Stjórn heilbrigðrar skynsemi 21. maí 2007 05:45 Nýja ríkisstjórn Frakklands skipa 15 ráðherrar. Frakkar eru um 64 milljónir talsins þannig að kostnaður við hvert ráðuneyti er borinn upp af rúmlega 4 milljónum landsmanna. Í síðustu ríkisstjórn Íslands sátu 12 ráðherrar. Íslendingar eru um 300 þúsund þannig að um 25 þúsund manns bera uppi kostnaðinn við hvert ráðuneyti. Íslenska utanríkisráðuneytið eitt og sér kostar skattgreiðendur um níu og hálfan milljarð á ári. Sé deilt í þá upphæð með 25 þúsund kemur út upphæðin 380 þúsund krónur á hvert mannsbarn. (Já, það er dáldið mikið). HELSTA markmið utanríkisráðuneytisins er að vinna Íslandi sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem er sú deild S.Þ. sem fer með hernaðarmál. Enginn hefur enn þá getað útskýrt hvaða vitneskja eða sérþekking það er sem íslenska utanríkisráðuneytið býr yfir á sviði hernaðarmála og telur brýnt að leggja fram á alþjóðavettvangi. Það er góðra gjalda vert að vilja auka veg Íslands og virðingu meðal þjóða. Skynsamlegra væri þó að bjóða sig fram til verka á sviði mannréttinda, þróunarhjálpar eða menntamála fremur en á hernaðarsviði. GEGGJUN, bruðl og stórmennskubrjálæði í íslenskri stjórnsýslu er því miður ekki sérgrein utanríkisráðuneytisins. Það er víðar pottur brotinn. Nú situr hópur fólks austur á Þingvöllum við að koma saman nýrri ríkisstjórn handa þjóðinni. Það væri óskandi að þetta góða fólk setti sér það takmark að fara skynsamlega og sparlega með skattpeninga samborgara sinna til dæmis með því að skrúfa fyrir eitthvað af sírennslinu á vegum hins opinbera. Ærin verkefni blasa við á því sviði og utanríkisráðuneytið er aðeins eitt dæmi af mörgum um útþenslu og bjánagang sem þarf að stöðva. NÚ má einu gilda hvort sú stjórn sem verið er að mynda kallar sig Þingvallastjórn eða Baugsstjórn. Það sem skiptir máli er að stjórnin beri virðingu fyrir þjóðinni og einsetji sér að stjórna af réttsýni, hagsýni og heiðarleika. Það er kominn tími til að okkar ágæta þjóð fái þá stjórn sem hún á skilið: Stjórn heilbrigðrar skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Nýja ríkisstjórn Frakklands skipa 15 ráðherrar. Frakkar eru um 64 milljónir talsins þannig að kostnaður við hvert ráðuneyti er borinn upp af rúmlega 4 milljónum landsmanna. Í síðustu ríkisstjórn Íslands sátu 12 ráðherrar. Íslendingar eru um 300 þúsund þannig að um 25 þúsund manns bera uppi kostnaðinn við hvert ráðuneyti. Íslenska utanríkisráðuneytið eitt og sér kostar skattgreiðendur um níu og hálfan milljarð á ári. Sé deilt í þá upphæð með 25 þúsund kemur út upphæðin 380 þúsund krónur á hvert mannsbarn. (Já, það er dáldið mikið). HELSTA markmið utanríkisráðuneytisins er að vinna Íslandi sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem er sú deild S.Þ. sem fer með hernaðarmál. Enginn hefur enn þá getað útskýrt hvaða vitneskja eða sérþekking það er sem íslenska utanríkisráðuneytið býr yfir á sviði hernaðarmála og telur brýnt að leggja fram á alþjóðavettvangi. Það er góðra gjalda vert að vilja auka veg Íslands og virðingu meðal þjóða. Skynsamlegra væri þó að bjóða sig fram til verka á sviði mannréttinda, þróunarhjálpar eða menntamála fremur en á hernaðarsviði. GEGGJUN, bruðl og stórmennskubrjálæði í íslenskri stjórnsýslu er því miður ekki sérgrein utanríkisráðuneytisins. Það er víðar pottur brotinn. Nú situr hópur fólks austur á Þingvöllum við að koma saman nýrri ríkisstjórn handa þjóðinni. Það væri óskandi að þetta góða fólk setti sér það takmark að fara skynsamlega og sparlega með skattpeninga samborgara sinna til dæmis með því að skrúfa fyrir eitthvað af sírennslinu á vegum hins opinbera. Ærin verkefni blasa við á því sviði og utanríkisráðuneytið er aðeins eitt dæmi af mörgum um útþenslu og bjánagang sem þarf að stöðva. NÚ má einu gilda hvort sú stjórn sem verið er að mynda kallar sig Þingvallastjórn eða Baugsstjórn. Það sem skiptir máli er að stjórnin beri virðingu fyrir þjóðinni og einsetji sér að stjórna af réttsýni, hagsýni og heiðarleika. Það er kominn tími til að okkar ágæta þjóð fái þá stjórn sem hún á skilið: Stjórn heilbrigðrar skynsemi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun