Ál – ekkert mál fyrir Jón og Pál Ómar Ragnarsson skrifar 6. júlí 2007 08:00 Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun