Tími almennings er kominn 1. ágúst 2007 05:00 Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar