Verðmiði kominn á neysluhegðun 28. mars 2007 06:00 Þorsteinn Geirsson. Vdeca hefur búið til einkaleyfisverndaða ferla sem gerir fyrirtækjum kleift að kaupa upplýsingar um neysluhegðun einstaklinga og bæta þannig markaðssetningu sína. Vdeca er tæplega tveggja ára fyrirtæki sem markaðssetur og selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Fyrirtækið hefur einkaleyfi á ferlunum í 20 löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum og tekur mið af lagaákvæðum persónuverndarlaga og ákvæðum laga um gagnaöryggi. Þetta er algjör nýjung á markaði þar sem fyrirtæki geta tengt saman persónusniðnar upplýsingar um kaup- og neysluhegðun einstaklinga við vörur fyrirtækisins. Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri Vdeca og einn stofnenda þess, segir að með tengingu persónuupplýsinga, aldurs kyns, áhugasviðs, tekna og fleira, við neysluhegðun þurfi að fara fram ferill sem nefnist upplýst samþykki. „Eigandi upplýsinganna, einstaklingurinn, þarf að gefa leyfi fyrir því að upplýsingar hans verði notaðar í ákveðnum tilgangi,“ segir hann og bendir á að í persónuverndarlöggjöfinni sé þetta skrifað í stein. „Og þar sem búið er að einkaleyfavernda ferilinn þá þurfa fyrirtæki sem vilja nálgast upplýsingar sem þessar að gera það í gegnum okkur með einum eða öðrum hætti,“ segir hann og bætir við að geri þeir það ekki sé viðkomandi fyrirtæki að brjóta einkaleyfi. Upplýsingar um kauphegðun einstaklinga eru mjög verðmætar fyrir mörg fyrirtæki, ekki síst lyfjaframleiðendur sem búa ekki yfir neinum tólum fyrir markaðssetningu á lyfseðilsskyldum lyfjum, að sögn Þorsteins. „Viðskiptavinir apóteka verða að gefa upplýst samþykki fyrir notkun upplýsinganna og lyfjaframleiðendur geta síðan veitt þeim punkta eða afslátt af vörum í staðinn,“ segir Þorsteinn og bendir á að ferlar sem þessir auki mjög hagræði við lyfjaframleiðslu og geti sparað hinu opinbera allt að 700 milljónir á ári. Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Vdeca er tæplega tveggja ára fyrirtæki sem markaðssetur og selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Fyrirtækið hefur einkaleyfi á ferlunum í 20 löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum og tekur mið af lagaákvæðum persónuverndarlaga og ákvæðum laga um gagnaöryggi. Þetta er algjör nýjung á markaði þar sem fyrirtæki geta tengt saman persónusniðnar upplýsingar um kaup- og neysluhegðun einstaklinga við vörur fyrirtækisins. Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri Vdeca og einn stofnenda þess, segir að með tengingu persónuupplýsinga, aldurs kyns, áhugasviðs, tekna og fleira, við neysluhegðun þurfi að fara fram ferill sem nefnist upplýst samþykki. „Eigandi upplýsinganna, einstaklingurinn, þarf að gefa leyfi fyrir því að upplýsingar hans verði notaðar í ákveðnum tilgangi,“ segir hann og bendir á að í persónuverndarlöggjöfinni sé þetta skrifað í stein. „Og þar sem búið er að einkaleyfavernda ferilinn þá þurfa fyrirtæki sem vilja nálgast upplýsingar sem þessar að gera það í gegnum okkur með einum eða öðrum hætti,“ segir hann og bætir við að geri þeir það ekki sé viðkomandi fyrirtæki að brjóta einkaleyfi. Upplýsingar um kauphegðun einstaklinga eru mjög verðmætar fyrir mörg fyrirtæki, ekki síst lyfjaframleiðendur sem búa ekki yfir neinum tólum fyrir markaðssetningu á lyfseðilsskyldum lyfjum, að sögn Þorsteins. „Viðskiptavinir apóteka verða að gefa upplýst samþykki fyrir notkun upplýsinganna og lyfjaframleiðendur geta síðan veitt þeim punkta eða afslátt af vörum í staðinn,“ segir Þorsteinn og bendir á að ferlar sem þessir auki mjög hagræði við lyfjaframleiðslu og geti sparað hinu opinbera allt að 700 milljónir á ári.
Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira