Hvar er útboðið á tollkvótanum? Leifur Þórsson skrifar 1. ágúst 2007 05:00 Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar