Ísland hefur allt að bjóða 27. júní 2007 01:15 Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands segir landið bjóða upp á bestu skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Geti fyrirtæki sparað tugi milljóna vegna lægri kostnaðar við kælingu á tölvubúnaði hér en í öðrum löndum. Markaðurinn/GVA Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður. Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður.
Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira