Glans, glamúr og gleði 21. maí 2007 09:55 Mark Ruffalo og eiginkona hans Sunrise Coigney á leið af frumsýningu myndarinnar Zodiac á Cannes. Það var mikið um dýrðir þegar 60. kvikmyndahátíðin í Cannes var sett síðasta miðvikudagskvöld með tilheyrandi galasýningu á opnunarmyndinni My Blueberry Nights eftir leikstjórann Wong Kar-Wai. Þetta er fyrsta mynd hins virta kínverska leikstjóra Wong Kar-Wai með ensku tali og var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Myndin skartar þeim Jude Law og Noruh Jones í aðalhlutverki ásamt Natalie Portman og Rachel Weisz. Það var ekki síður eftirvænting eftir því að sjá hvernig söngkonan vinsæla og Grammy-verðlaunahafinn Norah Jones myndi taka sig út í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu.Rauða teppið aðalmáliðChloe Sevigny og Jake Gyllenhall mæta á sýningu kvikmyndar David Fincher „Zodiac‘‘ í Cannes. Myndir /Getty ImagesAllt fór fram með hefðbundnum hætti á opnunni. Rauða dreglinum var rúllað út við höllina Festival de Palais á aðalgötunni La Croistette meðan stelpurnar lágu ennþá berbrjósta í sólbaði rétt fyrir neðan og snekkjueiginendur drukku kokteila rétt fyrir utan ströndina. Æstir aðdáendur byrjuðu að raða sér upp við La Croisette daginn áður og biðu í ofvæni eftir að limósínurnar mættu með stjörnurnar sem byrjuðu að tínast ein af öðrum í höllina. Sólin skein og dúndrandi partítónlist barst úr hátalarakerfinu meðan kynnirinn tilkynnti hátt og skýrt hverjir voru mættir á rauða dregilinn. Ljósmyndararnir höfðu stillt sér upp við dregilinn, allir í smóking. Fagnaðarlætin brutust út þegar Jude Law og Norah Jones mættu loksins. Jude lék við hvern sinn fingur og óð beint til aðdáenda og tók í höndina á þeim. Norah virtist heldur feimnari og það mátti heyra ljósmyndarana keppast um að kalla „Norah líttu hingað“ meðan blossarnir blinduðu nærstadda. Í Cannes er skylda að klæða sig upp áður en stigið er inn á rauða dregilinn og meira að segja ljósmyndararnir þurfa að vera í smóking.BláberjanæturNorah jones ásamt Jude Law, Wong Kar Wai og eiginkonu hans á frumsýningu My Blueberry Nights.Myndin My Blueberry Nights fékk heldur dræma dóma hjá gagnrýnendum. Wong Kar-Wai er eftirlætisbarn í Cannes. Fyrsta myndin hans As Tears Go By var sýnd á hátíðinni 1989, en það var Chungking Express sem skaut honum á stjörnuhimininn 1994 og fyrsta mynd hans sem fékk alþjóðlega dreifingu. Happy Together var verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn á Cannes 1997 og In the Mood for Love var frumsýningarmynd Cannes 2000. Í fyrra var þessi virti leikstjóri formaður dómnefndar og þótti því við hæfi að hann opnaði keppnina og hátíðina þetta árið. Gagnrýnendur virtust sammála um að það hefði verið helstu mistök Wong Kar-Wai að gera myndina í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Kínverjinn fór þangað var einföld: „Ég vildi fá Noruh Jones til að leika, ég elska röddina hennar, en ekki gat ég látið hana leika á kínversku“ sagði Wai við blaðamenn. „Ég hitti hana á kaffistað í New York, hún labbaði inn í „flip-flops“ og þáði hlutverkið.“ Þar með var það ákveðið að hann myndi gera mynd með ensku tali. Myndin er hugljúf rómantísk ástarsaga og sannkölluð stelpumynd. My Blueberry Nights þykir minna á hans vinsælustu mynd, In the Mood for Love, en í þetta sinn þykir ekki takast eins vel til. Flestir eru sammála um að hún sé of sykurhúðuð og minnir um of á súpermarkaðs ástarsögu. Þó að Norah hafi verið dásamleg í sínu hlutverki dugði það ekki til. En það er ekki svo óalgengt að leikstjórum sem vegnar vel með myndir á eigin tungumáli mistakist þegar þeir færa sig yfir til Hollywood og gera mynd með ensku tali.Gullpálminn eftirsóttiDavid Lynch og óþekkt fylgismey mæta á opnunarhátíð þessarar sextugustu Cannes hátíðar.Það eru keppnismyndirnar sem keppa um hinn eftirsótta Gullpálma sem vekja jafnan mestan áhuga í Cannes. Ný keppnismynd er frumsýnd á hverjum degi með tilheyrandi galasýningu, blaðamannafundum og tilstandi. Á öðrum degi var það stórmyndin Zodiac eftir David Fincher sem var frumsýnd. Myndin er stjörnum prýdd og því mikið um að vera á rauða teppinu þegar Jake Gyllenhall, Chloe Sevigny, Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og læknirinn vinalegi úr ER, Anthony Edwards, mættu á teppið. David Fincher sló í gegn með myndinni Se7en árið 1995 og stimplaði Brad Pitt inn á kortið. Á eftir fylgdi myndin Fight Club sem náði hálfgerðum költ-status og Panic Room. Zodiac er sannsöguleg mynd og fjallar um raðmorðingjann fræga í San Francisco á sjöunda áratugnum sem kallaði sig Zodiac og skrifaði bréf til helstu dagblaða á svæðinu. Jake Gyllenhal átti þarna stórleik og hefur náð að stimpla sig inn sem einn mikilvægasti leikarinn af hans kynslóð eftir Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir Brokeback Mountain í fyrra. Zodiac hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og þykir besta mynd Finchers, jafnvel of fullkomin.Quentin Tarantino í keppninniSeinna um kvöldið var síðan rúmenska myndin 4 Months, 3 Weeks and 2 Days eftir Christian Mungiu frumsýnd, en hún fær góða dóma gagnrýnanda. Ekki var samt mikið um húllumhæ á rauða dreglinum þegar sú mynd var frumsýnd og greinilegt að í Cannes eins og annars staðar eru það Hollywood-stjörnur sem draga að sér mesta athyglina. Ekki fer mikið fyrir tali um góða lýsingu, kvikmyndatöku og klippingu sem heyrist oft á kvikmyndahátíðum þar sem kvikmyndanördar koma saman heldur eru það stjörnur, stjörnur og aftur stjörnur sem skipta máli. Nú þegar hafa líka verið frumsýndar í keppninni franska myndin Les chanson d’amour eftir Christophe Honoré og rússneska myndin Izgnanie eftir Andrei Zvyagintsev. En keppnin er enn þá komin of stutt af stað og of snemmt er að segja til um hvaða myndir eru sigurstranglegastar. 22 myndir taka þátt í keppninni. Meðal annarra er Emir Kusturica mættur aftur til leiks með Promise Me This og Gus Van Sant með Paranoid Park. Íslandsvinurinn Quentin Tarantino á mynd í keppninni, Death Proof, þar sem hryllingurinn heldur áfram og spennandi að sjá hvernig honum verður tekið í Cannes. Fatih Akin sem sló í gegn með Head On árið 2004 og vann Berlínarbjörninn reynir nú við Gullpálmann. Rússinn Alexander Sokurov var heiðursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í fyrra og er núna með myndina Alexandra í keppninni. Cannes virðist vera að velja leikstjóra þetta árið sem áður þóttu of avant-garde fyrir Cannes og er Sokurov einn þeirra. Hátíðin reynir að hafa meira listrænt gildi þó að Hollywood-stjörnurnar og markaðurinn fái ennþá mestu athyglina.Cohen bræður mættir afturUS director David Lynch (L) and an unidentified guest pose upon arriving at the Festival Palace for the opening ceremony of the 60th edition of the Cannes Film Festival, southern France, 16 May 2007. The road movie set in the United States 'Blueberry Nights', directed by Hong Kong filmmaker Wong Kar Wai and starring soft-note singer Norah Jones is to open the Cannes film festival in France in a showy bow to the event's global credentials. A lavish sprinkle of Hollywood stars and veteran film-makers, a dash of arthouse fare and new international discoveries -- the Cannes filmfest celebrates its 60th edition with a tried and true recipe for success. AFP PHOTO / VALERY HACHE cannes david lynchJoel og Ethan Cohen-bræður eru nokkurs konar eftirlætissynir Cannes og snúa aftur með það sem þeir þekkja best, þunglyndislega mynd sem þeir kalla Paranoid Park og fjallar um hjólabrettastrák sem drepur óvart öryggisvörð. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð myndina segja hana jafnvel bestu mynd þeirra, eftir nokkrar frekar misheppnaðar tilraunir til að gera grínmyndir á borð Oh Brother Where Art Thou. Joel og Ethan mættu fyrst á Cannes 1987 með aðra mynd sína Arizona Junior, 1991 unnu þeir Gullpálmann fyrir Barton Fink, árið 1996 unnu þeir bestu leikstjórn fyrir hittarann Fargo og aftur 2001 fyrir The Man Who Wasn"t There. Þeim verður því vafalaust vel tekið í Cannes þetta árið.Sól, pálmatré og stjörnursophie marceau Hin kynþokkafulla franska leikkona mætir á svæðið.Stemningin í Cannes er engri lík. Cannes er lítill strandbær í Suður Frakklandi og ekki margar kvikmyndahátíðir sem fara fram niður við strönd í sumar og sól. Cannes er líka hátíð ríka fólksins, skútur og snekkjur liggja alls staðar við höfnina og það þykir fínt að koma til Cannes, gista á ofurdýrum hótelum og klæða sig upp í ofurfína kjóla til að fara í bíó. Það fer enginn inn á rauða dregilinn nema í sínu fínasta pússi. Cannes er stærsta kvikmyndahátíð í heimi og markaðurinn í kringum hana er risastór. Þar má sjá fólk „víla og díla“ allan daginn. Þar eru framleiðslufyrirtæki sem keppast við að selja myndirnar sínar og allir eru sveittir í símanum allan daginn. Þannig er Cannes sambland af artí-kvikmyndhátíð og amerískri hátíð því bransagaurarnir eru úti um allt. Áhorfendur og aðdáendur flykkjast á hátíðina og fyrir utan höllina má sjá slagsmál um miða því færri komast að en vilja og ekki auðvelt fyrir almúgann að komast inn í höllina Festival de Palais. Úti um allt eru ljósmyndarar tilbúnir að taka myndir þegar næsta stjarna sést labba niður götuna og á kvöldin er mikið líf og fjör út á götu og partíið heldur að sjálfsögðu áfram langt fram á nætur. Hér eru endalaus boð og partí. Meðfram ströndinni á La Croisette þar sem höllin stendur er troðið af fólki sem smeygir sér um milli pálmatrjáa með tilheyrandi hamagangi og látum. Þar má sjá stjörnur jafnt sem „wannabes“, stelpur uppstrílaðar reyna að láta taka eftir sér og keppast um athygli ljósmyndara sem eru úti um allt. Hér er líka ríka og fallega fólkið, venjulega fólkið sem gengur samt um í Gucci og Louis Vuitton eins og ekkert sé sjálfsagðara, gistir á lúxushótelum eða á risasnekkjunum sem setja svip sinn á frönsku Rivíeruna. Sumir koma til Cannes og fara aldrei í bíó, þeir eru of uppteknir við að samningana, hanga á barnum og að mæta í partíin. Í heimi fræga fólksins þykir líka fínt að láta sjá sig í Cannes og þess vegna má sjá stjörnur eins og Jessica Simpson mæta upp úr þurru og djamma með Jude Law og Noruh Jones í frumsýningarpartíinu. nCANNES - MAY 17: Icelandic pop star Bjork arrives at the premiere of her film "Dancer In The Dark" at the International Film Festival on May 17, 2000 in Cannes, France. (Photo by Dave Hogan/Getty Images) cannes, björk Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það var mikið um dýrðir þegar 60. kvikmyndahátíðin í Cannes var sett síðasta miðvikudagskvöld með tilheyrandi galasýningu á opnunarmyndinni My Blueberry Nights eftir leikstjórann Wong Kar-Wai. Þetta er fyrsta mynd hins virta kínverska leikstjóra Wong Kar-Wai með ensku tali og var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Myndin skartar þeim Jude Law og Noruh Jones í aðalhlutverki ásamt Natalie Portman og Rachel Weisz. Það var ekki síður eftirvænting eftir því að sjá hvernig söngkonan vinsæla og Grammy-verðlaunahafinn Norah Jones myndi taka sig út í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu.Rauða teppið aðalmáliðChloe Sevigny og Jake Gyllenhall mæta á sýningu kvikmyndar David Fincher „Zodiac‘‘ í Cannes. Myndir /Getty ImagesAllt fór fram með hefðbundnum hætti á opnunni. Rauða dreglinum var rúllað út við höllina Festival de Palais á aðalgötunni La Croistette meðan stelpurnar lágu ennþá berbrjósta í sólbaði rétt fyrir neðan og snekkjueiginendur drukku kokteila rétt fyrir utan ströndina. Æstir aðdáendur byrjuðu að raða sér upp við La Croisette daginn áður og biðu í ofvæni eftir að limósínurnar mættu með stjörnurnar sem byrjuðu að tínast ein af öðrum í höllina. Sólin skein og dúndrandi partítónlist barst úr hátalarakerfinu meðan kynnirinn tilkynnti hátt og skýrt hverjir voru mættir á rauða dregilinn. Ljósmyndararnir höfðu stillt sér upp við dregilinn, allir í smóking. Fagnaðarlætin brutust út þegar Jude Law og Norah Jones mættu loksins. Jude lék við hvern sinn fingur og óð beint til aðdáenda og tók í höndina á þeim. Norah virtist heldur feimnari og það mátti heyra ljósmyndarana keppast um að kalla „Norah líttu hingað“ meðan blossarnir blinduðu nærstadda. Í Cannes er skylda að klæða sig upp áður en stigið er inn á rauða dregilinn og meira að segja ljósmyndararnir þurfa að vera í smóking.BláberjanæturNorah jones ásamt Jude Law, Wong Kar Wai og eiginkonu hans á frumsýningu My Blueberry Nights.Myndin My Blueberry Nights fékk heldur dræma dóma hjá gagnrýnendum. Wong Kar-Wai er eftirlætisbarn í Cannes. Fyrsta myndin hans As Tears Go By var sýnd á hátíðinni 1989, en það var Chungking Express sem skaut honum á stjörnuhimininn 1994 og fyrsta mynd hans sem fékk alþjóðlega dreifingu. Happy Together var verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn á Cannes 1997 og In the Mood for Love var frumsýningarmynd Cannes 2000. Í fyrra var þessi virti leikstjóri formaður dómnefndar og þótti því við hæfi að hann opnaði keppnina og hátíðina þetta árið. Gagnrýnendur virtust sammála um að það hefði verið helstu mistök Wong Kar-Wai að gera myndina í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Kínverjinn fór þangað var einföld: „Ég vildi fá Noruh Jones til að leika, ég elska röddina hennar, en ekki gat ég látið hana leika á kínversku“ sagði Wai við blaðamenn. „Ég hitti hana á kaffistað í New York, hún labbaði inn í „flip-flops“ og þáði hlutverkið.“ Þar með var það ákveðið að hann myndi gera mynd með ensku tali. Myndin er hugljúf rómantísk ástarsaga og sannkölluð stelpumynd. My Blueberry Nights þykir minna á hans vinsælustu mynd, In the Mood for Love, en í þetta sinn þykir ekki takast eins vel til. Flestir eru sammála um að hún sé of sykurhúðuð og minnir um of á súpermarkaðs ástarsögu. Þó að Norah hafi verið dásamleg í sínu hlutverki dugði það ekki til. En það er ekki svo óalgengt að leikstjórum sem vegnar vel með myndir á eigin tungumáli mistakist þegar þeir færa sig yfir til Hollywood og gera mynd með ensku tali.Gullpálminn eftirsóttiDavid Lynch og óþekkt fylgismey mæta á opnunarhátíð þessarar sextugustu Cannes hátíðar.Það eru keppnismyndirnar sem keppa um hinn eftirsótta Gullpálma sem vekja jafnan mestan áhuga í Cannes. Ný keppnismynd er frumsýnd á hverjum degi með tilheyrandi galasýningu, blaðamannafundum og tilstandi. Á öðrum degi var það stórmyndin Zodiac eftir David Fincher sem var frumsýnd. Myndin er stjörnum prýdd og því mikið um að vera á rauða teppinu þegar Jake Gyllenhall, Chloe Sevigny, Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og læknirinn vinalegi úr ER, Anthony Edwards, mættu á teppið. David Fincher sló í gegn með myndinni Se7en árið 1995 og stimplaði Brad Pitt inn á kortið. Á eftir fylgdi myndin Fight Club sem náði hálfgerðum költ-status og Panic Room. Zodiac er sannsöguleg mynd og fjallar um raðmorðingjann fræga í San Francisco á sjöunda áratugnum sem kallaði sig Zodiac og skrifaði bréf til helstu dagblaða á svæðinu. Jake Gyllenhal átti þarna stórleik og hefur náð að stimpla sig inn sem einn mikilvægasti leikarinn af hans kynslóð eftir Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir Brokeback Mountain í fyrra. Zodiac hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og þykir besta mynd Finchers, jafnvel of fullkomin.Quentin Tarantino í keppninniSeinna um kvöldið var síðan rúmenska myndin 4 Months, 3 Weeks and 2 Days eftir Christian Mungiu frumsýnd, en hún fær góða dóma gagnrýnanda. Ekki var samt mikið um húllumhæ á rauða dreglinum þegar sú mynd var frumsýnd og greinilegt að í Cannes eins og annars staðar eru það Hollywood-stjörnur sem draga að sér mesta athyglina. Ekki fer mikið fyrir tali um góða lýsingu, kvikmyndatöku og klippingu sem heyrist oft á kvikmyndahátíðum þar sem kvikmyndanördar koma saman heldur eru það stjörnur, stjörnur og aftur stjörnur sem skipta máli. Nú þegar hafa líka verið frumsýndar í keppninni franska myndin Les chanson d’amour eftir Christophe Honoré og rússneska myndin Izgnanie eftir Andrei Zvyagintsev. En keppnin er enn þá komin of stutt af stað og of snemmt er að segja til um hvaða myndir eru sigurstranglegastar. 22 myndir taka þátt í keppninni. Meðal annarra er Emir Kusturica mættur aftur til leiks með Promise Me This og Gus Van Sant með Paranoid Park. Íslandsvinurinn Quentin Tarantino á mynd í keppninni, Death Proof, þar sem hryllingurinn heldur áfram og spennandi að sjá hvernig honum verður tekið í Cannes. Fatih Akin sem sló í gegn með Head On árið 2004 og vann Berlínarbjörninn reynir nú við Gullpálmann. Rússinn Alexander Sokurov var heiðursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í fyrra og er núna með myndina Alexandra í keppninni. Cannes virðist vera að velja leikstjóra þetta árið sem áður þóttu of avant-garde fyrir Cannes og er Sokurov einn þeirra. Hátíðin reynir að hafa meira listrænt gildi þó að Hollywood-stjörnurnar og markaðurinn fái ennþá mestu athyglina.Cohen bræður mættir afturUS director David Lynch (L) and an unidentified guest pose upon arriving at the Festival Palace for the opening ceremony of the 60th edition of the Cannes Film Festival, southern France, 16 May 2007. The road movie set in the United States 'Blueberry Nights', directed by Hong Kong filmmaker Wong Kar Wai and starring soft-note singer Norah Jones is to open the Cannes film festival in France in a showy bow to the event's global credentials. A lavish sprinkle of Hollywood stars and veteran film-makers, a dash of arthouse fare and new international discoveries -- the Cannes filmfest celebrates its 60th edition with a tried and true recipe for success. AFP PHOTO / VALERY HACHE cannes david lynchJoel og Ethan Cohen-bræður eru nokkurs konar eftirlætissynir Cannes og snúa aftur með það sem þeir þekkja best, þunglyndislega mynd sem þeir kalla Paranoid Park og fjallar um hjólabrettastrák sem drepur óvart öryggisvörð. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð myndina segja hana jafnvel bestu mynd þeirra, eftir nokkrar frekar misheppnaðar tilraunir til að gera grínmyndir á borð Oh Brother Where Art Thou. Joel og Ethan mættu fyrst á Cannes 1987 með aðra mynd sína Arizona Junior, 1991 unnu þeir Gullpálmann fyrir Barton Fink, árið 1996 unnu þeir bestu leikstjórn fyrir hittarann Fargo og aftur 2001 fyrir The Man Who Wasn"t There. Þeim verður því vafalaust vel tekið í Cannes þetta árið.Sól, pálmatré og stjörnursophie marceau Hin kynþokkafulla franska leikkona mætir á svæðið.Stemningin í Cannes er engri lík. Cannes er lítill strandbær í Suður Frakklandi og ekki margar kvikmyndahátíðir sem fara fram niður við strönd í sumar og sól. Cannes er líka hátíð ríka fólksins, skútur og snekkjur liggja alls staðar við höfnina og það þykir fínt að koma til Cannes, gista á ofurdýrum hótelum og klæða sig upp í ofurfína kjóla til að fara í bíó. Það fer enginn inn á rauða dregilinn nema í sínu fínasta pússi. Cannes er stærsta kvikmyndahátíð í heimi og markaðurinn í kringum hana er risastór. Þar má sjá fólk „víla og díla“ allan daginn. Þar eru framleiðslufyrirtæki sem keppast við að selja myndirnar sínar og allir eru sveittir í símanum allan daginn. Þannig er Cannes sambland af artí-kvikmyndhátíð og amerískri hátíð því bransagaurarnir eru úti um allt. Áhorfendur og aðdáendur flykkjast á hátíðina og fyrir utan höllina má sjá slagsmál um miða því færri komast að en vilja og ekki auðvelt fyrir almúgann að komast inn í höllina Festival de Palais. Úti um allt eru ljósmyndarar tilbúnir að taka myndir þegar næsta stjarna sést labba niður götuna og á kvöldin er mikið líf og fjör út á götu og partíið heldur að sjálfsögðu áfram langt fram á nætur. Hér eru endalaus boð og partí. Meðfram ströndinni á La Croisette þar sem höllin stendur er troðið af fólki sem smeygir sér um milli pálmatrjáa með tilheyrandi hamagangi og látum. Þar má sjá stjörnur jafnt sem „wannabes“, stelpur uppstrílaðar reyna að láta taka eftir sér og keppast um athygli ljósmyndara sem eru úti um allt. Hér er líka ríka og fallega fólkið, venjulega fólkið sem gengur samt um í Gucci og Louis Vuitton eins og ekkert sé sjálfsagðara, gistir á lúxushótelum eða á risasnekkjunum sem setja svip sinn á frönsku Rivíeruna. Sumir koma til Cannes og fara aldrei í bíó, þeir eru of uppteknir við að samningana, hanga á barnum og að mæta í partíin. Í heimi fræga fólksins þykir líka fínt að láta sjá sig í Cannes og þess vegna má sjá stjörnur eins og Jessica Simpson mæta upp úr þurru og djamma með Jude Law og Noruh Jones í frumsýningarpartíinu. nCANNES - MAY 17: Icelandic pop star Bjork arrives at the premiere of her film "Dancer In The Dark" at the International Film Festival on May 17, 2000 in Cannes, France. (Photo by Dave Hogan/Getty Images) cannes, björk
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira