Fækkun ráðuneyta 31. maí 2007 06:00 Þorsteinn Pálsson ritstjóri spurði um daginn beittrar spurningar í leiðara þessa blaðs. Úr því að Frökkum duga fimmtán ráðuneyti handa sextíu milljónum manns, hvers vegna þurfa Íslendingar tólf? Svarið blasir við. Það væri hægt að komast af með færri ráðuneyti og færri ráðherra. Verkefni sumra ráðuneytanna útheimta ekki óskiptan ráðherra, enda voru þau oftast á fyrri tíð aukabúgrein hjá ráðherrum í öðrum ráðuneytum. Tökum dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Þegar Borgaraflokknum var bætt í þriðju ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1989, var ráðherrum fjölgað úr níu í ellefu á þann veg, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið fékk í fyrsta skipti sérstakan ráðherra. Þetta var bersýnileg atvinnubótaráðstöfun. Sagan endurtók sig 1999, þegar ráðherrum var fjölgað úr tíu í tólf. Bólgan hefur birzt í ýmsum öðrum myndum eins og starfsheitin ráðherra Hagstofu Íslands og samstarfsráðherra Norðurlanda bera með sér. Ríkisstjórnin nýja stefnir að því að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í nýju atvinnuvegaráðuneyti. Það er spor í rétta átt, en of stutt. Það á ekki vel við að kenna ráðuneyti við atvinnuvegi án þess að hafa langfjölmennustu atvinnuvegi landsins með: iðnað, verzlun og þjónustu. Það þarf að bæta iðnaðarráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu, sem voru á einni hendi frá 1988 þar til nú, í púkkið til að draga úr landlægum ríg milli atvinnuveganna og sætta ólík sjónarmið. Hingað til hafa útvegsmenn og bændur notað ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar til að hygla sjálfum sér sumpart á kostnað iðnaðar, verzlunar og þjónustu. Með því að færa yfirstjórn allra atvinnuvega á eina hendi er hægt að girða fyrir þennan gamla ríg og gæta almannahags. Atvinnuvegaráðherrann þarf að bera hag allra atvinnuvega fyrir brjósti. Með líku lagi er í hagræðingarskyni hægt að sameina dóms- og kirkjumálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og umhverfisráðuneytið í nýju innanríkisráðuneyti. Ráðuneytin þurfa ekki að vera fleiri en átta. Lítum á listann. Forsætisráðuneytið þarf að færa í fyrra horf með því að færa umsýslu efnahagsmála aftur til fjármálaráðuneytisins og skerpa á verkstjórnarhlutverki forsætisráðuneytisins. Hagstjórnin fór úr böndunum, þegar valdsvið fjármálaráðuneytisins var þrengt fyrir nokkrum árum, Þjóðhagsstofnun var lögð niður og efnahagsmálin voru færð inn í hringiðu stjórnmálanna í forsætisráðuneytinu, þar sem þau eiga ekki heima. Utanríkisráðuneytið helzt óbreytt. Evrópumálin munu skella á ráðuneytinu af fullum þunga, þegar umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður lögð fram. Fjármálaráðuneytið þarf að færa í fyrra horf með því fela því aftur óskoraða yfirumsjón hagstjórnarinnar og annarra efnahagsmála. Atvinnuvegaráðuneytið fer með mál allra atvinnuvega eins og lýst er að framan. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið stendur óbreytt, nema rétt þyki að færa almannatryggingar til félagsmálaráðuneytisins eins og ríkisstjórnin áformar. Félagsmálaráðuneytið getur létt tryggingamálum af heilbrigðisráðuneytinu. Einnig kemur til greina að sameina félagsmálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, svo að ráðuneytin verða þá sjö frekar en átta. Ráðherrar voru sjö frá 1960 til 1974. Menntamálaráðuneytið er eins og það á að vera og þarfnast engrar yfirhalningar. Innanríkisráðuneytið fer með dóms- og kirkjumál, samgöngumál og umhverfismál. Er lítið gert úr umhverfismálum með því að hafa þau ekki áfram í sérstöku ráðuneyti? Nei. Við höfum haft sjö umhverfisráðherra síðan 1989, og enginn þeirra lyfti litla fingri til að hefta lausagöngu búfjár, sem er þó langbrýnasti umhverfisvandi Íslands. Við leysum ekki vandamál með því að fjölga ráðherrum. Hitt virðist líklegra, að fækkun ráðherra væri til bóta. Ný ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði átt að leggja upp með átta ráðherra, ekki tólf. Hún hefði þá unnið hugi og hjörtu landsfólksins í einu vetfangi. Hún þarf á meðbyr að halda, því að mörg brýn verkefni bíða úrlausnar, þar á meðal endurskipulagning verkaskiptingar í heilbrigðis- og menntamálum. Hefði ríkisstjórnin varðað veginn með vandlegri umskipun í eigin ranni strax í upphafi, hefði hún getað vænzt víðtæks stuðnings við margar erfiðar ákvarðanir. Enn er tími til stefnu. Það er aldrei of seint að breyta rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Þorsteinn Pálsson ritstjóri spurði um daginn beittrar spurningar í leiðara þessa blaðs. Úr því að Frökkum duga fimmtán ráðuneyti handa sextíu milljónum manns, hvers vegna þurfa Íslendingar tólf? Svarið blasir við. Það væri hægt að komast af með færri ráðuneyti og færri ráðherra. Verkefni sumra ráðuneytanna útheimta ekki óskiptan ráðherra, enda voru þau oftast á fyrri tíð aukabúgrein hjá ráðherrum í öðrum ráðuneytum. Tökum dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Þegar Borgaraflokknum var bætt í þriðju ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1989, var ráðherrum fjölgað úr níu í ellefu á þann veg, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið fékk í fyrsta skipti sérstakan ráðherra. Þetta var bersýnileg atvinnubótaráðstöfun. Sagan endurtók sig 1999, þegar ráðherrum var fjölgað úr tíu í tólf. Bólgan hefur birzt í ýmsum öðrum myndum eins og starfsheitin ráðherra Hagstofu Íslands og samstarfsráðherra Norðurlanda bera með sér. Ríkisstjórnin nýja stefnir að því að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í nýju atvinnuvegaráðuneyti. Það er spor í rétta átt, en of stutt. Það á ekki vel við að kenna ráðuneyti við atvinnuvegi án þess að hafa langfjölmennustu atvinnuvegi landsins með: iðnað, verzlun og þjónustu. Það þarf að bæta iðnaðarráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu, sem voru á einni hendi frá 1988 þar til nú, í púkkið til að draga úr landlægum ríg milli atvinnuveganna og sætta ólík sjónarmið. Hingað til hafa útvegsmenn og bændur notað ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar til að hygla sjálfum sér sumpart á kostnað iðnaðar, verzlunar og þjónustu. Með því að færa yfirstjórn allra atvinnuvega á eina hendi er hægt að girða fyrir þennan gamla ríg og gæta almannahags. Atvinnuvegaráðherrann þarf að bera hag allra atvinnuvega fyrir brjósti. Með líku lagi er í hagræðingarskyni hægt að sameina dóms- og kirkjumálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og umhverfisráðuneytið í nýju innanríkisráðuneyti. Ráðuneytin þurfa ekki að vera fleiri en átta. Lítum á listann. Forsætisráðuneytið þarf að færa í fyrra horf með því að færa umsýslu efnahagsmála aftur til fjármálaráðuneytisins og skerpa á verkstjórnarhlutverki forsætisráðuneytisins. Hagstjórnin fór úr böndunum, þegar valdsvið fjármálaráðuneytisins var þrengt fyrir nokkrum árum, Þjóðhagsstofnun var lögð niður og efnahagsmálin voru færð inn í hringiðu stjórnmálanna í forsætisráðuneytinu, þar sem þau eiga ekki heima. Utanríkisráðuneytið helzt óbreytt. Evrópumálin munu skella á ráðuneytinu af fullum þunga, þegar umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður lögð fram. Fjármálaráðuneytið þarf að færa í fyrra horf með því fela því aftur óskoraða yfirumsjón hagstjórnarinnar og annarra efnahagsmála. Atvinnuvegaráðuneytið fer með mál allra atvinnuvega eins og lýst er að framan. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið stendur óbreytt, nema rétt þyki að færa almannatryggingar til félagsmálaráðuneytisins eins og ríkisstjórnin áformar. Félagsmálaráðuneytið getur létt tryggingamálum af heilbrigðisráðuneytinu. Einnig kemur til greina að sameina félagsmálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, svo að ráðuneytin verða þá sjö frekar en átta. Ráðherrar voru sjö frá 1960 til 1974. Menntamálaráðuneytið er eins og það á að vera og þarfnast engrar yfirhalningar. Innanríkisráðuneytið fer með dóms- og kirkjumál, samgöngumál og umhverfismál. Er lítið gert úr umhverfismálum með því að hafa þau ekki áfram í sérstöku ráðuneyti? Nei. Við höfum haft sjö umhverfisráðherra síðan 1989, og enginn þeirra lyfti litla fingri til að hefta lausagöngu búfjár, sem er þó langbrýnasti umhverfisvandi Íslands. Við leysum ekki vandamál með því að fjölga ráðherrum. Hitt virðist líklegra, að fækkun ráðherra væri til bóta. Ný ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði átt að leggja upp með átta ráðherra, ekki tólf. Hún hefði þá unnið hugi og hjörtu landsfólksins í einu vetfangi. Hún þarf á meðbyr að halda, því að mörg brýn verkefni bíða úrlausnar, þar á meðal endurskipulagning verkaskiptingar í heilbrigðis- og menntamálum. Hefði ríkisstjórnin varðað veginn með vandlegri umskipun í eigin ranni strax í upphafi, hefði hún getað vænzt víðtæks stuðnings við margar erfiðar ákvarðanir. Enn er tími til stefnu. Það er aldrei of seint að breyta rétt.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun