Þrjár bækur á sófaborðið 28. apríl 2007 00:01 Let me In! Frægt fólk með augum Mario Testino. Ljósmyndarinn Mario Testino hefur tekið einstök portrett af frægum einstaklingum, og meðal annars fangað Kate Moss, Gisele Bundchen, Gwyneth Paltrow, Díönu prinsessu og Madonnu á filmu. Myndir hans eru eins konar skrásetning á poppmenningu samtímans og nú getur hinn ófrægari almenningur borið þessar gyðjur augum í bókinni „Let Me In!“ (www.taschen.com) Bókin sýnir mikið af óuppstilltum og skemmtilegum myndum af frægu fólki sem gerir það einhvern veginn … mannlegra. Önnur bók sem er helguð fyrirsætum og frægu fólki er Face of Fashion (www.aperture.org), en í henni er að finna portrettmyndir eftir fræga ljósmyndara eins og Steven Klein, Paolo Roversi, Mario Sorrenti og Corinne Day. Meðal verka í bókinni eru frægu nektarmyndirnar sem Corinne Day tók af Kate Moss og myndir Steven Klein af Madonnu að hnykla vöðvana … og svo síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja innsýn inn í hinn brjálaða heim tískunnar: Happy Birthday Glamour Puss! (www.oneeyedjackspublishing.com) sem er 256 síðna svört-hvít ljósmyndabók tekin í afmælisveislu Jean Paul Gaultier í október af Michel Haddi. Stórskemmtilegar myndir af frægu fólki að gretta sig framan í myndavélina eða af tískuliðinu svolgrandi í sig kampavín. - ambFace of Fashion Myndir eftir helstu tískuljósmyndara samtímans.Happy birthday glamour Puss! Afmælisveisla Jean-Paul Gaultier í „beinni“.testino 2face fashion 2 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Mario Testino hefur tekið einstök portrett af frægum einstaklingum, og meðal annars fangað Kate Moss, Gisele Bundchen, Gwyneth Paltrow, Díönu prinsessu og Madonnu á filmu. Myndir hans eru eins konar skrásetning á poppmenningu samtímans og nú getur hinn ófrægari almenningur borið þessar gyðjur augum í bókinni „Let Me In!“ (www.taschen.com) Bókin sýnir mikið af óuppstilltum og skemmtilegum myndum af frægu fólki sem gerir það einhvern veginn … mannlegra. Önnur bók sem er helguð fyrirsætum og frægu fólki er Face of Fashion (www.aperture.org), en í henni er að finna portrettmyndir eftir fræga ljósmyndara eins og Steven Klein, Paolo Roversi, Mario Sorrenti og Corinne Day. Meðal verka í bókinni eru frægu nektarmyndirnar sem Corinne Day tók af Kate Moss og myndir Steven Klein af Madonnu að hnykla vöðvana … og svo síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja innsýn inn í hinn brjálaða heim tískunnar: Happy Birthday Glamour Puss! (www.oneeyedjackspublishing.com) sem er 256 síðna svört-hvít ljósmyndabók tekin í afmælisveislu Jean Paul Gaultier í október af Michel Haddi. Stórskemmtilegar myndir af frægu fólki að gretta sig framan í myndavélina eða af tískuliðinu svolgrandi í sig kampavín. - ambFace of Fashion Myndir eftir helstu tískuljósmyndara samtímans.Happy birthday glamour Puss! Afmælisveisla Jean-Paul Gaultier í „beinni“.testino 2face fashion 2
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira