Eru vegir Vegagerðarinnar órannsakanlegir? 3. september 2007 06:00 Með hæfilegri hótfyndni mætti kannski halda því fram að ef Grímseyjarferjumálið sýni eitthvað þá sé það að of mikil framlög af sameiginlegum sjóðum landsmanna renni til samgöngumála: úr því að Vegagerðin geti með atbeina fjármálaráðuneytis fyrirhafnarlítið fært fé milli verkefna til að standa straum af ævintýralega vitlausum ákvörðunum sem teknar voru kringum kaup og endursmíði þessa farkosts - þá hljóti þeir að gera það í trausti þess að nóg sé til frammi. (Meðal annarra orða: þessar ákvarðanir sem teknar voru þvert gegn ráðleggingum og forsendum allra sérfræðinga og embættismanna - ætlar enginn að axla ábyrgð á þeim? Er nokkuð verið að bíða eftir því að Þórólfur Árnason taki þetta líka á sig?) Samgöngur skipta vissulega miklu máli hér á Íslandi og vegabætur víða um land með brýnustu verkefnum samfélagsins - styrkja innviði, stytta leiðir, skapa atvinnu - en það er ekki sama hvernig að vegagerðinni er staðið. Krafa tímans er að náttúrunni sé hlíft og ráðgast við náttúrufræðinga. Öll munum við síðustu vegagerðarafrek Gunnars Birgissonar í Heiðmörkinni og hversu þau juku á hróður Kópavogs. En teknókratarnir ætla seint að læra. Nú eru fyrirhugaðir vegir tveir þar sem verkfræðingarnir fá að vaða áfram blindaðir af bílisma. Í Álafoss-kvosinni í Mosó mun fyrirhuguð vegalagning ekki bara rista sár í landið heldur sjálft samfélagið - vegagerðin gerir ekki gagnvegi milli vina heldur sundrar þeim og sveitungar komnir í hár saman. Í stað þess að gleðjast yfir því að Sigur Rós starfi í kvosinni sem öðlast fyrir vikið alþjóðlegt mikilvægi - þá er eins og kergja sé í bæjaryfirvöldum gagnvart hljómsveitinni, og umfram allt virðast þau uppfull af úreltum hugmyndum þar sem lífsgæði eru mæld í vegafjölda. Ennþá ískyggilegri virðast þó áform Vegagerðarinnar um hinn nýja Gjábakkaveg þar sem stefnt er að stórfelldri umferð með 90 kílómetra hámarkshraða við Þingvallavatn (sem þýðir yfir hundrað) með tilheyrandi þungaflutningum. Sérstaka athygli vekja þau forneskjulegu sjónarmið sem virðast ráða ferðinni hjá Vegagerðinni þegar kemur að því að hlusta á varnaðarorð alla helstu vatnalíffræðinga landsins um ófyrirséðar afleiðingar vegagerðarinnar á lífríki vatnsins. Þar er í fararbroddi Pétur M. Jónasson, helsti sérfræðingur í heimi um lífríki Þingvallavatns, en auk hans hafa mótmælt þessum vegi prófessorarnir og doktorarnir Gísli Már Gíslason, Arnþór Garðarson og Sigurður Snorrason, auk Skúla Skúlasonar á Hólum og fjölda annarra virtra vísindamanna. Ekki verður betur séð en að þessir vísindamenn séu vegnir og léttvægir fundnir, nánast eins og kverúlantar, af framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar, Jóni Helgasyni, sem mun þó ekki kunnur fyrir þekkingu sína á lífríki Þingvallavatns. Í Fréttablaðinu hinn 29. ágúst síðastliðinn segir í frétt um málið: „Jón Helgason, framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar, segist hafa vitað af því að fjöldi líffræðinga sendi umhverfisráðherra mótmæli vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Hann segir að öllum hagsmunaaðilum hafi verið svarað vegna málsins en ekki sé hægt að svara öllum þeim sem hafa álit á málinu." Þetta virkar á mann eins og útmæld móðgun í garð þessara sérfræðinga í lífríki Þingvallavatns. Þeir sem tala máli náttúrunnar á svæðinu - og eru að auki menn sem vegna áralangra rannsókna sinna og þekkingar eiga að vita gerst um það sem kann að gerast í Þingvallavatni við fyrirhugaða vegalagningu - eru að mati Jóns Helgasonar bara einhverjir menn „sem hafa álit á málinu", eins og hverjir aðrir viðmælendur símatíma útvarpsstöðvanna eða pistlahöfundar dagblaðanna sem ekki tekur því að ansa. Menn sem í krafti sérþekkingar tala máli náttúrunnar á svæðinu eru fólk útí bæ en ekki „hagsmunaaðilar". Þegar kemur að vegalagningu við eina af náttúruperlum heims á að fara í berhögg við álit helstu vatnalíffræðinga landsins. Fyrrum umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, kvað upp þann æði framsóknarlegan úrskurð að mengunin sem af hlytist skyldi mæld fimm árum eftir að skaðinn væri skeður: brunnurinn sem sagt byrgður þegar barnið væri örugglega drukknað. Nú er hins vegar kominn umhverfisráðherra sem lítur öðruvísi á hlutverk sitt og ætti að vera í lófa lagið að snúa úrskurðinum við. Því að hafi verkfræðingunum tekist að koma í gegn ákvörðunum um veg við Þingvallavatn án þess að sérfræðingar í lífríki Þingvallavatns hafi komið þar nærri - þá er sú ákvörðun augljóslega ekki réttlega tekin. Svo myndu líka peningar sparast fyrir Grímseyjarferjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Með hæfilegri hótfyndni mætti kannski halda því fram að ef Grímseyjarferjumálið sýni eitthvað þá sé það að of mikil framlög af sameiginlegum sjóðum landsmanna renni til samgöngumála: úr því að Vegagerðin geti með atbeina fjármálaráðuneytis fyrirhafnarlítið fært fé milli verkefna til að standa straum af ævintýralega vitlausum ákvörðunum sem teknar voru kringum kaup og endursmíði þessa farkosts - þá hljóti þeir að gera það í trausti þess að nóg sé til frammi. (Meðal annarra orða: þessar ákvarðanir sem teknar voru þvert gegn ráðleggingum og forsendum allra sérfræðinga og embættismanna - ætlar enginn að axla ábyrgð á þeim? Er nokkuð verið að bíða eftir því að Þórólfur Árnason taki þetta líka á sig?) Samgöngur skipta vissulega miklu máli hér á Íslandi og vegabætur víða um land með brýnustu verkefnum samfélagsins - styrkja innviði, stytta leiðir, skapa atvinnu - en það er ekki sama hvernig að vegagerðinni er staðið. Krafa tímans er að náttúrunni sé hlíft og ráðgast við náttúrufræðinga. Öll munum við síðustu vegagerðarafrek Gunnars Birgissonar í Heiðmörkinni og hversu þau juku á hróður Kópavogs. En teknókratarnir ætla seint að læra. Nú eru fyrirhugaðir vegir tveir þar sem verkfræðingarnir fá að vaða áfram blindaðir af bílisma. Í Álafoss-kvosinni í Mosó mun fyrirhuguð vegalagning ekki bara rista sár í landið heldur sjálft samfélagið - vegagerðin gerir ekki gagnvegi milli vina heldur sundrar þeim og sveitungar komnir í hár saman. Í stað þess að gleðjast yfir því að Sigur Rós starfi í kvosinni sem öðlast fyrir vikið alþjóðlegt mikilvægi - þá er eins og kergja sé í bæjaryfirvöldum gagnvart hljómsveitinni, og umfram allt virðast þau uppfull af úreltum hugmyndum þar sem lífsgæði eru mæld í vegafjölda. Ennþá ískyggilegri virðast þó áform Vegagerðarinnar um hinn nýja Gjábakkaveg þar sem stefnt er að stórfelldri umferð með 90 kílómetra hámarkshraða við Þingvallavatn (sem þýðir yfir hundrað) með tilheyrandi þungaflutningum. Sérstaka athygli vekja þau forneskjulegu sjónarmið sem virðast ráða ferðinni hjá Vegagerðinni þegar kemur að því að hlusta á varnaðarorð alla helstu vatnalíffræðinga landsins um ófyrirséðar afleiðingar vegagerðarinnar á lífríki vatnsins. Þar er í fararbroddi Pétur M. Jónasson, helsti sérfræðingur í heimi um lífríki Þingvallavatns, en auk hans hafa mótmælt þessum vegi prófessorarnir og doktorarnir Gísli Már Gíslason, Arnþór Garðarson og Sigurður Snorrason, auk Skúla Skúlasonar á Hólum og fjölda annarra virtra vísindamanna. Ekki verður betur séð en að þessir vísindamenn séu vegnir og léttvægir fundnir, nánast eins og kverúlantar, af framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar, Jóni Helgasyni, sem mun þó ekki kunnur fyrir þekkingu sína á lífríki Þingvallavatns. Í Fréttablaðinu hinn 29. ágúst síðastliðinn segir í frétt um málið: „Jón Helgason, framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar, segist hafa vitað af því að fjöldi líffræðinga sendi umhverfisráðherra mótmæli vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Hann segir að öllum hagsmunaaðilum hafi verið svarað vegna málsins en ekki sé hægt að svara öllum þeim sem hafa álit á málinu." Þetta virkar á mann eins og útmæld móðgun í garð þessara sérfræðinga í lífríki Þingvallavatns. Þeir sem tala máli náttúrunnar á svæðinu - og eru að auki menn sem vegna áralangra rannsókna sinna og þekkingar eiga að vita gerst um það sem kann að gerast í Þingvallavatni við fyrirhugaða vegalagningu - eru að mati Jóns Helgasonar bara einhverjir menn „sem hafa álit á málinu", eins og hverjir aðrir viðmælendur símatíma útvarpsstöðvanna eða pistlahöfundar dagblaðanna sem ekki tekur því að ansa. Menn sem í krafti sérþekkingar tala máli náttúrunnar á svæðinu eru fólk útí bæ en ekki „hagsmunaaðilar". Þegar kemur að vegalagningu við eina af náttúruperlum heims á að fara í berhögg við álit helstu vatnalíffræðinga landsins. Fyrrum umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, kvað upp þann æði framsóknarlegan úrskurð að mengunin sem af hlytist skyldi mæld fimm árum eftir að skaðinn væri skeður: brunnurinn sem sagt byrgður þegar barnið væri örugglega drukknað. Nú er hins vegar kominn umhverfisráðherra sem lítur öðruvísi á hlutverk sitt og ætti að vera í lófa lagið að snúa úrskurðinum við. Því að hafi verkfræðingunum tekist að koma í gegn ákvörðunum um veg við Þingvallavatn án þess að sérfræðingar í lífríki Þingvallavatns hafi komið þar nærri - þá er sú ákvörðun augljóslega ekki réttlega tekin. Svo myndu líka peningar sparast fyrir Grímseyjarferjunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun