Góðir grannar 29. maí 2007 00:01 Sums staðar er samkennd nágranna mikil og félagslíf og dagleg samskipti þeirra á milli í miklum blóma. Annars staðar veit fólk varla af nágrönnum sínum og vill hafa það þannig. Svo getur þetta breyst. Núna virðist mér til dæmis að samvitund og samstaða íbúa við Njálsgötuna á milli Barónsstígs og Snorrabrautar sé talsvert meiri en hún var árin sem ég bjó á efstu hæðinni á Njálsgötu 74, húsi sem fyrirhugað er að gera að athvarfi fyrir heimilislausa. Allan tímann sem ég bjó þar þurfti ég ekki í eitt einasta skipti að eiga samskipti við neinn nágrannanna. Nú virðist þarna hins vegar vera komið nátengt samfélag fólks um bætt og fegurra mannlíf akkúrat á þessum bletti höfuðborgarinnar, samfélag sem undanfarið hefur verið iðið við að benda á þá aðför borgaryfirvalda að hinu göfuga mannlífi, sem þarna virðist hafa myndast virkt íbúalýðræði um að rækta og styrkja, sem í því er fólgin að koma ógæfufólki fyrir í einu húsanna. Það er reyndar ekki alveg rétt að ég hafi ekki átt nein samskipti við neinn nágrannanna. Á jarðhæð þessa húss bjó nefnilega um tíma fíkniefnasali sem ég deildi stigagangi með og varð fljótt málkunnugur. Um þessar mundir reykti hann sig skakkan á Austurvelli í Íslandi í dag undir vökulum augum Jóns Ársæls, þannig að það er ekki beinlínis eins og hann hafi farið leynt með neyslu sína. Ekki varð ég var við mikil mótmæli gegn búsetu hans þarna þótt hver maður með sjónvarp, augu í hausnum og lágmarksraunveruleikatengingu hefði átt að geta áttað sig á því hvað þarna væri á seyði, enda gestagangurinn hjá honum ekkert venjulegur. Ekki rekur mig minni til þess að nokkurn tímann hafi hlotist af því ónæði á leikskólanum Barónsborg að í fimmtán metra fjarlægð frá rólunum þar færi fram umfangsmikil fíkinefnasala. Nú hafa íbúar svæðisins hins vegar gríðarlegar áhyggjur af því að þar leggist allt uppeldisstarf niður í kjölfar þess að útigangsmenn fái húsaskjól í íbúðinni þar sem hverfisdílerinn bjó áður. Kannski er þó rétt að láta íbúana njóta sannmælis. Þeir eru, eins og fram hefur komið, alls ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Bara ekki í götunni þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Sums staðar er samkennd nágranna mikil og félagslíf og dagleg samskipti þeirra á milli í miklum blóma. Annars staðar veit fólk varla af nágrönnum sínum og vill hafa það þannig. Svo getur þetta breyst. Núna virðist mér til dæmis að samvitund og samstaða íbúa við Njálsgötuna á milli Barónsstígs og Snorrabrautar sé talsvert meiri en hún var árin sem ég bjó á efstu hæðinni á Njálsgötu 74, húsi sem fyrirhugað er að gera að athvarfi fyrir heimilislausa. Allan tímann sem ég bjó þar þurfti ég ekki í eitt einasta skipti að eiga samskipti við neinn nágrannanna. Nú virðist þarna hins vegar vera komið nátengt samfélag fólks um bætt og fegurra mannlíf akkúrat á þessum bletti höfuðborgarinnar, samfélag sem undanfarið hefur verið iðið við að benda á þá aðför borgaryfirvalda að hinu göfuga mannlífi, sem þarna virðist hafa myndast virkt íbúalýðræði um að rækta og styrkja, sem í því er fólgin að koma ógæfufólki fyrir í einu húsanna. Það er reyndar ekki alveg rétt að ég hafi ekki átt nein samskipti við neinn nágrannanna. Á jarðhæð þessa húss bjó nefnilega um tíma fíkniefnasali sem ég deildi stigagangi með og varð fljótt málkunnugur. Um þessar mundir reykti hann sig skakkan á Austurvelli í Íslandi í dag undir vökulum augum Jóns Ársæls, þannig að það er ekki beinlínis eins og hann hafi farið leynt með neyslu sína. Ekki varð ég var við mikil mótmæli gegn búsetu hans þarna þótt hver maður með sjónvarp, augu í hausnum og lágmarksraunveruleikatengingu hefði átt að geta áttað sig á því hvað þarna væri á seyði, enda gestagangurinn hjá honum ekkert venjulegur. Ekki rekur mig minni til þess að nokkurn tímann hafi hlotist af því ónæði á leikskólanum Barónsborg að í fimmtán metra fjarlægð frá rólunum þar færi fram umfangsmikil fíkinefnasala. Nú hafa íbúar svæðisins hins vegar gríðarlegar áhyggjur af því að þar leggist allt uppeldisstarf niður í kjölfar þess að útigangsmenn fái húsaskjól í íbúðinni þar sem hverfisdílerinn bjó áður. Kannski er þó rétt að láta íbúana njóta sannmælis. Þeir eru, eins og fram hefur komið, alls ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Bara ekki í götunni þeirra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun