Gangan 11. ágúst 2007 00:01 Að öllum líkindum munu nokkrir tugir þúsunda Íslendinga halda niður í miðbæ í dag og taka þátt í hátíð homma og lesbía, ganga í skrúðgöngu niður Laugaveginn eða standa á gangstéttinni og fylgjast með. Ég sjálfur hyggst ekki ganga í þetta skiptið, enda er ég dálítið brenndur af þeirri reynslu, satt að segja. Ég gekk þessa göngu fyrir nokkrum árum ásamt tveimur fjallmyndarlegum félögum mínum, nýkominn heim úr námi, blautur á bak við eyrun og kannski dálítið búinn að gleyma því hvað þetta land er lítið og hversu fljótt kjaftasögurnar berast. Ég var piparsveinn á þeim tíma og það tók mig marga mánuði eftir gönguna að hreinsa af mér þann orðróm að ég væri hinsegin. Þetta háði mér gríðarlega á börunum þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir hinu kyninu. ÞARNA gengum við þrír niður Laugaveginn fyrir framan bíl með dragdrottningum, skælbrosandi og veifandi eins og hverjir aðrir sakleysingjar, grunlausir um það að í huga hverrar einustu stúlku á lausu sem stóð á gangstéttarbrún hins smáa borgarsamfélags og fylgdist með, vorum við umsvifalaust stimplaðir hommar. SUMIR ná að nýta sér svona orðróm sér í hag, en ég náði því einhvern veginn aldrei. Í marga mánuði á eftir þurfti ég að passa mig á því að dansa ekki óeðlilega mikið á skemmistöðum, og raunar helst ekki neitt, til þess að styðja ekki þennan orðróm. Enn þann dag í dag reyni ég sem mest að sýna svipbrigðaleysi í almennum samskiptum, vera píreygður og þögull - jafnvel dálítið ógnandi - til þess að örugglega ekkert fari milli mála. Ég passa mig á því að kyssa ekki aðra karlmenn þegar þeir eiga afmæli og svoleiðis, heldur reyni ég frekar að koma á þá höggi með kaldranalegum athugasemdum og helst lenda í smá stimpingum. ÉG hef tekið eftir því að margir kynbræður mínir virðast vera haldnir svipaðri þörf til þess að sýna það, svo ekki verði um villst, að þeir séu ekki hinsegin. Vígbúnað og stríðsrekstur, einræðistilburði og valdníðslu af alls kyns tagi hef ég með tíð og tíma lært að túlka, af sálfræðilegri djúpvisku, sem örvæntingarfulla tilburði í þessa átt. ÞAÐ var í raun og veru ekki fyrr en ég eignaðist kærustu og barn að ég fann að allt pískur út af þessari þátttöku minni í göngunni þagnaði endanlega. Núna er ég nokkuð rólegur yfir þessu. Samt hefur þessi reynsla leitt til þess að ég er alveg hundrað prósent ákveðinn í því að núna í dag mun ég bara standa á gangstéttinni og horfa á. Ég ætla að styðja þetta allt saman af heilum hug og allt það - það vantar ekki - en ég ætla að halda mig í hæfilegri fjarlægð. Það er alveg á hreinu. Það þýðir ekkert annað. Fólk talar. Það er engum greiði gerður með því að einhverjar kjaftasögur fari á kreik. Ég ætla að halda mjög áberandi utan um kærustuna mína, svo allt sé fullkomlega kristaltært, og hafa barnið á háhesti. Með blöðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Að öllum líkindum munu nokkrir tugir þúsunda Íslendinga halda niður í miðbæ í dag og taka þátt í hátíð homma og lesbía, ganga í skrúðgöngu niður Laugaveginn eða standa á gangstéttinni og fylgjast með. Ég sjálfur hyggst ekki ganga í þetta skiptið, enda er ég dálítið brenndur af þeirri reynslu, satt að segja. Ég gekk þessa göngu fyrir nokkrum árum ásamt tveimur fjallmyndarlegum félögum mínum, nýkominn heim úr námi, blautur á bak við eyrun og kannski dálítið búinn að gleyma því hvað þetta land er lítið og hversu fljótt kjaftasögurnar berast. Ég var piparsveinn á þeim tíma og það tók mig marga mánuði eftir gönguna að hreinsa af mér þann orðróm að ég væri hinsegin. Þetta háði mér gríðarlega á börunum þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir hinu kyninu. ÞARNA gengum við þrír niður Laugaveginn fyrir framan bíl með dragdrottningum, skælbrosandi og veifandi eins og hverjir aðrir sakleysingjar, grunlausir um það að í huga hverrar einustu stúlku á lausu sem stóð á gangstéttarbrún hins smáa borgarsamfélags og fylgdist með, vorum við umsvifalaust stimplaðir hommar. SUMIR ná að nýta sér svona orðróm sér í hag, en ég náði því einhvern veginn aldrei. Í marga mánuði á eftir þurfti ég að passa mig á því að dansa ekki óeðlilega mikið á skemmistöðum, og raunar helst ekki neitt, til þess að styðja ekki þennan orðróm. Enn þann dag í dag reyni ég sem mest að sýna svipbrigðaleysi í almennum samskiptum, vera píreygður og þögull - jafnvel dálítið ógnandi - til þess að örugglega ekkert fari milli mála. Ég passa mig á því að kyssa ekki aðra karlmenn þegar þeir eiga afmæli og svoleiðis, heldur reyni ég frekar að koma á þá höggi með kaldranalegum athugasemdum og helst lenda í smá stimpingum. ÉG hef tekið eftir því að margir kynbræður mínir virðast vera haldnir svipaðri þörf til þess að sýna það, svo ekki verði um villst, að þeir séu ekki hinsegin. Vígbúnað og stríðsrekstur, einræðistilburði og valdníðslu af alls kyns tagi hef ég með tíð og tíma lært að túlka, af sálfræðilegri djúpvisku, sem örvæntingarfulla tilburði í þessa átt. ÞAÐ var í raun og veru ekki fyrr en ég eignaðist kærustu og barn að ég fann að allt pískur út af þessari þátttöku minni í göngunni þagnaði endanlega. Núna er ég nokkuð rólegur yfir þessu. Samt hefur þessi reynsla leitt til þess að ég er alveg hundrað prósent ákveðinn í því að núna í dag mun ég bara standa á gangstéttinni og horfa á. Ég ætla að styðja þetta allt saman af heilum hug og allt það - það vantar ekki - en ég ætla að halda mig í hæfilegri fjarlægð. Það er alveg á hreinu. Það þýðir ekkert annað. Fólk talar. Það er engum greiði gerður með því að einhverjar kjaftasögur fari á kreik. Ég ætla að halda mjög áberandi utan um kærustuna mína, svo allt sé fullkomlega kristaltært, og hafa barnið á háhesti. Með blöðru.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun