Stíll snýst ekki bara um tísku...“ 21. apríl 2007 00:01 MYND/AFP „Ég hef alltaf gefið mig hundrað prósent í allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ sagði Mademoiselle Chanel, ein frægasta tískudrottning allra tíma. Gabrielle „Coco“ Chanel var einstaklega vel gefin kona. Hún var snillingur í samræðulist, framúrskarandi reiðkona og fær í stangveiði. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Chanel varð fyrst kvenna til þess að stílfæra karlmannsföt og sníða þau fyrir hina praktísku, útivinnandi konu. Hún stalst oft í jakkaföt vina sinna sem hún breytti svo eftir eigin sniði. Einn besti félagi hennar, hertoginn breski af Westminster veitti henni innblástur í klassískar Chanel-flíkur eins og blazer-jakka úr tweed-efnum, víðar kápur með belti, klassískar peysur með skyrtukrögum undir og hnepptum ermum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Mademoiselle Chanel hafði einstakt dálæti á kamillu-blóminu sem hún notaði óspart í munstrum og skartgripum. Úr svítu sinni á Ritz-hótelinu í París horfði hún yfir hið fagra Place Vendôme torg, en sexhyrnt lag þess endurspeglast til dæmis í úrum og öðrum fylgihlutum frá Chanel. Hún boðaði þá nýbreytni að kona gæti gengið í sömu dragtinni að degi til og að kvöldlagi án þess að skipta um föt. Hið klassíska Chanel lógó var hannað árið 1921 og enn í dag er það afar nútímalegt. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFrægasta ilmvatn í heimi er auðvitað Chanel no. 5: einstök blanda af blómailmi og er enn í dag eitt mest selda ilmvatnið. Chanel-taskan með frægu leður- og gullkeðjunni varð einnig til af praktískum ástæðum: áður fyrr þurftu konur alltaf að halda á veskjunum sínum en Mademoiselle fann upp þessa hugvitsamlegu en elegant lausn á að bera töskur á öxlinni. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaCoco Chanel dó árið 1971 en eins og hún hafði vonað skildi hún eftir sig klassískan stíl sem á eftir að lifa að eilífu. Árið 1982 tók þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld við yfirhönnun Chanel og tókst að halda í klassísk gildi Chanel en krydda þau ætíð með örlitlum útúrdúrum. Í sumar koma þunnir sjiffonkjólar yfir hvíta boli sterkt inn ásamt „hot pants“ stuttbuxum úr pallíettuefnum og silfruðum og gylltum málmáferðum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFyrir vetrarlínuna 2007-2008 poppar Lagerfeld litapallettu Chanel upp með túrkisbláu, gylltu og rauðu og notast mikið við köflótt efni í skoskum stíl. Einfaldi svarti kjóllinn sem Chanel gerði frægan var framúrstefnulegur í ár, með beige-litum lakksaumum og skór voru rokkaðir og uppháir. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFimm leiðir að Chanel-útlitinu: 1.Svartur beinn jakki, helst með bryddingum. 2. Hvítar skyrtur, einfaldar eða með blúndu, undir svartri peysu eða vesti 3. Litapallettan á helst að haldast við svart, hvítt og beige. 4. Notaðu svartar sokkabuxur við einfalda hvíta kjóla og notaðu svartar slaufur óspart. 5. Rauður varalitur og perlufesti fullkomnar hið klassíska Chanel-útlit. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Ég hef alltaf gefið mig hundrað prósent í allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ sagði Mademoiselle Chanel, ein frægasta tískudrottning allra tíma. Gabrielle „Coco“ Chanel var einstaklega vel gefin kona. Hún var snillingur í samræðulist, framúrskarandi reiðkona og fær í stangveiði. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Chanel varð fyrst kvenna til þess að stílfæra karlmannsföt og sníða þau fyrir hina praktísku, útivinnandi konu. Hún stalst oft í jakkaföt vina sinna sem hún breytti svo eftir eigin sniði. Einn besti félagi hennar, hertoginn breski af Westminster veitti henni innblástur í klassískar Chanel-flíkur eins og blazer-jakka úr tweed-efnum, víðar kápur með belti, klassískar peysur með skyrtukrögum undir og hnepptum ermum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tíska Mademoiselle Chanel hafði einstakt dálæti á kamillu-blóminu sem hún notaði óspart í munstrum og skartgripum. Úr svítu sinni á Ritz-hótelinu í París horfði hún yfir hið fagra Place Vendôme torg, en sexhyrnt lag þess endurspeglast til dæmis í úrum og öðrum fylgihlutum frá Chanel. Hún boðaði þá nýbreytni að kona gæti gengið í sömu dragtinni að degi til og að kvöldlagi án þess að skipta um föt. Hið klassíska Chanel lógó var hannað árið 1921 og enn í dag er það afar nútímalegt. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFrægasta ilmvatn í heimi er auðvitað Chanel no. 5: einstök blanda af blómailmi og er enn í dag eitt mest selda ilmvatnið. Chanel-taskan með frægu leður- og gullkeðjunni varð einnig til af praktískum ástæðum: áður fyrr þurftu konur alltaf að halda á veskjunum sínum en Mademoiselle fann upp þessa hugvitsamlegu en elegant lausn á að bera töskur á öxlinni. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Spring/Summer 2007 ready-to-wear collections in Paris, 06 October 2006. AFP PHOTO/FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaCoco Chanel dó árið 1971 en eins og hún hafði vonað skildi hún eftir sig klassískan stíl sem á eftir að lifa að eilífu. Árið 1982 tók þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld við yfirhönnun Chanel og tókst að halda í klassísk gildi Chanel en krydda þau ætíð með örlitlum útúrdúrum. Í sumar koma þunnir sjiffonkjólar yfir hvíta boli sterkt inn ásamt „hot pants“ stuttbuxum úr pallíettuefnum og silfruðum og gylltum málmáferðum. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFyrir vetrarlínuna 2007-2008 poppar Lagerfeld litapallettu Chanel upp með túrkisbláu, gylltu og rauðu og notast mikið við köflótt efni í skoskum stíl. Einfaldi svarti kjóllinn sem Chanel gerði frægan var framúrstefnulegur í ár, með beige-litum lakksaumum og skór voru rokkaðir og uppháir. A model presents a creation by German designer Karl Lagerfeld for Chanel during the Autumn/Winter 2007/2008 ready-to-wear collection show in Paris, 02 March 2007. AFP PHOTO FRANCOIS GUILLOT chanel, tískaFimm leiðir að Chanel-útlitinu: 1.Svartur beinn jakki, helst með bryddingum. 2. Hvítar skyrtur, einfaldar eða með blúndu, undir svartri peysu eða vesti 3. Litapallettan á helst að haldast við svart, hvítt og beige. 4. Notaðu svartar sokkabuxur við einfalda hvíta kjóla og notaðu svartar slaufur óspart. 5. Rauður varalitur og perlufesti fullkomnar hið klassíska Chanel-útlit.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira