Önnur nálgun 27. júlí 2007 08:00 Ratsjárstofnun hefur í tvo áratugi annast einn þátt loftvarnareftirlits með mjög öflugu ratsjárkerfi. Starfsemin hefur verið snar þáttur í vörnum landsins. Bandaríkjamenn hafa greitt rekstrarkostnaðinn. Um miðjan næsta mánuð heyrir kostun þeirra á verkefninu hins vegar sögunni til. Hér eru því nokkur tímamót. Þau vekja eðlilega upp ýmsar spurningar um stefnu stjórnvalda í varnarmálum. Hversu mikil umsvif eru til að mynda nauðsynleg af Íslands hálfu til þess að fullnægja varnarsamningnum við Bandaríkin og aðildarsamningnum að Atlantshafsbandalaginu? Segja má að allir grundvallarþættir varnarstefnunnar séu skýrir. En um það sem snýr að eigin umsvifum á þessu sviði og stjórnsýslu er eitt og annað enn óljóst. Utanríkisráðherra sagði snemma sumars að ýmsir ættu ugglaust eftir að hrökkva í kút þegar kostnaðartölur þar að lútandi birtust á haustdögum í fjárlagafrumvarpi. Það vekur þá spurningu hvort fjárlögin eru réttur vettvangur til þess að birta í fyrsta sinn þá stefnu sem Ísland ætlar að framfylgja varðandi einstök verkefni og umsvif í varnarviðbúnaði. Þarf ekki stefnumótun þar um að liggja fyrir með rökstuddu mati á nauðsynlegri starfsemi? Er ekki eðlilegt að sjálfstæð umræða fari fram um þá stefnumótun? Ratsjárkerfið hér er vissulega hlekkur í starfsemi af því tagi sem teygir sig frá Evrópu til Norður-Ameríku. Brottför Bandaríkjahers bendir hins vegar til þess að bandarísk stjórnvöld telji ekki þörf á þessu eftirliti hér eins og sakir standa. Hafi annað komið fram liggur það ekki opinberlega fyrir. Danir lokuðu ratsjárstöð í Færeyjum. Gilda önnur sjónarmið þar? Ekki er ólíklegt að svo sé. Eigi að síður þarf í því falli að gera skilmerkilega grein fyrir því. Þó að hér sé um veigamikla starfsemi að ræða er rétt að taka ákvarðanir um framhald hennar í víðu samhengi og með skýrum rökum. Eðlilegt er að upp komi spurningar um það hvort þetta ratsjáreftirlit á alfarið að vera á hernaðarlegum forsendum eða hvort borgaralegir hagsmunir almannavarna eigi eða geti tengst því. Er unnt að sinna verkefninu með minni kostnaði? Loftvarnareftirlit er rekið til þess að koma í tíma auga á ástand sem bregðast þarf við. Hverjir munu taka slíkar ákvarðanir? Íslensk stjórnvöld eða hernaðaryfirvöld innan Atlantshafsbandalagsins? Rétt er og mikilvægt að gera grein fyrir þeim ákvarðanaferli til þess að fá samhengi í nauðsyn eftirlitsins. Mikilvægt er að stjórnsýsla á þessu sviði verði vönduð og byggi á skýrum heimildum. Á hún að vera óbreytt eða kallar hún á breytingar? Er þörf á sérstökum lögum um hernaðarlega starfsemi á vegum ríkisins? Hvernig á að byggja upp íslenska sérþekkingu á þessu sviði og lýðræðislegan samráðsvettvang? Varnir landsins eru meðal mikilvægustu viðfangsefna á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en haldið hafi verið á þeim málum af yfirvegun og festu eftir að þau komu með skyndilegum hætti í fangið á íslenskum stjórnvöldum. Meðan varnarmálin voru alfarið á herðum Bandaríkjamanna lutu efnislegar umræður um þau fyrst og fremst að milliríkjasamningum þar að lútandi. Kostnaðurinn var ekki áhyggjuefni. Nú eru þessi mál í okkar höndum. Það kallar á opna opinbera umræðu um einstök viðfangsefni, stefnumótandi ákvarðanir og kostnaðarmat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Ratsjárstofnun hefur í tvo áratugi annast einn þátt loftvarnareftirlits með mjög öflugu ratsjárkerfi. Starfsemin hefur verið snar þáttur í vörnum landsins. Bandaríkjamenn hafa greitt rekstrarkostnaðinn. Um miðjan næsta mánuð heyrir kostun þeirra á verkefninu hins vegar sögunni til. Hér eru því nokkur tímamót. Þau vekja eðlilega upp ýmsar spurningar um stefnu stjórnvalda í varnarmálum. Hversu mikil umsvif eru til að mynda nauðsynleg af Íslands hálfu til þess að fullnægja varnarsamningnum við Bandaríkin og aðildarsamningnum að Atlantshafsbandalaginu? Segja má að allir grundvallarþættir varnarstefnunnar séu skýrir. En um það sem snýr að eigin umsvifum á þessu sviði og stjórnsýslu er eitt og annað enn óljóst. Utanríkisráðherra sagði snemma sumars að ýmsir ættu ugglaust eftir að hrökkva í kút þegar kostnaðartölur þar að lútandi birtust á haustdögum í fjárlagafrumvarpi. Það vekur þá spurningu hvort fjárlögin eru réttur vettvangur til þess að birta í fyrsta sinn þá stefnu sem Ísland ætlar að framfylgja varðandi einstök verkefni og umsvif í varnarviðbúnaði. Þarf ekki stefnumótun þar um að liggja fyrir með rökstuddu mati á nauðsynlegri starfsemi? Er ekki eðlilegt að sjálfstæð umræða fari fram um þá stefnumótun? Ratsjárkerfið hér er vissulega hlekkur í starfsemi af því tagi sem teygir sig frá Evrópu til Norður-Ameríku. Brottför Bandaríkjahers bendir hins vegar til þess að bandarísk stjórnvöld telji ekki þörf á þessu eftirliti hér eins og sakir standa. Hafi annað komið fram liggur það ekki opinberlega fyrir. Danir lokuðu ratsjárstöð í Færeyjum. Gilda önnur sjónarmið þar? Ekki er ólíklegt að svo sé. Eigi að síður þarf í því falli að gera skilmerkilega grein fyrir því. Þó að hér sé um veigamikla starfsemi að ræða er rétt að taka ákvarðanir um framhald hennar í víðu samhengi og með skýrum rökum. Eðlilegt er að upp komi spurningar um það hvort þetta ratsjáreftirlit á alfarið að vera á hernaðarlegum forsendum eða hvort borgaralegir hagsmunir almannavarna eigi eða geti tengst því. Er unnt að sinna verkefninu með minni kostnaði? Loftvarnareftirlit er rekið til þess að koma í tíma auga á ástand sem bregðast þarf við. Hverjir munu taka slíkar ákvarðanir? Íslensk stjórnvöld eða hernaðaryfirvöld innan Atlantshafsbandalagsins? Rétt er og mikilvægt að gera grein fyrir þeim ákvarðanaferli til þess að fá samhengi í nauðsyn eftirlitsins. Mikilvægt er að stjórnsýsla á þessu sviði verði vönduð og byggi á skýrum heimildum. Á hún að vera óbreytt eða kallar hún á breytingar? Er þörf á sérstökum lögum um hernaðarlega starfsemi á vegum ríkisins? Hvernig á að byggja upp íslenska sérþekkingu á þessu sviði og lýðræðislegan samráðsvettvang? Varnir landsins eru meðal mikilvægustu viðfangsefna á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en haldið hafi verið á þeim málum af yfirvegun og festu eftir að þau komu með skyndilegum hætti í fangið á íslenskum stjórnvöldum. Meðan varnarmálin voru alfarið á herðum Bandaríkjamanna lutu efnislegar umræður um þau fyrst og fremst að milliríkjasamningum þar að lútandi. Kostnaðurinn var ekki áhyggjuefni. Nú eru þessi mál í okkar höndum. Það kallar á opna opinbera umræðu um einstök viðfangsefni, stefnumótandi ákvarðanir og kostnaðarmat.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun