Fögur er flugstöðin 15. maí 2007 00:01 Það er engin tilviljun að hvergi í alheiminum er líkingin, fallegur eins og flugstöð, til. Væri Dante upp nú á tímum væri einn hringja helvítis í vítisljóðum hans líkust risavaxinni flugstöð. Reikandi sálir, með þunga pinkla í eftirdragi vafra þar um vegvilltar og svefnvana. Drýslarnir sem kvelja syndara í gömlum helvítisljóðum með eldi og brennisteini eiga margt sameiginlegt með öryggisvörðum flugstöðva. Örþreyttu fólki er miskunnarlaust skipað í langar biðraðir til þess að ókunnugir hliðverðir, með málmleitartæki í stað þríforks, geti þuklað það og rótað í eigum. Ástæðurnar fyrir aðgerðunum þykja mér mjög á huldu. Bæklingarnir sem eiga að skýra út ástæðurnar fyrir skaðsemi heklunála og naglaklippa veita jafn greinagóð svör og talan 42 veitir við tilgangi lífsins. Það er erfitt að gera grein fyrir gerðum sínum þegar maður er tekin höndum fyrir að hafa verið með hluti eins og tannkremstúpu eða farða í fórum sínum. Slíkir hlutir vekja ávallt mikla furðu meðal öryggisvarða heimsins. Fátt virðist ógna flugöryggi meira heldur en varningur af því tagi. Eftir að reiðileg kona hafði strokið mér allri, líklega hefur hún verið að kanna hvort ég hefði meira tannkrem í fórum mínum, og rótað hafði verið í farangri mínum án þess að nokkuð vafasamt kæmi í ljós þótti mér afsökunarbeiðni sjálfsögð. Mér varð ekki af ósk minni. Stefnan er að gruna alla þá sem fara um í gegnum flugstöðvar um möguleg illvirki. Því furða ég mig á því hve sjaldan ég heyri fréttir af því að hlutir, sem eru hættulegir í raun og veru, finnist í fórum ferðalanga. Síðasta sumar man ég reyndar eftir að hafa lesið frásögn af konu sem tekin var höndum á flugvelli í Vestur Virginíu hefði verið lokað eftir að eldfimur vökvi fannst í fórum hennar. Greint var frá því að hún væri 28 ára og frá Palestínu. Skoðaði frétt af sama atviki á annarsstaðar og komst að því að vökvinn hafði verið andlitsvatn. Rafstýrður róbóti var látin eyða þeim ófögnuði undir eftirliti sérsveitar lögreglumanna. Samkvæmt síðari fréttaveitunni virtist konan hafa verið búsett í Bandaríkjunum frá barnæsku. Starfsmenn hennar höfðu greinilega ekki lagt metnað í að rekja ættir hennar til meira framandi staða en Massachusetts. Miðað við allan þann metnað sem lagður er í leit á farþegum, undir því yfirskyni að verið sé að gæta öryggis þeirra, kemur mér á óvart hvað er svo látið óátalið. Eftir að hafa komist í gegnum öryggishliðið við illan leik sá ég konu sem var í svo annarlegu ástandi að hún hafði misst þvag. Öldruð kona gekk svo um óttaslegin á svip æpandi Istanbul án þess að starfsmenn sinntu um hana. Sá hana reyndar aftur eftir um tvo tíma ásamt tyrkneskum manni úr matsölunni sem virtist leiðbeina henni á áfangastað. Hann var eins og engill í víti. Ef það er öryggi farþegar sem valda biðröðum á flugvöllum mætti vel athuga fleiri þætti en hvort þeir séu með naglaþjalir eða farða í farteskinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Það er engin tilviljun að hvergi í alheiminum er líkingin, fallegur eins og flugstöð, til. Væri Dante upp nú á tímum væri einn hringja helvítis í vítisljóðum hans líkust risavaxinni flugstöð. Reikandi sálir, með þunga pinkla í eftirdragi vafra þar um vegvilltar og svefnvana. Drýslarnir sem kvelja syndara í gömlum helvítisljóðum með eldi og brennisteini eiga margt sameiginlegt með öryggisvörðum flugstöðva. Örþreyttu fólki er miskunnarlaust skipað í langar biðraðir til þess að ókunnugir hliðverðir, með málmleitartæki í stað þríforks, geti þuklað það og rótað í eigum. Ástæðurnar fyrir aðgerðunum þykja mér mjög á huldu. Bæklingarnir sem eiga að skýra út ástæðurnar fyrir skaðsemi heklunála og naglaklippa veita jafn greinagóð svör og talan 42 veitir við tilgangi lífsins. Það er erfitt að gera grein fyrir gerðum sínum þegar maður er tekin höndum fyrir að hafa verið með hluti eins og tannkremstúpu eða farða í fórum sínum. Slíkir hlutir vekja ávallt mikla furðu meðal öryggisvarða heimsins. Fátt virðist ógna flugöryggi meira heldur en varningur af því tagi. Eftir að reiðileg kona hafði strokið mér allri, líklega hefur hún verið að kanna hvort ég hefði meira tannkrem í fórum mínum, og rótað hafði verið í farangri mínum án þess að nokkuð vafasamt kæmi í ljós þótti mér afsökunarbeiðni sjálfsögð. Mér varð ekki af ósk minni. Stefnan er að gruna alla þá sem fara um í gegnum flugstöðvar um möguleg illvirki. Því furða ég mig á því hve sjaldan ég heyri fréttir af því að hlutir, sem eru hættulegir í raun og veru, finnist í fórum ferðalanga. Síðasta sumar man ég reyndar eftir að hafa lesið frásögn af konu sem tekin var höndum á flugvelli í Vestur Virginíu hefði verið lokað eftir að eldfimur vökvi fannst í fórum hennar. Greint var frá því að hún væri 28 ára og frá Palestínu. Skoðaði frétt af sama atviki á annarsstaðar og komst að því að vökvinn hafði verið andlitsvatn. Rafstýrður róbóti var látin eyða þeim ófögnuði undir eftirliti sérsveitar lögreglumanna. Samkvæmt síðari fréttaveitunni virtist konan hafa verið búsett í Bandaríkjunum frá barnæsku. Starfsmenn hennar höfðu greinilega ekki lagt metnað í að rekja ættir hennar til meira framandi staða en Massachusetts. Miðað við allan þann metnað sem lagður er í leit á farþegum, undir því yfirskyni að verið sé að gæta öryggis þeirra, kemur mér á óvart hvað er svo látið óátalið. Eftir að hafa komist í gegnum öryggishliðið við illan leik sá ég konu sem var í svo annarlegu ástandi að hún hafði misst þvag. Öldruð kona gekk svo um óttaslegin á svip æpandi Istanbul án þess að starfsmenn sinntu um hana. Sá hana reyndar aftur eftir um tvo tíma ásamt tyrkneskum manni úr matsölunni sem virtist leiðbeina henni á áfangastað. Hann var eins og engill í víti. Ef það er öryggi farþegar sem valda biðröðum á flugvöllum mætti vel athuga fleiri þætti en hvort þeir séu með naglaþjalir eða farða í farteskinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun