Örlagastundin nálgast 22. mars 2007 05:45 Tilraun Framsóknarflokksins til að setja sameignarákvæði um fiskimiðin og aðrar náttúruauðlindir inn í stjórnarskrána í skyndingu skömmu fyrir kosningar fór út um þúfur. Orðalag ákvæðisins í frumvarpi formanna stjórnarflokkanna var ekki heppilegt, eins og Magnús Thoroddsen fyrrum hæstaréttardómari lýsti vel í Morgunblaðinu 15. marz. Fyrsta setning ákvæðisins „Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó svo að ..." vakti strax hugboð um, að auðlindirnar skyldu einmitt ekki vera sameign þjóðarinnar. Hefði hugur fylgt máli, hefði greinin hljóðað svo: „Náttúruauðlindir Íslands eru þjóðareign." Það orðalag er í samræmi við fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Enn betra væri „ævinleg þjóðareign". Á bak við átökin nú um þjóðareignarákvæðið er saga, sem vert er að rifja upp við og við. Þáverandi sjávarútvegsráðherra og síðar formaður Framsóknarflokksins hafði sérlega forgöngu um lögfestingu kvótakerfisins 1984 og auðgaðist sjálfur á öllu saman, en þó ekki eins ótæpilega og þáverandi varaformaður sama flokks auðgaðist á einkavæðingu Búnaðarbankans. Löngu síðar var lítils háttar veiðigjald leitt í lög til málamynda. Þetta má heita hámark ósvífninnar, eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku: að afhenda fyrst sameign þjóðarinnar útvöldum útvegsmönnum og sjálfum sér á silfurfati eftir rangsnúnum reglum og setja síðan upp glóandi geislabaug og krefjast þess, að eignin, sem búið er að gefa í reynd, verði eftirleiðis til frekari málamynda skráð sameign þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni. Ályktun 29. flokksþings Framsóknarflokksins um efnahagsmál um daginn er sömu ættar. Núverandi formaður Framsóknarflokksins er ekki fyrr stiginn upp úr flokksbankastjórastóli sínum í Seðlabanka Íslands en flokksþingið ályktar um nauðsyn þess að „afnema pólitískar ráðningar seðlabankastjóra". Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þessi ítrekaða óskammfeilni minnir einna helzt á manninn, sem myrti foreldra sína og bað um miskunn - og bar því við, að hann væri munaðarlaus. Skoðanakannanir benda nú til þess, að Framsóknarflokkurinn kunni að bíða afhroð í alþingiskosningunum 12. maí og tapa kannski helmingi þingsæta sinna. Framsóknarmenn geta ekki kvartað undan því, að þeir hafi ekki verið varaðir við. Þeim var gerð skýr grein fyrir því í þrotlausum umræðum um kvótakerfið á sínum tíma og æ síðan, að ranglætið, sem í kerfinu felst, yrði ekki þolað og myndi að endingu koma höfundum kerfisins í koll með einum eða öðrum hætti. Örlagastundin nálgast grimm og köld, orti Snorri Hjartarson. Banvænt ranglæti kvótakerfisins var og er þríþætt. Í fyrsta lagi var úthlutun kvótanna ranglát og er enn; það hefði verið réttlátara og hagkvæmara að selja kvótana en afhenda þá ókeypis, og þannig hefði sameignarákvæði laganna getað orðið virkt. Í annan stað var frjálst framsal kvótanna ótækt eins og allt var í pottinn búið: frjálst framsal gat því aðeins talizt réttlátt, að kvótarnir væru seldir í upphafi frekar en gefnir. Þessi innbyrðis þversögn í kvótakerfinu gekk fram af miklum hluta þjóðarinnar. Það, sem á vantaði til að rétta kúrsinn af, var réttlát úthlutun í upphafi með innheimtu veiðigjalds (eða uppboði) og frjálst framsal, en þeirri leið höfnuðu útvegsmenn og erindrekar þeirra á Alþingi. Uppsveiflan í efnahagslífinu undangengin ár hefur dreift athygli og áhyggjum kjósenda frá ranglæti kvótakerfisins, og þá komum við að þriðja atriðinu, sem kann ásamt ýmsu öðru að kosta ríkisstjórnina þingmeirihluta sinn, ef svo fer sem horfir. Ranglæti smitar og hleður utan á sig. Ríkisstjórn, sem drekkur ranglæti eins og vatn, gengur sífellt lengra á sömu braut, unz mælirinn fyllist. Það liggur í hlutarins eðli. Eftir að hafa afhent útvegsmönnum kvótann tók ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins næsta skref og seldi bankana og önnur ríkisfyrirtæki vildarvinum sínum á undirverði. Um leið hefur ríkisstjórnin stuðlað að stórauknum ójöfnuði í þjóðfélaginu með því að þyngja skattbyrði láglaunafólks og hlaða undir auðmenn með skattfríðindum, og síðan bítur hún höfuðið af skömminni með því að þræta fyrir allt saman þvert á órækar upplýsingar, sem sjálfur forsætisráðherrann, þá fjármálaráðherra, lagði fyrir Alþingi 2005. Stjórnina brestur kjark til að horfast í augu við eigin gerðir. Þetta hljóta kjósendur að hafa í huga 12. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun
Tilraun Framsóknarflokksins til að setja sameignarákvæði um fiskimiðin og aðrar náttúruauðlindir inn í stjórnarskrána í skyndingu skömmu fyrir kosningar fór út um þúfur. Orðalag ákvæðisins í frumvarpi formanna stjórnarflokkanna var ekki heppilegt, eins og Magnús Thoroddsen fyrrum hæstaréttardómari lýsti vel í Morgunblaðinu 15. marz. Fyrsta setning ákvæðisins „Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó svo að ..." vakti strax hugboð um, að auðlindirnar skyldu einmitt ekki vera sameign þjóðarinnar. Hefði hugur fylgt máli, hefði greinin hljóðað svo: „Náttúruauðlindir Íslands eru þjóðareign." Það orðalag er í samræmi við fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Enn betra væri „ævinleg þjóðareign". Á bak við átökin nú um þjóðareignarákvæðið er saga, sem vert er að rifja upp við og við. Þáverandi sjávarútvegsráðherra og síðar formaður Framsóknarflokksins hafði sérlega forgöngu um lögfestingu kvótakerfisins 1984 og auðgaðist sjálfur á öllu saman, en þó ekki eins ótæpilega og þáverandi varaformaður sama flokks auðgaðist á einkavæðingu Búnaðarbankans. Löngu síðar var lítils háttar veiðigjald leitt í lög til málamynda. Þetta má heita hámark ósvífninnar, eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku: að afhenda fyrst sameign þjóðarinnar útvöldum útvegsmönnum og sjálfum sér á silfurfati eftir rangsnúnum reglum og setja síðan upp glóandi geislabaug og krefjast þess, að eignin, sem búið er að gefa í reynd, verði eftirleiðis til frekari málamynda skráð sameign þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni. Ályktun 29. flokksþings Framsóknarflokksins um efnahagsmál um daginn er sömu ættar. Núverandi formaður Framsóknarflokksins er ekki fyrr stiginn upp úr flokksbankastjórastóli sínum í Seðlabanka Íslands en flokksþingið ályktar um nauðsyn þess að „afnema pólitískar ráðningar seðlabankastjóra". Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þessi ítrekaða óskammfeilni minnir einna helzt á manninn, sem myrti foreldra sína og bað um miskunn - og bar því við, að hann væri munaðarlaus. Skoðanakannanir benda nú til þess, að Framsóknarflokkurinn kunni að bíða afhroð í alþingiskosningunum 12. maí og tapa kannski helmingi þingsæta sinna. Framsóknarmenn geta ekki kvartað undan því, að þeir hafi ekki verið varaðir við. Þeim var gerð skýr grein fyrir því í þrotlausum umræðum um kvótakerfið á sínum tíma og æ síðan, að ranglætið, sem í kerfinu felst, yrði ekki þolað og myndi að endingu koma höfundum kerfisins í koll með einum eða öðrum hætti. Örlagastundin nálgast grimm og köld, orti Snorri Hjartarson. Banvænt ranglæti kvótakerfisins var og er þríþætt. Í fyrsta lagi var úthlutun kvótanna ranglát og er enn; það hefði verið réttlátara og hagkvæmara að selja kvótana en afhenda þá ókeypis, og þannig hefði sameignarákvæði laganna getað orðið virkt. Í annan stað var frjálst framsal kvótanna ótækt eins og allt var í pottinn búið: frjálst framsal gat því aðeins talizt réttlátt, að kvótarnir væru seldir í upphafi frekar en gefnir. Þessi innbyrðis þversögn í kvótakerfinu gekk fram af miklum hluta þjóðarinnar. Það, sem á vantaði til að rétta kúrsinn af, var réttlát úthlutun í upphafi með innheimtu veiðigjalds (eða uppboði) og frjálst framsal, en þeirri leið höfnuðu útvegsmenn og erindrekar þeirra á Alþingi. Uppsveiflan í efnahagslífinu undangengin ár hefur dreift athygli og áhyggjum kjósenda frá ranglæti kvótakerfisins, og þá komum við að þriðja atriðinu, sem kann ásamt ýmsu öðru að kosta ríkisstjórnina þingmeirihluta sinn, ef svo fer sem horfir. Ranglæti smitar og hleður utan á sig. Ríkisstjórn, sem drekkur ranglæti eins og vatn, gengur sífellt lengra á sömu braut, unz mælirinn fyllist. Það liggur í hlutarins eðli. Eftir að hafa afhent útvegsmönnum kvótann tók ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins næsta skref og seldi bankana og önnur ríkisfyrirtæki vildarvinum sínum á undirverði. Um leið hefur ríkisstjórnin stuðlað að stórauknum ójöfnuði í þjóðfélaginu með því að þyngja skattbyrði láglaunafólks og hlaða undir auðmenn með skattfríðindum, og síðan bítur hún höfuðið af skömminni með því að þræta fyrir allt saman þvert á órækar upplýsingar, sem sjálfur forsætisráðherrann, þá fjármálaráðherra, lagði fyrir Alþingi 2005. Stjórnina brestur kjark til að horfast í augu við eigin gerðir. Þetta hljóta kjósendur að hafa í huga 12. maí.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun