Kristni stendur á traustum grunni Ágúst Valgarð Ólafsson skrifar 27. júlí 2007 06:00 Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar