Bara Dodge-merkið uppi 23. ágúst 2007 03:00 Dodginn hefur verið notaður sem brúðarbíll og Ólafur er ánægður með hann en kveðst þó lengi geta breytt og bætt. MYND/GVA Ólafur Rögnvaldsson veðurfræðingur ekur um á athyglisverðum bíl sem hann hefur látið breyta eftir sínu höfði. Bíllinn hans Ólafs er Dodge Magnum RT og var keyptur nýr í júní í fyrra. Þegar kíkt er á skottið sést þar bara hrútur sem er merki Dodge. „Við fjarlægðum allar merkingar aftan af honum nema Dodge-merkið. Óþarfi að vera með heila bók þar,“ segir Ólafur þegar haft er orð á þessu atriði. „Ég var ekki allskostar ánægður með bílinn þegar ég fékk hann svo ég flutti inn aukahluti frá Bandaríkjunum og fékk Sveinbjörn Guðmundsson hjá Bílmálningu ehf. í Hafnarfirði til að hjálpa mér að breyta honum. Það tók okkur sennilega um sex mánuði.“ Ólafur kveðst hafa byrjað á að setja nýjar stífur undir bílinn bæði að framan og aftan. „Dodginn var mjög amerískur og dúaði í fimm mínútur eftir að farið var yfir hraðahindranirnar,“ segir hann og heldur áfram. „Upphaflega var hann silfurgrár en Sveinbjörn sprautaði allan efri hlutann svartan ásamt dökkrauðri rönd á litamótunum. Ennfremur var bíllinn heilglæraður til að lágmarka hnökra á litamótum. Að auki voru settar öflugri bremsur að framan og nýtt húdd sem beinir loftinu inn í loftinntak vélarinnar, sem líka var endurnýjað. Loks voru settar í hann flækjur og sverara púst til að auka aflið, en pústið var sérsmíðað hjá BJB í Hafnarfirði. Til að kóróna allt saman voru settar undir hann 22“ svartkrómaðar felgur ásamt endurforritun á aksturstölvu og samlitaðir bakkskynjarar.“ Hver skyldi svo hestaflafjöldi farartækisins vera að loknum aðgerðunum? „Varlega áætlað bætti bíllinn við sig um 25 hestöflum en óbreytt er vélin skráð 340 hestöfl. Við vitum hins vegar ekki hverju hann bætti við sig í togi.“ Ólafur hlær þegar hann er spurður hvort hann hafi eitthvað við allan þennan kraft að gera og svarar: „Það er mjög mikilvægt að komast fljótt upp í löglegan hraða á milli ljósa!“ Bílar Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ólafur Rögnvaldsson veðurfræðingur ekur um á athyglisverðum bíl sem hann hefur látið breyta eftir sínu höfði. Bíllinn hans Ólafs er Dodge Magnum RT og var keyptur nýr í júní í fyrra. Þegar kíkt er á skottið sést þar bara hrútur sem er merki Dodge. „Við fjarlægðum allar merkingar aftan af honum nema Dodge-merkið. Óþarfi að vera með heila bók þar,“ segir Ólafur þegar haft er orð á þessu atriði. „Ég var ekki allskostar ánægður með bílinn þegar ég fékk hann svo ég flutti inn aukahluti frá Bandaríkjunum og fékk Sveinbjörn Guðmundsson hjá Bílmálningu ehf. í Hafnarfirði til að hjálpa mér að breyta honum. Það tók okkur sennilega um sex mánuði.“ Ólafur kveðst hafa byrjað á að setja nýjar stífur undir bílinn bæði að framan og aftan. „Dodginn var mjög amerískur og dúaði í fimm mínútur eftir að farið var yfir hraðahindranirnar,“ segir hann og heldur áfram. „Upphaflega var hann silfurgrár en Sveinbjörn sprautaði allan efri hlutann svartan ásamt dökkrauðri rönd á litamótunum. Ennfremur var bíllinn heilglæraður til að lágmarka hnökra á litamótum. Að auki voru settar öflugri bremsur að framan og nýtt húdd sem beinir loftinu inn í loftinntak vélarinnar, sem líka var endurnýjað. Loks voru settar í hann flækjur og sverara púst til að auka aflið, en pústið var sérsmíðað hjá BJB í Hafnarfirði. Til að kóróna allt saman voru settar undir hann 22“ svartkrómaðar felgur ásamt endurforritun á aksturstölvu og samlitaðir bakkskynjarar.“ Hver skyldi svo hestaflafjöldi farartækisins vera að loknum aðgerðunum? „Varlega áætlað bætti bíllinn við sig um 25 hestöflum en óbreytt er vélin skráð 340 hestöfl. Við vitum hins vegar ekki hverju hann bætti við sig í togi.“ Ólafur hlær þegar hann er spurður hvort hann hafi eitthvað við allan þennan kraft að gera og svarar: „Það er mjög mikilvægt að komast fljótt upp í löglegan hraða á milli ljósa!“
Bílar Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið