skili ávinningi inn í samfélagið. Einnig að skattheimta sem kostar meira að halda úti en gefur í aðra hönd verði aflögð. Skattkerfið er og á að vera til stöðugrar endurskoðunar. Viðhorf til skatta er einkum af tvennum toga. Annars vegar er litið á kerfið sem tekjujöfnunarkerfi og hins vegar sem tekjuöflunarkerfi. Um þessi sjónarmið eru eðlilega skiptar skoðanir. Hvorrar trúar sem menn eru í þeim efnum, þá eru skynsamleg markmið skattkerfis þau að halda almennri velferð góðri þegar til lengri tíma er litið. Horfi menn um of til tekjujöfnunar mun það á endanum verða á kostnað tekjuöflunar til að standa undir velferð og grunnþjónustu í landinu. Slíkt getur varla verið ósk þeirra sem einarðastir eru í trú sinni á tekjujöfnun. Í umræðu um skattkerfið, eins og í umræðu um margvíslega aðra þætti efnahagslífsins, kristallast sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Við erum hluti af alþjóðlegu hagkerfi, þar sem samkeppnishæfni okkar á öllum sviðum er lykilatriði um framtíð þjóðarinnar. Framhjá þessari staðreynd verður ekki horft og hún á að vera ein af lykilforsendum í allri umræðu okkar, hvort sem við ræðum skatta, menntamál, framtíðarskipan gjaldmiðils eða veru innan eða utan ESB. Það er deginum ljósara að skýrt og einfalt skattkerfi sem gerir okkur samkeppnishæf um virðisaukandi starfsemi í landinu er ásamt menntun mikilvægasta forsenda þess að við verðum í hópi fremstu þjóða hvað lífskjör varðar á komandi árum. Næst þar á eftir kemur líklega spurningin um gjaldmiðilinn, sem verður sífellt áleitnari eftir því sem ljósara er að stærstu fyrirtæki landsins munu hvert af öðru hverfa frá krónunni. Í þessu efni þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Við eigum auðvitað þann kost að stíga til baka og loka landinu, einangra okkur frá umheiminum og verða einhvers konar Albanía norðursins. Það er hins vegar óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar vilji slíkt samfélag. Þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu hafa leitt til mikillar tekjuaukningar í samfélaginu. Ekkert er fullkomið í veröldinni og ýmsar hliðarverkanir aukinnar velsældar kunna að fara í taugarnar á einhverjum. Slíkt breytir ekki þeirri staðreynd að lægri skattar og einfaldara skattkerfi gera okkur að hæfari keppendum í viðskiptalífi heimsins. Það er forsenda framtíðarvelferðar í landinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun