Allir geta sigrað 27. júní 2007 08:00 Þann 18. ágúst verður hlaupið til góðs og landsmenn hafa möguleika á að slá tvær flugur í einu höggi- fá betri líðan með hreyfingu og samtímis rétta hjálparhönd til þeirra sem minna mega sín. Hjálparstarf kirkjunnar fagnar þessu göfuga framtaki Glitnis að heita á hlaupara og styrkja þannig starf frjálsra félagssamtaka á Íslandi. Eitt af stóru verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar er að veita fólki aðgang að hreinu vatni. Vissir þú að 1.1 miljarður manna í heiminum hefur ekki aðgang að hreinu vatni? Maraþonhlaup og vatn eiga sérlega vel saman, varla er til sá hlaupari sem gæti hugsað sér að fara hringinn án þess að drekka vel af hreinu og tæru vatni. Það er okkar draumur að það verði mögulegt fyrir allt mannkynið. Að hafa ekki aðgang af hreinu vatni þýðir meðal annars að erfitt er að ala upp börn. Endurtekinn niðurgangur á unga aldri veldur vítamín- og næringarskorti. Heftur líkamsvöxtur helst í hendur við minni andlega getu. Börn eiga verr með að læra og fullorðnir að vinna fyrir sér. Í heiminum öllum deyja fimm sinnum fleiri börn af niðurgangi vegna óhreins vatns en úr alnæmi. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar höfum við haldið því fram að vatnið breytir öllu, því fátt er eins dýrmætt og nauðsynlegt eins og vatn, án því geta hvorki menn né plöntur lifað. Hjálparstarf kirkjunnar er lítil mannúðarstofnun og ekki getum við í fljótu bragði ráðið við vatnsskort 1.1 miljarða manna. En með stuðningi þínum og með því að við Íslendingar látum okkur mál annarra varða þá er hægt að hjálpa mörgum. Við viljum hvetja alla landsmenn til að taka þátt í hlaupinu þann 18. ágúst og þannig láta gott af sér leiða.Við vonum að þú gefir þinn stuðning til Hjálparstarfs kirkjunnar, því vatnið breytir öllu og saman getum við gefið öðrum möguleika á að kynnast því. Við hlökkum til að sjá ykkur, við munum vera til staðar, bjóða ykkur upp á hreint vatn og hvetja ykkur áfram! Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þann 18. ágúst verður hlaupið til góðs og landsmenn hafa möguleika á að slá tvær flugur í einu höggi- fá betri líðan með hreyfingu og samtímis rétta hjálparhönd til þeirra sem minna mega sín. Hjálparstarf kirkjunnar fagnar þessu göfuga framtaki Glitnis að heita á hlaupara og styrkja þannig starf frjálsra félagssamtaka á Íslandi. Eitt af stóru verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar er að veita fólki aðgang að hreinu vatni. Vissir þú að 1.1 miljarður manna í heiminum hefur ekki aðgang að hreinu vatni? Maraþonhlaup og vatn eiga sérlega vel saman, varla er til sá hlaupari sem gæti hugsað sér að fara hringinn án þess að drekka vel af hreinu og tæru vatni. Það er okkar draumur að það verði mögulegt fyrir allt mannkynið. Að hafa ekki aðgang af hreinu vatni þýðir meðal annars að erfitt er að ala upp börn. Endurtekinn niðurgangur á unga aldri veldur vítamín- og næringarskorti. Heftur líkamsvöxtur helst í hendur við minni andlega getu. Börn eiga verr með að læra og fullorðnir að vinna fyrir sér. Í heiminum öllum deyja fimm sinnum fleiri börn af niðurgangi vegna óhreins vatns en úr alnæmi. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar höfum við haldið því fram að vatnið breytir öllu, því fátt er eins dýrmætt og nauðsynlegt eins og vatn, án því geta hvorki menn né plöntur lifað. Hjálparstarf kirkjunnar er lítil mannúðarstofnun og ekki getum við í fljótu bragði ráðið við vatnsskort 1.1 miljarða manna. En með stuðningi þínum og með því að við Íslendingar látum okkur mál annarra varða þá er hægt að hjálpa mörgum. Við viljum hvetja alla landsmenn til að taka þátt í hlaupinu þann 18. ágúst og þannig láta gott af sér leiða.Við vonum að þú gefir þinn stuðning til Hjálparstarfs kirkjunnar, því vatnið breytir öllu og saman getum við gefið öðrum möguleika á að kynnast því. Við hlökkum til að sjá ykkur, við munum vera til staðar, bjóða ykkur upp á hreint vatn og hvetja ykkur áfram! Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar